Hljóp inn á völlinn og fékk eiginhandaráritun frá Haaland í miðjum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2021 11:30 Erling Haaland er að undirbúa sig fyrir nýtt tímabil með Borussia Dortmund. EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL Norðmaðurinn Erling Braut Haaland er framtíðarstórstjarna fótboltans þrátt fyrir ungan aldur. Það eru því margir sem vilja fá eiginhandaráritun frá kappanum en sumir ganga þó lengra en aðrir. Haaland er að hefja nýtt tímabil með Borussia Dortmund þrátt fyrir að hafa verið orðaður við stórlið eins og Chelsea í allt sumar. Liðið lék æfingaleik á móti spænska liðinu Athletic Bilbao um helgina. Einn ungur aðdáandi Haaland taldi bestu möguleika sína á að fá eiginhandaráritun frá Norðmanninum væri hvorki fyrir eða eftir leik. Hann taldi möguleikann bestan í miðjum leik þegar Haaland stóð fyrir framan markið í föstu leikatriðu. Strákurinn lét vaða, hljóp inn á völlinn og bað um áritun. Þar sem um æfingaleik var að ræða þá var öryggisgæslan eflaust ekki eins mikil og ef um venjulegan leik væri að ræða. Haaland tók hinum unga aðdáanda vel þrátt fyrir þessa óvenjulegu aðstæður. Hann gaf stráknum eiginhandaráritun á búning hans áður en hann vísaði honum sjálfur af velli áður. Öryggisverðirnir létu þá loksins sjá sig og tóku við honum. Það má sjá atvikið hér fyrir neðan. This young fan managed to get Haaland's signature, during a game pic.twitter.com/4kVTu0E2q4— ESPN FC (@ESPNFC) July 24, 2021 Hvorki Haaland né félagar hans í Dortmund voru á skotskónum í leiknum sem Bilbao vann 2-0 með mörkum frá Raul Garcia og Daniel Vivian. Haaland fór af velli í hálfleik og þá var staðan enn markalaus. Chelsea er í forystu í kapphlaupinu um Haaland en eftir að þýska liðið seldi Jadon Sancho til Manchester United er talið ólíklegt að þýsku bikarmeistararnir vilji selja norska framherja sinn líka. Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Fleiri fréttir Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira
Haaland er að hefja nýtt tímabil með Borussia Dortmund þrátt fyrir að hafa verið orðaður við stórlið eins og Chelsea í allt sumar. Liðið lék æfingaleik á móti spænska liðinu Athletic Bilbao um helgina. Einn ungur aðdáandi Haaland taldi bestu möguleika sína á að fá eiginhandaráritun frá Norðmanninum væri hvorki fyrir eða eftir leik. Hann taldi möguleikann bestan í miðjum leik þegar Haaland stóð fyrir framan markið í föstu leikatriðu. Strákurinn lét vaða, hljóp inn á völlinn og bað um áritun. Þar sem um æfingaleik var að ræða þá var öryggisgæslan eflaust ekki eins mikil og ef um venjulegan leik væri að ræða. Haaland tók hinum unga aðdáanda vel þrátt fyrir þessa óvenjulegu aðstæður. Hann gaf stráknum eiginhandaráritun á búning hans áður en hann vísaði honum sjálfur af velli áður. Öryggisverðirnir létu þá loksins sjá sig og tóku við honum. Það má sjá atvikið hér fyrir neðan. This young fan managed to get Haaland's signature, during a game pic.twitter.com/4kVTu0E2q4— ESPN FC (@ESPNFC) July 24, 2021 Hvorki Haaland né félagar hans í Dortmund voru á skotskónum í leiknum sem Bilbao vann 2-0 með mörkum frá Raul Garcia og Daniel Vivian. Haaland fór af velli í hálfleik og þá var staðan enn markalaus. Chelsea er í forystu í kapphlaupinu um Haaland en eftir að þýska liðið seldi Jadon Sancho til Manchester United er talið ólíklegt að þýsku bikarmeistararnir vilji selja norska framherja sinn líka.
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Fleiri fréttir Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira