Aðeins helmingur keppenda á heimsleikunum fær að keppa á lokadeginum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2021 12:30 Æfingafélagarnir Chandler Smith og KatrínTanja Davíðsdóttir ætla sér bæði stóra hluti á heimsleikunum í ár. Instagram/@katrintanja Nú hefur verið tilkynnt um það hvernig niðurskurðinum verður háttað á heimsleikunum í CrossFit sem hefjast í Madison á miðvikudaginn. Dave Castro, hæstráðandi hjá CrossFit, tilkynnti um það á samfélagssíðum samtakanna hvernig verður skorið niður á heimsleikunum að þessu sinni en fjörutíu bestu karlar og fjörutíu bestu konur heimsins keppa um heimsmeistaratitilinn í ár. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Keppnin hefst á miðvikudaginn og stendur fram á sunnudaginn. Keppnisdagarnir eru samt bara fjórir því fimmtudagurinn er hvíldardagur. Allir fjörutíu keppendurnir fá að keppa í öllum greinunum á miðvikudaginn og föstudaginn en fyrsti niðurskurðurinn verður eftir lokagrein á föstudaginn. Þá verður fækkað um tíu keppendur. Hópurinn verður ekki lengi í þrjátíu því skorið verður aftur niður tíu keppendur eftir fyrstu grein á laugardaginn. Með því verður öllum niðurskurði hætt og tuttugu karlar og tuttugu konur klára því allar greinarnar sem eftir eru. Hér fyrir ofan má sjá umræddan Dave Castro fara yfir fyrirkomulag niðurskurðarins. Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður CrossFit fólks eins og Björgvins Karls Guðmundssonar og Söru Sigmundsdóttur, á nokkra fulltrúa á heimsleikunum og hann er ekki ánægður með niðurskurðinn. Snorri Barón er ekki síst óánægður með það hversu seint þessi yfirlýsing kom frá CrossFit samtökunum. Íþróttafólkið þarf að kosta miklu til svo að það komist til Madison og nú rétt fyrir keppni kemur í ljós að aðeins tuttugu þeirra frá að klára keppnina. Íþróttafólkið stendur eitt að öllum kostnaði. Hér fyrir neðan má sjá þessa athyglisverðu færslu frá Snorra Barón og það er mikið til í henni. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) CrossFit Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Sjá meira
Dave Castro, hæstráðandi hjá CrossFit, tilkynnti um það á samfélagssíðum samtakanna hvernig verður skorið niður á heimsleikunum að þessu sinni en fjörutíu bestu karlar og fjörutíu bestu konur heimsins keppa um heimsmeistaratitilinn í ár. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Keppnin hefst á miðvikudaginn og stendur fram á sunnudaginn. Keppnisdagarnir eru samt bara fjórir því fimmtudagurinn er hvíldardagur. Allir fjörutíu keppendurnir fá að keppa í öllum greinunum á miðvikudaginn og föstudaginn en fyrsti niðurskurðurinn verður eftir lokagrein á föstudaginn. Þá verður fækkað um tíu keppendur. Hópurinn verður ekki lengi í þrjátíu því skorið verður aftur niður tíu keppendur eftir fyrstu grein á laugardaginn. Með því verður öllum niðurskurði hætt og tuttugu karlar og tuttugu konur klára því allar greinarnar sem eftir eru. Hér fyrir ofan má sjá umræddan Dave Castro fara yfir fyrirkomulag niðurskurðarins. Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður CrossFit fólks eins og Björgvins Karls Guðmundssonar og Söru Sigmundsdóttur, á nokkra fulltrúa á heimsleikunum og hann er ekki ánægður með niðurskurðinn. Snorri Barón er ekki síst óánægður með það hversu seint þessi yfirlýsing kom frá CrossFit samtökunum. Íþróttafólkið þarf að kosta miklu til svo að það komist til Madison og nú rétt fyrir keppni kemur í ljós að aðeins tuttugu þeirra frá að klára keppnina. Íþróttafólkið stendur eitt að öllum kostnaði. Hér fyrir neðan má sjá þessa athyglisverðu færslu frá Snorra Barón og það er mikið til í henni. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron)
CrossFit Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Sjá meira