Aflýsa Sæludögum í Vatnaskógi Eiður Þór Árnason skrifar 24. júlí 2021 21:06 Páll Óskar hélt meðal annars uppi stuðinu við margmenni á Sæludögum árið 2019. Aðsend Ákveðið hefur verið að aflýsa fjölskylduhátíðinni Sæludögum í Vatnaskógi sem halda átti um verslunarmannahelgina í ljósi nýrra samkomutakmarkana. Er þetta annað árið í röð sem Skógarmenn KFUM, sem reka sumarbúðirnar í Vatnaskógi, taka ákvörðun um að aflýsa Sæludögum sem höfðu fyrir það verið haldnir á hverju ári frá 1992. „Í ljósi nýjustu samkomutakmarka stjórnvalda er það mat stjórnar Skógarmanna KFUM að ekki sé lengur forsvaranlegt að halda fyrirhugaða fjölskylduhátíð,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. „Við erum þakklát þeim fjölmörgu aðilum sem hafa undanfarna daga staðið í ströngu við undirbúning hátíðarinnar sem og þeim sem höfðu tryggt sér þá aðgöngumiða á hátíðina.“ Munu Skógarmenn endurgreiða aðgöngu- og gistikostnað sem þátttakendur hafa greitt vegna hátíðarinnar. Tóku ákvörðunina í dag eftir að nýjar takmarkanir voru tilkynntar „Þetta er skellur og við erum ægilega svekktir. Við vorum orðnir svo peppaðir fyrir þessu núna og höfðum góða tilfinningu fyrir þessu. En við látum það ekki eftir okkur að liggja að reyna að bæla þennan faraldur niður,“ segir Ársæll Aðalbergsson, framkvæmdastjóri Skógarmanna KFUM, í samtali við Vísi. Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi nú á miðnætti sem kveða meðal annars á um 200 manna fjöldatakmark og eins metra reglu. „Við sjáum engan möguleika á að halda þetta með þessum reglum og það var ekki annað að gera en að blása þetta af í dag.“ Hvalfjarðarsveit Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Er þetta annað árið í röð sem Skógarmenn KFUM, sem reka sumarbúðirnar í Vatnaskógi, taka ákvörðun um að aflýsa Sæludögum sem höfðu fyrir það verið haldnir á hverju ári frá 1992. „Í ljósi nýjustu samkomutakmarka stjórnvalda er það mat stjórnar Skógarmanna KFUM að ekki sé lengur forsvaranlegt að halda fyrirhugaða fjölskylduhátíð,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. „Við erum þakklát þeim fjölmörgu aðilum sem hafa undanfarna daga staðið í ströngu við undirbúning hátíðarinnar sem og þeim sem höfðu tryggt sér þá aðgöngumiða á hátíðina.“ Munu Skógarmenn endurgreiða aðgöngu- og gistikostnað sem þátttakendur hafa greitt vegna hátíðarinnar. Tóku ákvörðunina í dag eftir að nýjar takmarkanir voru tilkynntar „Þetta er skellur og við erum ægilega svekktir. Við vorum orðnir svo peppaðir fyrir þessu núna og höfðum góða tilfinningu fyrir þessu. En við látum það ekki eftir okkur að liggja að reyna að bæla þennan faraldur niður,“ segir Ársæll Aðalbergsson, framkvæmdastjóri Skógarmanna KFUM, í samtali við Vísi. Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi nú á miðnætti sem kveða meðal annars á um 200 manna fjöldatakmark og eins metra reglu. „Við sjáum engan möguleika á að halda þetta með þessum reglum og það var ekki annað að gera en að blása þetta af í dag.“
Hvalfjarðarsveit Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira