Dramatískur sigur Selfyssinga fyrir vestan Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2021 16:00 Martin skoraði og lagði upp í mikilvægum sigri sunnlendinga. sunnlenska.is/Guðmundur Karl Selfoss lagði Vestra 2-1 í eina leik dagsins í Lengjudeild karla í fótbolta á Olís-vellinum á Ísafirði. Sigurmark gestanna var skorað í lok uppbótartíma. Um er að ræða annan leik fyrrum landsliðsþjálfara kvenna, Jóns Þórs Haukssonar, við stjórnvölin hjá Vestramönnum en sá fyrsti vannst gegn Þrótti Reykjavík. Vestri var fyrir leik í 7. sæti deildarinnar með 19 stig og gat með sigri stokkið upp að hlið Kórdrengja í 3. sæti. Selfoss er aftur á móti í mikilli fallbaráttu, með níu stig í 10. sæti, tveimur stigum frá fallsæti. Markalaust var í hálfleik en Pétur Bjarnason kom Vestra í forystu eftir aðeins sex mínútna leik í síðari hálfleik þegar hann skallaði inn hornspyrnu Benedikts V. Warén. Aðeins fimm mínútum síðar var enski framherjinn Gary Martin felldur af Sergine Fall innan teigs Vestra. Vítaspyrna var dæmd og Martin steig sjálfur á punktinn. Brenton Muhamed, markvörður Vestra, varði spyrnu hans en frákastið féll fyrir fætur Englendingsins sem skoraði og jafnaði leikinn. Allt virtist stefna í jafntefli en á lokamínútu uppbótartíma átti Martin gott samspil við Þorlák Breka Baxter áður en sá enski gaf boltann á Valdimar Jóhannsson sem skoraði af stuttu færi og tryggði Selfossi þannig 2-1 sigur á ögurstundu. Um er að ræða aðeins þriðja sigur Selfoss í sumar, og þann fyrsta í tæpan mánuð, síðan liðið vann sigurlaust botnlið Víkings frá Ólafsvík 5-3 þann 26. júní. Með sigrinum kemst Selfoss upp í tólf stig, áfram í 10. sætinu, fjórum stigum frá Aftureldingu sem er sætinu ofar. Þá slítar Selfyssingar sig lítillega frá Þrótturum sem eru í efra fallsætinu með sjö stig. Vestri er sem fyrr með 19 stig í 7. sæti. Lengjudeild karla UMF Selfoss Vestri Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira
Um er að ræða annan leik fyrrum landsliðsþjálfara kvenna, Jóns Þórs Haukssonar, við stjórnvölin hjá Vestramönnum en sá fyrsti vannst gegn Þrótti Reykjavík. Vestri var fyrir leik í 7. sæti deildarinnar með 19 stig og gat með sigri stokkið upp að hlið Kórdrengja í 3. sæti. Selfoss er aftur á móti í mikilli fallbaráttu, með níu stig í 10. sæti, tveimur stigum frá fallsæti. Markalaust var í hálfleik en Pétur Bjarnason kom Vestra í forystu eftir aðeins sex mínútna leik í síðari hálfleik þegar hann skallaði inn hornspyrnu Benedikts V. Warén. Aðeins fimm mínútum síðar var enski framherjinn Gary Martin felldur af Sergine Fall innan teigs Vestra. Vítaspyrna var dæmd og Martin steig sjálfur á punktinn. Brenton Muhamed, markvörður Vestra, varði spyrnu hans en frákastið féll fyrir fætur Englendingsins sem skoraði og jafnaði leikinn. Allt virtist stefna í jafntefli en á lokamínútu uppbótartíma átti Martin gott samspil við Þorlák Breka Baxter áður en sá enski gaf boltann á Valdimar Jóhannsson sem skoraði af stuttu færi og tryggði Selfossi þannig 2-1 sigur á ögurstundu. Um er að ræða aðeins þriðja sigur Selfoss í sumar, og þann fyrsta í tæpan mánuð, síðan liðið vann sigurlaust botnlið Víkings frá Ólafsvík 5-3 þann 26. júní. Með sigrinum kemst Selfoss upp í tólf stig, áfram í 10. sætinu, fjórum stigum frá Aftureldingu sem er sætinu ofar. Þá slítar Selfyssingar sig lítillega frá Þrótturum sem eru í efra fallsætinu með sjö stig. Vestri er sem fyrr með 19 stig í 7. sæti.
Lengjudeild karla UMF Selfoss Vestri Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira