„Það getur alveg komið til þess að ég komi með nýjar tillögur“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. júlí 2021 12:01 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir nýjar sóttvarnaaðgerðir í samræmi við tillgögur sem hann lagði fyrir ráðherra. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir koma til greina að leggja til frekari takmarkanir sjáist ekki skýr árangur af þeim sem taka í gildi á miðnætti. Níutíu og fimm greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. 375 hafa greinst smitaðir af veirunni undanfarna viku, lang flestir bólusettir gegn veirunni. Fjórir liggja nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Eftir því sem smituðum fór fjölgandi í vikunni var blásið til upplýsingafundar almannavarna á fimmtudag þar sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir greindi frá því að hann hygðist skila heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að sóttvarnaaðgerðum innanlands. Í kjölfarið boðaði ríkisstjórnin til fundar til að ræða minnisblaðið, sem fór fram á Egilsstöðum síðdegis í gær. Fundurinn stóð yfir í um þrjár klukkustundir, enda um margt að ræða. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti svo nýjar sóttvarnaaðgerðir að loknum fundinum í gærkvöld og taka nýjar innanlandstakmarkanir gildi á miðnætti í kvöld og munu þær gilda í þrjár vikur, til miðnættis föstudaginn 13. ágúst. Takmarkanirnar fela helst í sér 200 manna samkomutakmark, eins metra nándarreglu og grímuskyldu innanhúss þar sem ekki er hægt að viðhafa metra nándarregluna. Hámarksfjöldi í verslunum verður 200 manns, líkamsræktarstöðvum og sundstöðum verður heimilt að hafa opið fyrir 75 prósent hámarksfjölda leyfilegra gesta og opnunartími veitingastaða, skemmtistaða og kráa verður til klukkan ellefu á kvöldin en síðustu gestir þurfa að yfirgefa staðinn fyrir miðnætti. Þurfum að sjá hverju aðgerðirnar skila Þórólfur segist vonast til þess að takmarkanirnar dugi til að hefta útbreiðslu veirunnar. „Þetta er nú alveg í samræmi við það. Ég lagði nú til að almenn nándarregla yrði tveir metrar en þau ákváðu einn metra. En að öðru leiti var þetta bara í samræmi við það sem ég lagði til og ég hef engar athugasemdir við það,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. „Við þurfum bara að sjá hverju þetta skilar okkur og ef þetta skilar ekki tilætluðum árangri og við förum að sjá aukningu í alvarlegum veikindum þá getur alveg komið til þess að ég komi með nýjar tillögur en við þurfum að sjá hvernig það verður,“ segir Þórólfur. Alger samstaða innan ríkisstjórnarinnar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnafundi að hann hafi gengið vel. Ítarlega hafi verið farið yfir málin og þau rædd út og inn. „Við fórum mjög ítarlega yfir tillögur sóttvarnalæknis sem bárust okkur í gærkvöldi. Við héldum ráðherranefndarfund í morgun og rétt eins og við höfum gert hingað til fylgjum við ráðleggingum hans að mestu leiti,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í gær. Málin hafi verið rædd opinskátt á fundinum. „Það hefur verið aðalsmerki þessarar ríkisstjórnar að við höfum alltaf getað rætt málin mjög opinskátt og við gerðum það svo sannarlega á þessum fundi. Auðvitað eru ólíkar spurningar og rætt ítarlega um málin en það er alger samstaða um þessa niðurstöðu,“ segir Katrín. Bjarni Benediktsson, efnahagsráðherra, tekur undir þetta „Við ræðum allar hliðar mála. Við tökum inn sjónarmið sem við teljum eiga erindi inn í umræðuna og með því erum við ekkert að grafa undan tillögum eða varpa rýrð á mikilvægi þess að fara varlega,“ sagði Bjarni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Gjörbreytt landslag hjá smitrakningarteyminu Yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna segir teymið nú vinna í allt öðru landslagi en áður; hátt bólusetningarhlutfall hafi sitt að segja. Það sé þó mikið að gera, ljóst að veiran hafi dreift sér víða og ekki búið að ná utan um faraldurinn. Í þessari bylgju hafi einn smitaður mest sent upp undir fimmtíu í sóttkví. 23. júlí 2021 15:23 Hefði þurft áfallahjálp fyrir starfsfólkið þegar skellt var í lás Eigandi Laugaáss segist verða fyrir miklu tjóni eins og aðrir veitingamenn verði samkomutakmarkanir hertar. Hann styðji aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að sporna við útbreiðslu faraldursins en þær muni koma illa við marga. 23. júlí 2021 14:00 Endurvekja bakvarðasveitina í ljósi fjölgunar smita Ákveðið hefur verið endurvekja bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar vegna fjölgunar greindra smita af Covid-19 undanfarna daga. 23. júlí 2021 12:16 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Sjá meira
Níutíu og fimm greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. 375 hafa greinst smitaðir af veirunni undanfarna viku, lang flestir bólusettir gegn veirunni. Fjórir liggja nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Eftir því sem smituðum fór fjölgandi í vikunni var blásið til upplýsingafundar almannavarna á fimmtudag þar sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir greindi frá því að hann hygðist skila heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að sóttvarnaaðgerðum innanlands. Í kjölfarið boðaði ríkisstjórnin til fundar til að ræða minnisblaðið, sem fór fram á Egilsstöðum síðdegis í gær. Fundurinn stóð yfir í um þrjár klukkustundir, enda um margt að ræða. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti svo nýjar sóttvarnaaðgerðir að loknum fundinum í gærkvöld og taka nýjar innanlandstakmarkanir gildi á miðnætti í kvöld og munu þær gilda í þrjár vikur, til miðnættis föstudaginn 13. ágúst. Takmarkanirnar fela helst í sér 200 manna samkomutakmark, eins metra nándarreglu og grímuskyldu innanhúss þar sem ekki er hægt að viðhafa metra nándarregluna. Hámarksfjöldi í verslunum verður 200 manns, líkamsræktarstöðvum og sundstöðum verður heimilt að hafa opið fyrir 75 prósent hámarksfjölda leyfilegra gesta og opnunartími veitingastaða, skemmtistaða og kráa verður til klukkan ellefu á kvöldin en síðustu gestir þurfa að yfirgefa staðinn fyrir miðnætti. Þurfum að sjá hverju aðgerðirnar skila Þórólfur segist vonast til þess að takmarkanirnar dugi til að hefta útbreiðslu veirunnar. „Þetta er nú alveg í samræmi við það. Ég lagði nú til að almenn nándarregla yrði tveir metrar en þau ákváðu einn metra. En að öðru leiti var þetta bara í samræmi við það sem ég lagði til og ég hef engar athugasemdir við það,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. „Við þurfum bara að sjá hverju þetta skilar okkur og ef þetta skilar ekki tilætluðum árangri og við förum að sjá aukningu í alvarlegum veikindum þá getur alveg komið til þess að ég komi með nýjar tillögur en við þurfum að sjá hvernig það verður,“ segir Þórólfur. Alger samstaða innan ríkisstjórnarinnar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnafundi að hann hafi gengið vel. Ítarlega hafi verið farið yfir málin og þau rædd út og inn. „Við fórum mjög ítarlega yfir tillögur sóttvarnalæknis sem bárust okkur í gærkvöldi. Við héldum ráðherranefndarfund í morgun og rétt eins og við höfum gert hingað til fylgjum við ráðleggingum hans að mestu leiti,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í gær. Málin hafi verið rædd opinskátt á fundinum. „Það hefur verið aðalsmerki þessarar ríkisstjórnar að við höfum alltaf getað rætt málin mjög opinskátt og við gerðum það svo sannarlega á þessum fundi. Auðvitað eru ólíkar spurningar og rætt ítarlega um málin en það er alger samstaða um þessa niðurstöðu,“ segir Katrín. Bjarni Benediktsson, efnahagsráðherra, tekur undir þetta „Við ræðum allar hliðar mála. Við tökum inn sjónarmið sem við teljum eiga erindi inn í umræðuna og með því erum við ekkert að grafa undan tillögum eða varpa rýrð á mikilvægi þess að fara varlega,“ sagði Bjarni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Gjörbreytt landslag hjá smitrakningarteyminu Yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna segir teymið nú vinna í allt öðru landslagi en áður; hátt bólusetningarhlutfall hafi sitt að segja. Það sé þó mikið að gera, ljóst að veiran hafi dreift sér víða og ekki búið að ná utan um faraldurinn. Í þessari bylgju hafi einn smitaður mest sent upp undir fimmtíu í sóttkví. 23. júlí 2021 15:23 Hefði þurft áfallahjálp fyrir starfsfólkið þegar skellt var í lás Eigandi Laugaáss segist verða fyrir miklu tjóni eins og aðrir veitingamenn verði samkomutakmarkanir hertar. Hann styðji aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að sporna við útbreiðslu faraldursins en þær muni koma illa við marga. 23. júlí 2021 14:00 Endurvekja bakvarðasveitina í ljósi fjölgunar smita Ákveðið hefur verið endurvekja bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar vegna fjölgunar greindra smita af Covid-19 undanfarna daga. 23. júlí 2021 12:16 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Sjá meira
Gjörbreytt landslag hjá smitrakningarteyminu Yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna segir teymið nú vinna í allt öðru landslagi en áður; hátt bólusetningarhlutfall hafi sitt að segja. Það sé þó mikið að gera, ljóst að veiran hafi dreift sér víða og ekki búið að ná utan um faraldurinn. Í þessari bylgju hafi einn smitaður mest sent upp undir fimmtíu í sóttkví. 23. júlí 2021 15:23
Hefði þurft áfallahjálp fyrir starfsfólkið þegar skellt var í lás Eigandi Laugaáss segist verða fyrir miklu tjóni eins og aðrir veitingamenn verði samkomutakmarkanir hertar. Hann styðji aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að sporna við útbreiðslu faraldursins en þær muni koma illa við marga. 23. júlí 2021 14:00
Endurvekja bakvarðasveitina í ljósi fjölgunar smita Ákveðið hefur verið endurvekja bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar vegna fjölgunar greindra smita af Covid-19 undanfarna daga. 23. júlí 2021 12:16