Katrín: Algjör samstaða um þessa niðurstöðu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júlí 2021 20:09 Katrín á Egilsstöðum eftir fundinn í kvöld. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að með nýjum hertum aðgerðum innnanland sé verið að reyna að tempra fjölgun smita hér á landi. Algjör samstaða hafi verið innan ríkisstjórnarinnar um þær aðgerðir sem farið verður í. Ríkisstjórnin ræddi tillögur sóttvarnalæknir á löngum ríkisstjórnarfundi á Egilsstöðum í dag, þar sem ákveðið var að setja á 200 manna samkomubann, eins metra fjarlægðarreglu og skerða opnunartíma veitinga- og skemmtistaða. „Hann gekk bara vel. Við fórum mjög ítarlega yfir tillögur sóttvarnarlæknis sem við fengum í gærkvöldi,“ sagði Katrín eftir fundinn en viðtal við hana má sjá í spilaranum hér að neðan. Katrín segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að fara eftir tillögum sóttvarnalæknis að mestu. „Sem snúast um það að við erum að tempra fjölgun smita. Við viljum gefa þetta andrými líka til að meta hvort þessi fjölgun smita sé að skila sér í alvarlegum veikindum. Við þurfum að leggja mat á það,“ sagði Katrín Það sem helst hafi staðið út af borðinu hafi verið það að sóttvarnalæknir lagði til tveggja metra reglu í sumum tilvikum og eins metra í öðrum. „Það var niðurstaða okkar að það væri mun skýrara og einfaldara að hafa eins metra nálægðarreglu,“ sagði Katrín. Fundurinn var sem fyrr segir í lengra lagi og aðspurð um hvort að lengd fundarins feli í sér að einhver meiningarmunur hafi verið á milli ríkisstjórnarflokkanna sagði Katrín að málin hafi einfaldlega verið rædd vel og ítarlega. „Nei, þetta er auðvitað þannig að það hefur verið aðalsmerki þessarar ríkisstjórnar að við höfum geta rætt málin mjög opinskátt og við gerðum það svo sannarlega á þessum fundi. Auðvitað eru ólíkar spurningar og rætt ítarlega um málin. Það er algjör samstaða um þessar niðurstöðu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Bjarni: Þetta er varúðarráðstöfun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þær sóttvanraraðgerðir sem taka gildi á miðnætti annað kvöld séu varúðarráðstafanir. Hann blæs á það að einhver óánægja sé innan raða Sjálfstæðismanna með hertar aðgerðir innanlands. 23. júlí 2021 20:02 Kanna hvort hægt verði að halda þjóðhátíð eftir nokkrar vikur Formaður þjóðhátíðarnefndar segir að kannaður verði möguleikinn á því að fresta þjóðhátíð um nokkrar vikur. Erfitt verði að halda hátíðina um verslunarmannahelgina innan þeirra samkomutakmarkana sem taka eiga gildi á morgun. 23. júlí 2021 19:31 Tvö hundruð mega koma saman og eins metra fjarlægðarregla Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti annað kvöld. 200 manns mega koma saman og eins metra fjarlægðarmörk verða í gildi. Hertar aðgerðir gilda til 13. ágúst. 23. júlí 2021 19:05 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Ríkisstjórnin ræddi tillögur sóttvarnalæknir á löngum ríkisstjórnarfundi á Egilsstöðum í dag, þar sem ákveðið var að setja á 200 manna samkomubann, eins metra fjarlægðarreglu og skerða opnunartíma veitinga- og skemmtistaða. „Hann gekk bara vel. Við fórum mjög ítarlega yfir tillögur sóttvarnarlæknis sem við fengum í gærkvöldi,“ sagði Katrín eftir fundinn en viðtal við hana má sjá í spilaranum hér að neðan. Katrín segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að fara eftir tillögum sóttvarnalæknis að mestu. „Sem snúast um það að við erum að tempra fjölgun smita. Við viljum gefa þetta andrými líka til að meta hvort þessi fjölgun smita sé að skila sér í alvarlegum veikindum. Við þurfum að leggja mat á það,“ sagði Katrín Það sem helst hafi staðið út af borðinu hafi verið það að sóttvarnalæknir lagði til tveggja metra reglu í sumum tilvikum og eins metra í öðrum. „Það var niðurstaða okkar að það væri mun skýrara og einfaldara að hafa eins metra nálægðarreglu,“ sagði Katrín. Fundurinn var sem fyrr segir í lengra lagi og aðspurð um hvort að lengd fundarins feli í sér að einhver meiningarmunur hafi verið á milli ríkisstjórnarflokkanna sagði Katrín að málin hafi einfaldlega verið rædd vel og ítarlega. „Nei, þetta er auðvitað þannig að það hefur verið aðalsmerki þessarar ríkisstjórnar að við höfum geta rætt málin mjög opinskátt og við gerðum það svo sannarlega á þessum fundi. Auðvitað eru ólíkar spurningar og rætt ítarlega um málin. Það er algjör samstaða um þessar niðurstöðu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Bjarni: Þetta er varúðarráðstöfun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þær sóttvanraraðgerðir sem taka gildi á miðnætti annað kvöld séu varúðarráðstafanir. Hann blæs á það að einhver óánægja sé innan raða Sjálfstæðismanna með hertar aðgerðir innanlands. 23. júlí 2021 20:02 Kanna hvort hægt verði að halda þjóðhátíð eftir nokkrar vikur Formaður þjóðhátíðarnefndar segir að kannaður verði möguleikinn á því að fresta þjóðhátíð um nokkrar vikur. Erfitt verði að halda hátíðina um verslunarmannahelgina innan þeirra samkomutakmarkana sem taka eiga gildi á morgun. 23. júlí 2021 19:31 Tvö hundruð mega koma saman og eins metra fjarlægðarregla Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti annað kvöld. 200 manns mega koma saman og eins metra fjarlægðarmörk verða í gildi. Hertar aðgerðir gilda til 13. ágúst. 23. júlí 2021 19:05 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Bjarni: Þetta er varúðarráðstöfun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þær sóttvanraraðgerðir sem taka gildi á miðnætti annað kvöld séu varúðarráðstafanir. Hann blæs á það að einhver óánægja sé innan raða Sjálfstæðismanna með hertar aðgerðir innanlands. 23. júlí 2021 20:02
Kanna hvort hægt verði að halda þjóðhátíð eftir nokkrar vikur Formaður þjóðhátíðarnefndar segir að kannaður verði möguleikinn á því að fresta þjóðhátíð um nokkrar vikur. Erfitt verði að halda hátíðina um verslunarmannahelgina innan þeirra samkomutakmarkana sem taka eiga gildi á morgun. 23. júlí 2021 19:31
Tvö hundruð mega koma saman og eins metra fjarlægðarregla Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti annað kvöld. 200 manns mega koma saman og eins metra fjarlægðarmörk verða í gildi. Hertar aðgerðir gilda til 13. ágúst. 23. júlí 2021 19:05