Framtíðin óljós hjá Elísabetu: „Ég á erfitt með að gera upp hug minn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2021 21:45 Mynd/@_OBOSDamallsv Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari kvennaliðs Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, segir yfirstandandi tímabil hafa verið bæði skemmtilegt og strembið. Hún segir óljóst hvort hún haldi störfum áfram að því loknu. Elísabet hefur verið hér á landi á meðan frí er á deildarkeppninni í Svíþjóð. Síðasta umferð kláraðist 8. júlí og keppni hefst ekki að nýju fyrr en 20. ágúst. Kristianstad, undir stjórn Elísabetar, er í fjórða sæti deildarinnar með 20 stig eftir tólf umferðir, stigi á eftir Hammarby sem er sæti ofar. „Þetta er búið að vera ótrúlega erfitt tímabil, það eru erfiðir leikir í hverri umferð, ótrúlega spennandi, en samt mjög skemmtilegt. Við ætlum ekkert að gefa eftir í baráttunni um Meistaradeildarsæti fyrir næsta ár, eitt stig er ekki neitt og við ætlum að ná því til baka.“ segir Elísabet. Markmiðið að halda í við toppliðin Elísabet segir markmiðið fyrir tímabilið hafa verið að standa í stóru liðunum tveimur, Rosengård og ríkjandi meisturum Häcken. Rosengård er með sex stiga forystu á toppnum, með 32 stig en Häcken með 26 stig í öðru sæti. „Það var alveg klárlega að vera þarna í topp þremur og reyna að kroppa í þessi lið fyrir ofan okkur; Häcken og Rosengård, þrátt fyrir að við vitum alveg að þær eru á öðru þrepi, bæði fjárhagslega og ef maður lítur á pappírana, fjöldi landsliðsmanna og svo framvegis. Þá eru þetta bara tvö lið sem eru í sérflokki. En mér finnst við hafa verið að nálgast þessi lið, við spiluðum frábæran leik á móti Rosengård, skelfilegan leik á móti Häcken síðan nokkrum vikum seinna. En við getum alveg kroppað í þessi lið og við ætlum bara að reyna það eins lengi og við getum það.“ segir Elísabet. Klippa: Elísabet um Kristianstad Miklar breytingar geti valdið róti hjá Rosengård Rosengård hefur unnið 10 af 12 leikjum sínum það sem af er tímabili og ekki tapað leik. Breytingar hafa hins vegar orðið á liðinu, þar á meðal þjálfaraskipti, auk þess sem sterkir leikmenn á við Glódísi Perlu Viggósdóttur, hafa yfirgefið félagið. Elísabet segir að liðið geti misstigið sig þegar keppni fer aftur af stað í lok ágúst. „Ég er viss um að þær muni hökta aðeins. Þær eru bæði með nýjan þjálfara og marga nýja leikmenn, þannig að það er svolítið færi að rífa stig af þeim. Þannig að ég er viss um að þær eigi eftir að missa einhver stig á meðan nýr þjálfari er að koma inn í þetta. Tækifærin eru öll til staðar, það er hálft mótið eftir.“ segir Elísabet. Framtíðin óljós Samningur Elísabetar við Kristianstad rennur út að tímabilinu loknu og segist hún óviss um framhaldið. Hún hefur verið við stjórnvölin hjá sænska liðinu í tólf ár, frá 2009, og segir einhverja möguleika vera í stöðunni. „Vá, ef ég ætti svar við þessari spurningu þá myndi ég svara henni fyrir sjálfa mig, byrja á því. Ég á erfitt með að gera upp hug minn, ég skal alveg vera hreinskilinn og segja það. Það getur vel verið að ég framlengi við Kristianstad með einhverri opnun á það að gera eitthvað annað í náinni framtíð. Ég ætla að skoða þetta vel og sjá hvað gerist, það eru ýmsir möguleikar í stöðunni.“ segir Elísabet. Viðtal Helenu Ólafsdóttur við Elísabetu má sjá í spilaranum að ofan. Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Sænski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Elísabet hefur verið hér á landi á meðan frí er á deildarkeppninni í Svíþjóð. Síðasta umferð kláraðist 8. júlí og keppni hefst ekki að nýju fyrr en 20. ágúst. Kristianstad, undir stjórn Elísabetar, er í fjórða sæti deildarinnar með 20 stig eftir tólf umferðir, stigi á eftir Hammarby sem er sæti ofar. „Þetta er búið að vera ótrúlega erfitt tímabil, það eru erfiðir leikir í hverri umferð, ótrúlega spennandi, en samt mjög skemmtilegt. Við ætlum ekkert að gefa eftir í baráttunni um Meistaradeildarsæti fyrir næsta ár, eitt stig er ekki neitt og við ætlum að ná því til baka.“ segir Elísabet. Markmiðið að halda í við toppliðin Elísabet segir markmiðið fyrir tímabilið hafa verið að standa í stóru liðunum tveimur, Rosengård og ríkjandi meisturum Häcken. Rosengård er með sex stiga forystu á toppnum, með 32 stig en Häcken með 26 stig í öðru sæti. „Það var alveg klárlega að vera þarna í topp þremur og reyna að kroppa í þessi lið fyrir ofan okkur; Häcken og Rosengård, þrátt fyrir að við vitum alveg að þær eru á öðru þrepi, bæði fjárhagslega og ef maður lítur á pappírana, fjöldi landsliðsmanna og svo framvegis. Þá eru þetta bara tvö lið sem eru í sérflokki. En mér finnst við hafa verið að nálgast þessi lið, við spiluðum frábæran leik á móti Rosengård, skelfilegan leik á móti Häcken síðan nokkrum vikum seinna. En við getum alveg kroppað í þessi lið og við ætlum bara að reyna það eins lengi og við getum það.“ segir Elísabet. Klippa: Elísabet um Kristianstad Miklar breytingar geti valdið róti hjá Rosengård Rosengård hefur unnið 10 af 12 leikjum sínum það sem af er tímabili og ekki tapað leik. Breytingar hafa hins vegar orðið á liðinu, þar á meðal þjálfaraskipti, auk þess sem sterkir leikmenn á við Glódísi Perlu Viggósdóttur, hafa yfirgefið félagið. Elísabet segir að liðið geti misstigið sig þegar keppni fer aftur af stað í lok ágúst. „Ég er viss um að þær muni hökta aðeins. Þær eru bæði með nýjan þjálfara og marga nýja leikmenn, þannig að það er svolítið færi að rífa stig af þeim. Þannig að ég er viss um að þær eigi eftir að missa einhver stig á meðan nýr þjálfari er að koma inn í þetta. Tækifærin eru öll til staðar, það er hálft mótið eftir.“ segir Elísabet. Framtíðin óljós Samningur Elísabetar við Kristianstad rennur út að tímabilinu loknu og segist hún óviss um framhaldið. Hún hefur verið við stjórnvölin hjá sænska liðinu í tólf ár, frá 2009, og segir einhverja möguleika vera í stöðunni. „Vá, ef ég ætti svar við þessari spurningu þá myndi ég svara henni fyrir sjálfa mig, byrja á því. Ég á erfitt með að gera upp hug minn, ég skal alveg vera hreinskilinn og segja það. Það getur vel verið að ég framlengi við Kristianstad með einhverri opnun á það að gera eitthvað annað í náinni framtíð. Ég ætla að skoða þetta vel og sjá hvað gerist, það eru ýmsir möguleikar í stöðunni.“ segir Elísabet. Viðtal Helenu Ólafsdóttur við Elísabetu má sjá í spilaranum að ofan. Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sænski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira