13 Reasons Why leikari kemur út sem transkona Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 23. júlí 2021 13:32 Hin 29 ára gamla Tommy Dorfman er komin út sem transkona. Hún sló í gegn í Netflix-þáttaröðinni 13 Reasons Why. Instagram/Tommy Dorfman Leikarinn Tommy Dorfman, sem vakti athygli í hlutverki Ryans Shaver í Netflix-þáttaröðinni 13 Reasons Why, er kominn út sem transkona. Dorfman kom formlega út í hjartnæmu viðtali við tímaritið Time sem kom út í gær. „Ég er að endurkynna mig sem Tommy Dorfman. Ég nota fornafnið hún. Ég er ennþá leikari, ennþá rithöfundur, ennþá skapandi og segi ennþá sögur en ég er líka kona - transkona,“ sagði hin 29 ára gamla Dorfman í viðtalinu. „Sumir tóku í gegn heimili sín í heimsfaraldrinum, aðrir skiptu um kyn,“ sagði hún og hló. Dorfman segist hafa viljað skipta um kyn í mörg ár en ekki getað það. Það hafi verið ógnvekjandi að hefja ferlið vegna þess að hún hafi rétt verið að hefja leiklistarferil sinn. „Mér líður eins og leiklistarferill minn sé rétt að byrja, því allt sem ég gerði þar til á síðasta ári, var í röngum líkama. Svo mikið af mínum leiklistarferli fór í að fela þennan hluta af sjálfri mér og síðan gæða aðrar persónur lífi. Þannig ég er spennt að fá loksins að leika konur, transkonur og konur almennt.“ Hún elskaði alltaf að leika en þoldi ekki að mæta í vinnuna og fannst það alltaf óþægilegt. Núna skilur hún hvers vegna. „Mér hefur alltaf liðið rosalega kvenlega, hvað sem það nú þýðir. Þannig mér líður ekki eins og ég þurfi að drepa gamla sjálfið mitt og rísa eins og Fönix upp úr öskunni. Ég er ekki önnur manneskja, ég tók ekki einu sinni upp annað nafn. Ég elska nafnið mitt og vil halda því. Ég vil bara gefa því nýtt líf. Ég er líka stolt af manneskjunni sem ég var og það er mikilvægt að viðurkenna hver ég hef verið hingað til.“ Dorfman deildi fréttunum einnig á Instagram-reikningi sínum í gær. „Ég er þakklát hverri einustu transmanneskju sem hefur fetað þennan veg, brotið niður hindranir og hætt lífi sínu til þess að lifa sem þær sjálfar á undan mér.“ Fjöldi fólks skildi eftir athugasemd undir færslu Dorfman henni til stuðnings, þar á meðal mótleikari hennar Brandon Flynn, Riverdale-leikkonan Lili Reinhart, transkonan Gigi Gorgeous, Modern Family-leikarinn Jessie Tyler og tískurisinn Marc Jacobs. View this post on Instagram A post shared by tommy dorfman (@tommy.dorfman) Hinsegin Málefni transfólks Hollywood Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Dorfman kom formlega út í hjartnæmu viðtali við tímaritið Time sem kom út í gær. „Ég er að endurkynna mig sem Tommy Dorfman. Ég nota fornafnið hún. Ég er ennþá leikari, ennþá rithöfundur, ennþá skapandi og segi ennþá sögur en ég er líka kona - transkona,“ sagði hin 29 ára gamla Dorfman í viðtalinu. „Sumir tóku í gegn heimili sín í heimsfaraldrinum, aðrir skiptu um kyn,“ sagði hún og hló. Dorfman segist hafa viljað skipta um kyn í mörg ár en ekki getað það. Það hafi verið ógnvekjandi að hefja ferlið vegna þess að hún hafi rétt verið að hefja leiklistarferil sinn. „Mér líður eins og leiklistarferill minn sé rétt að byrja, því allt sem ég gerði þar til á síðasta ári, var í röngum líkama. Svo mikið af mínum leiklistarferli fór í að fela þennan hluta af sjálfri mér og síðan gæða aðrar persónur lífi. Þannig ég er spennt að fá loksins að leika konur, transkonur og konur almennt.“ Hún elskaði alltaf að leika en þoldi ekki að mæta í vinnuna og fannst það alltaf óþægilegt. Núna skilur hún hvers vegna. „Mér hefur alltaf liðið rosalega kvenlega, hvað sem það nú þýðir. Þannig mér líður ekki eins og ég þurfi að drepa gamla sjálfið mitt og rísa eins og Fönix upp úr öskunni. Ég er ekki önnur manneskja, ég tók ekki einu sinni upp annað nafn. Ég elska nafnið mitt og vil halda því. Ég vil bara gefa því nýtt líf. Ég er líka stolt af manneskjunni sem ég var og það er mikilvægt að viðurkenna hver ég hef verið hingað til.“ Dorfman deildi fréttunum einnig á Instagram-reikningi sínum í gær. „Ég er þakklát hverri einustu transmanneskju sem hefur fetað þennan veg, brotið niður hindranir og hætt lífi sínu til þess að lifa sem þær sjálfar á undan mér.“ Fjöldi fólks skildi eftir athugasemd undir færslu Dorfman henni til stuðnings, þar á meðal mótleikari hennar Brandon Flynn, Riverdale-leikkonan Lili Reinhart, transkonan Gigi Gorgeous, Modern Family-leikarinn Jessie Tyler og tískurisinn Marc Jacobs. View this post on Instagram A post shared by tommy dorfman (@tommy.dorfman)
Hinsegin Málefni transfólks Hollywood Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira