13 Reasons Why leikari kemur út sem transkona Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 23. júlí 2021 13:32 Hin 29 ára gamla Tommy Dorfman er komin út sem transkona. Hún sló í gegn í Netflix-þáttaröðinni 13 Reasons Why. Instagram/Tommy Dorfman Leikarinn Tommy Dorfman, sem vakti athygli í hlutverki Ryans Shaver í Netflix-þáttaröðinni 13 Reasons Why, er kominn út sem transkona. Dorfman kom formlega út í hjartnæmu viðtali við tímaritið Time sem kom út í gær. „Ég er að endurkynna mig sem Tommy Dorfman. Ég nota fornafnið hún. Ég er ennþá leikari, ennþá rithöfundur, ennþá skapandi og segi ennþá sögur en ég er líka kona - transkona,“ sagði hin 29 ára gamla Dorfman í viðtalinu. „Sumir tóku í gegn heimili sín í heimsfaraldrinum, aðrir skiptu um kyn,“ sagði hún og hló. Dorfman segist hafa viljað skipta um kyn í mörg ár en ekki getað það. Það hafi verið ógnvekjandi að hefja ferlið vegna þess að hún hafi rétt verið að hefja leiklistarferil sinn. „Mér líður eins og leiklistarferill minn sé rétt að byrja, því allt sem ég gerði þar til á síðasta ári, var í röngum líkama. Svo mikið af mínum leiklistarferli fór í að fela þennan hluta af sjálfri mér og síðan gæða aðrar persónur lífi. Þannig ég er spennt að fá loksins að leika konur, transkonur og konur almennt.“ Hún elskaði alltaf að leika en þoldi ekki að mæta í vinnuna og fannst það alltaf óþægilegt. Núna skilur hún hvers vegna. „Mér hefur alltaf liðið rosalega kvenlega, hvað sem það nú þýðir. Þannig mér líður ekki eins og ég þurfi að drepa gamla sjálfið mitt og rísa eins og Fönix upp úr öskunni. Ég er ekki önnur manneskja, ég tók ekki einu sinni upp annað nafn. Ég elska nafnið mitt og vil halda því. Ég vil bara gefa því nýtt líf. Ég er líka stolt af manneskjunni sem ég var og það er mikilvægt að viðurkenna hver ég hef verið hingað til.“ Dorfman deildi fréttunum einnig á Instagram-reikningi sínum í gær. „Ég er þakklát hverri einustu transmanneskju sem hefur fetað þennan veg, brotið niður hindranir og hætt lífi sínu til þess að lifa sem þær sjálfar á undan mér.“ Fjöldi fólks skildi eftir athugasemd undir færslu Dorfman henni til stuðnings, þar á meðal mótleikari hennar Brandon Flynn, Riverdale-leikkonan Lili Reinhart, transkonan Gigi Gorgeous, Modern Family-leikarinn Jessie Tyler og tískurisinn Marc Jacobs. View this post on Instagram A post shared by tommy dorfman (@tommy.dorfman) Hinsegin Málefni transfólks Hollywood Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Dorfman kom formlega út í hjartnæmu viðtali við tímaritið Time sem kom út í gær. „Ég er að endurkynna mig sem Tommy Dorfman. Ég nota fornafnið hún. Ég er ennþá leikari, ennþá rithöfundur, ennþá skapandi og segi ennþá sögur en ég er líka kona - transkona,“ sagði hin 29 ára gamla Dorfman í viðtalinu. „Sumir tóku í gegn heimili sín í heimsfaraldrinum, aðrir skiptu um kyn,“ sagði hún og hló. Dorfman segist hafa viljað skipta um kyn í mörg ár en ekki getað það. Það hafi verið ógnvekjandi að hefja ferlið vegna þess að hún hafi rétt verið að hefja leiklistarferil sinn. „Mér líður eins og leiklistarferill minn sé rétt að byrja, því allt sem ég gerði þar til á síðasta ári, var í röngum líkama. Svo mikið af mínum leiklistarferli fór í að fela þennan hluta af sjálfri mér og síðan gæða aðrar persónur lífi. Þannig ég er spennt að fá loksins að leika konur, transkonur og konur almennt.“ Hún elskaði alltaf að leika en þoldi ekki að mæta í vinnuna og fannst það alltaf óþægilegt. Núna skilur hún hvers vegna. „Mér hefur alltaf liðið rosalega kvenlega, hvað sem það nú þýðir. Þannig mér líður ekki eins og ég þurfi að drepa gamla sjálfið mitt og rísa eins og Fönix upp úr öskunni. Ég er ekki önnur manneskja, ég tók ekki einu sinni upp annað nafn. Ég elska nafnið mitt og vil halda því. Ég vil bara gefa því nýtt líf. Ég er líka stolt af manneskjunni sem ég var og það er mikilvægt að viðurkenna hver ég hef verið hingað til.“ Dorfman deildi fréttunum einnig á Instagram-reikningi sínum í gær. „Ég er þakklát hverri einustu transmanneskju sem hefur fetað þennan veg, brotið niður hindranir og hætt lífi sínu til þess að lifa sem þær sjálfar á undan mér.“ Fjöldi fólks skildi eftir athugasemd undir færslu Dorfman henni til stuðnings, þar á meðal mótleikari hennar Brandon Flynn, Riverdale-leikkonan Lili Reinhart, transkonan Gigi Gorgeous, Modern Family-leikarinn Jessie Tyler og tískurisinn Marc Jacobs. View this post on Instagram A post shared by tommy dorfman (@tommy.dorfman)
Hinsegin Málefni transfólks Hollywood Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira