Bassi Maraj gefur út lag Hinsegin daga 2021 Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 23. júlí 2021 09:37 Hinn fjörugi tónlistarmaður Bassi Maraj gefur út lag Hinsegin daga í ár. Þorgeir Ólafs Raunveruleikaþáttastjarnan og tónlistarmaðurinn Bassi Maraj gaf út lagið PRIDE í dag og er um að ræða lag Hinsegin daga í ár. Hinsegin dagar fara fram dagana 3.-8. ágúst og standa fyrir hinni vinsælu Gleðigöngu. PRIDE er skemmtilegt og fjörugt popplag sem ber boðskap um að vera maður sjálfur og fagna fjölbreytileikanum í hvaða mynd sem hann tekur á sig. Lagið er búið til í samstarfi við Martein Hjartarson, betur þekktur sem BNGR Boy en þeir hafa unnið hörðum höndum í hljóðverinu undanfarnar vikur. Hér að neðan má hlusta á lagið. Kom út úr skápnum í skiptum fyrir munntóbak Bassi sló í gegn í þáttunum Æði sem sýndir hafa verið á Stöð 2. Þar fylgdust áhorfendur með lífi hins fjöruga þríeykis, Patreks Jamie, Binna Glee og Bassa Maraj. Í þáttunum mátti fylgjast með Bassa taka sín fyrstu skref sem tónlistarmaður. Úr varð hans fyrsta lag sem bar einfaldlega titilinn Bassi Maraj og sló rækilega í gegn. Sjálfur er Bassi samkynhneigður og stendur Gleðigangan honum því nærri. Ísland í dag ræddi við Bassa fyrr á árinu þar sagði frá því þegar hann kom út úr skápnum. „Ég kem út úr skápnum þegar ég var sextán ára eða í fyrsta bekk í menntaskóla. Það var út af því að mamma mín var að berja á hurðina hjá mér og öskra, þér mun líða betur ef þú kemur út úr skápnum. Ég gerði bara samning við hana ef hún myndi kaupa handa mér dollu í hverri viku þá myndi ég gera það,“ segir Bassi en þar á hann við dollu af munntóbaki. „Hún stóð alveg við það í þrjár vikur.“ Hér að neðan má horfa á Ísland í dag þáttinn í heild sinni. Tónlist Hinsegin Tengdar fréttir Bassi Maraj hellir sér yfir Bjarna Benediktsson Kosningabaráttan er hafin sem þýðir að frambjóðendur lenda í óvæntum ævintýrum. Formaður Sjálfstæðisflokksins lenti óvænt í hárblásaranum hjá helsta nýstirni Íslands. 26. mars 2021 14:29 Bassi Maraj slær öll met á Spotify og er rétt að byrja Raunveruleikastjarnan og nú tónlistarmaðurinn Bassi Maraj hefur vægast sagt slegið í gegn undanfarin misseri. Nýtt lag hans, sem kom út í gær, fór beint í efsta sæti íslenska vinsældalistans á Spotify og segist Bassi binda vonir við að lagið verði vinsælt á klúbbnum í sumar. „Ef hann einhvern tímann opnar.“ 20. mars 2021 21:51 Fyrsta lag Bassa komið út Bassi Maraj skaust upp á stjörnuhimininn með framkomu sinni í raunveruleikaþáttunum Æði ásamt félögum sínum Patrek Jaime og Binna Glee. 19. mars 2021 11:31 Náði ekki að kveðja föður sinn Á dögunum fékk Ísland í dag að fylgjast með venjulegum degi í lífi raunveruleikastjörnunnar Patreks Jaime sem slegið hefur í gegn í þáttunum Æði á Stöð2+. 8. mars 2021 10:30 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
PRIDE er skemmtilegt og fjörugt popplag sem ber boðskap um að vera maður sjálfur og fagna fjölbreytileikanum í hvaða mynd sem hann tekur á sig. Lagið er búið til í samstarfi við Martein Hjartarson, betur þekktur sem BNGR Boy en þeir hafa unnið hörðum höndum í hljóðverinu undanfarnar vikur. Hér að neðan má hlusta á lagið. Kom út úr skápnum í skiptum fyrir munntóbak Bassi sló í gegn í þáttunum Æði sem sýndir hafa verið á Stöð 2. Þar fylgdust áhorfendur með lífi hins fjöruga þríeykis, Patreks Jamie, Binna Glee og Bassa Maraj. Í þáttunum mátti fylgjast með Bassa taka sín fyrstu skref sem tónlistarmaður. Úr varð hans fyrsta lag sem bar einfaldlega titilinn Bassi Maraj og sló rækilega í gegn. Sjálfur er Bassi samkynhneigður og stendur Gleðigangan honum því nærri. Ísland í dag ræddi við Bassa fyrr á árinu þar sagði frá því þegar hann kom út úr skápnum. „Ég kem út úr skápnum þegar ég var sextán ára eða í fyrsta bekk í menntaskóla. Það var út af því að mamma mín var að berja á hurðina hjá mér og öskra, þér mun líða betur ef þú kemur út úr skápnum. Ég gerði bara samning við hana ef hún myndi kaupa handa mér dollu í hverri viku þá myndi ég gera það,“ segir Bassi en þar á hann við dollu af munntóbaki. „Hún stóð alveg við það í þrjár vikur.“ Hér að neðan má horfa á Ísland í dag þáttinn í heild sinni.
Tónlist Hinsegin Tengdar fréttir Bassi Maraj hellir sér yfir Bjarna Benediktsson Kosningabaráttan er hafin sem þýðir að frambjóðendur lenda í óvæntum ævintýrum. Formaður Sjálfstæðisflokksins lenti óvænt í hárblásaranum hjá helsta nýstirni Íslands. 26. mars 2021 14:29 Bassi Maraj slær öll met á Spotify og er rétt að byrja Raunveruleikastjarnan og nú tónlistarmaðurinn Bassi Maraj hefur vægast sagt slegið í gegn undanfarin misseri. Nýtt lag hans, sem kom út í gær, fór beint í efsta sæti íslenska vinsældalistans á Spotify og segist Bassi binda vonir við að lagið verði vinsælt á klúbbnum í sumar. „Ef hann einhvern tímann opnar.“ 20. mars 2021 21:51 Fyrsta lag Bassa komið út Bassi Maraj skaust upp á stjörnuhimininn með framkomu sinni í raunveruleikaþáttunum Æði ásamt félögum sínum Patrek Jaime og Binna Glee. 19. mars 2021 11:31 Náði ekki að kveðja föður sinn Á dögunum fékk Ísland í dag að fylgjast með venjulegum degi í lífi raunveruleikastjörnunnar Patreks Jaime sem slegið hefur í gegn í þáttunum Æði á Stöð2+. 8. mars 2021 10:30 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Bassi Maraj hellir sér yfir Bjarna Benediktsson Kosningabaráttan er hafin sem þýðir að frambjóðendur lenda í óvæntum ævintýrum. Formaður Sjálfstæðisflokksins lenti óvænt í hárblásaranum hjá helsta nýstirni Íslands. 26. mars 2021 14:29
Bassi Maraj slær öll met á Spotify og er rétt að byrja Raunveruleikastjarnan og nú tónlistarmaðurinn Bassi Maraj hefur vægast sagt slegið í gegn undanfarin misseri. Nýtt lag hans, sem kom út í gær, fór beint í efsta sæti íslenska vinsældalistans á Spotify og segist Bassi binda vonir við að lagið verði vinsælt á klúbbnum í sumar. „Ef hann einhvern tímann opnar.“ 20. mars 2021 21:51
Fyrsta lag Bassa komið út Bassi Maraj skaust upp á stjörnuhimininn með framkomu sinni í raunveruleikaþáttunum Æði ásamt félögum sínum Patrek Jaime og Binna Glee. 19. mars 2021 11:31
Náði ekki að kveðja föður sinn Á dögunum fékk Ísland í dag að fylgjast með venjulegum degi í lífi raunveruleikastjörnunnar Patreks Jaime sem slegið hefur í gegn í þáttunum Æði á Stöð2+. 8. mars 2021 10:30