Leggur til takmarkanir innanlands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júlí 2021 11:14 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir rannsóknir benda til að bólusettir smiti frá sér í minna mæli en aðrir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalækir mun senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum að auknum takmörkunum hér innanlands í dag. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna. Þórólfur segist ekki tilbúinn að ræða þær tillögur að sóttvarnaaðgerðum sem hann ætli að leggja til fyrr en ráðherrar hafi rætt þær. Íslendingar viti þó hvaða aðgerðir hafi virkað best hingað til og eðlilegt sé að nýta sér þá reynslu. „Persónubundnar sóttvarnir eru enn lykilinn í baráttunni við Covid-19 en þegar þær duga ekki til eins og við sjáum núna þurfa samfélagslegar aðgerðir einnig að koma ti sögunnar.“ „Ég held að það sé ljóst að eftir að slakað var á landamærum um síðustu mánaðamót hafa margir komið hingað inn með veiruna sem hefur hrundið af stað víðtækri útbreiðslu innanlands. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að fólk sé með vottorð á landamærum um bólusetningu eða vottorð um fyrri sýkingu,“ segir Þórólfur. Hann segir að þrátt fyrir mikla þátttöku í bólusetningum innanlands hafi veiran dreift mjög hratt úr sér. „Það bendir til þess að virkni bóluefnisins gegn smiti með Delta-afbrigðinu sé minni en vonast var til,“ segir Þórólfur. Sjá vísi að alvarlegri veikindum Það sem ekki sé ljóst á þessari stundu sé hvort smitin leiði til alvarlegra veikinda og að óvissan sé mest hvað varði eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Hann segir að yfirvofandi sé að þeir sjúklingar sem eru í eftirliti á Covid-göngudeildinni séu að komast yfir á alvarlegra stig veikinda. „Þetta er fólk sem er heilbrigt í flestum tilfellum þannig að við vitum ekki hvað gerist þegar fólk með undirliggjandi vandamál og viðkvæmt fólk fer að fá í sig smit þrátt fyrir bólusetningu. Við erum líka að fá upplýsingar erlendis frá að spítalainnlagnir eru að aukast,“ segir Þórólfur. Það megi til dæmis sjá í Ísrael. „Þannig að við erum að fara inn í svona óvissu og það er að mínu mati skynsamlegra að grípa hart inn í og reyna að koma í veg fyrir þessi smit núna frekar en að bíða eftir að við fáum einhvern faraldur innlagna og þá er bara of seint í rassinn gripið til til að til að stoppa faraldurinn,“ segir Þórólfur. „Ég held að það sé skynsamlegri nálgun heldur en að láta þetta ganga yfir sig og ætla að grípa inn í síðar meir.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 78 greindust innanlands í gær Í gær greindust 78 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 52 fullbólusettir og fimm hálfbólusettir. 59 voru utan sóttkvíar við greiningu. 22. júlí 2021 10:41 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Þórólfur segist ekki tilbúinn að ræða þær tillögur að sóttvarnaaðgerðum sem hann ætli að leggja til fyrr en ráðherrar hafi rætt þær. Íslendingar viti þó hvaða aðgerðir hafi virkað best hingað til og eðlilegt sé að nýta sér þá reynslu. „Persónubundnar sóttvarnir eru enn lykilinn í baráttunni við Covid-19 en þegar þær duga ekki til eins og við sjáum núna þurfa samfélagslegar aðgerðir einnig að koma ti sögunnar.“ „Ég held að það sé ljóst að eftir að slakað var á landamærum um síðustu mánaðamót hafa margir komið hingað inn með veiruna sem hefur hrundið af stað víðtækri útbreiðslu innanlands. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að fólk sé með vottorð á landamærum um bólusetningu eða vottorð um fyrri sýkingu,“ segir Þórólfur. Hann segir að þrátt fyrir mikla þátttöku í bólusetningum innanlands hafi veiran dreift mjög hratt úr sér. „Það bendir til þess að virkni bóluefnisins gegn smiti með Delta-afbrigðinu sé minni en vonast var til,“ segir Þórólfur. Sjá vísi að alvarlegri veikindum Það sem ekki sé ljóst á þessari stundu sé hvort smitin leiði til alvarlegra veikinda og að óvissan sé mest hvað varði eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Hann segir að yfirvofandi sé að þeir sjúklingar sem eru í eftirliti á Covid-göngudeildinni séu að komast yfir á alvarlegra stig veikinda. „Þetta er fólk sem er heilbrigt í flestum tilfellum þannig að við vitum ekki hvað gerist þegar fólk með undirliggjandi vandamál og viðkvæmt fólk fer að fá í sig smit þrátt fyrir bólusetningu. Við erum líka að fá upplýsingar erlendis frá að spítalainnlagnir eru að aukast,“ segir Þórólfur. Það megi til dæmis sjá í Ísrael. „Þannig að við erum að fara inn í svona óvissu og það er að mínu mati skynsamlegra að grípa hart inn í og reyna að koma í veg fyrir þessi smit núna frekar en að bíða eftir að við fáum einhvern faraldur innlagna og þá er bara of seint í rassinn gripið til til að til að stoppa faraldurinn,“ segir Þórólfur. „Ég held að það sé skynsamlegri nálgun heldur en að láta þetta ganga yfir sig og ætla að grípa inn í síðar meir.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 78 greindust innanlands í gær Í gær greindust 78 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 52 fullbólusettir og fimm hálfbólusettir. 59 voru utan sóttkvíar við greiningu. 22. júlí 2021 10:41 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
78 greindust innanlands í gær Í gær greindust 78 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 52 fullbólusettir og fimm hálfbólusettir. 59 voru utan sóttkvíar við greiningu. 22. júlí 2021 10:41