Smituðum gæti fjölgað töluvert eftir daginn í dag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. júlí 2021 19:42 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, býst jafn vel við töluverðri fjölgun á smituðum einstaklingum eftir daginn í dag. Hann segir að ef ákveðið verði að grípa til hertra aðgerða innanlands til að stemma í stigu við þeirri bylgju sem nú er farin af stað sé betra að gera það sem fyrst. 56 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þar af voru 43 fullbólusettir og 38 utan sóttkvíar. 223 eru nú í einangrun á landinu og 538 í sóttkví. Mikið hefur verið að gera í sýnatöku hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni, að um 3.500 sýni hafi verið tekin í dag, þar af um 2.500 einkennasýni. Víðir segir ljóst að þróunin sem verið hefur síðustu daga í aukningu á fjölda smitaðra muni halda áfram. „Það er töluvert mikið af smitum að koma inn í dag. Það hefur verið mjög mikið að gera í smitrakningunni og við sjáum það síðustu daga að við höfum fengið mjög mikið inn seinnipartinn og á kvöldin og það virðist ætla að halda áfram þannig,“ sagði Víðir í beinni útsendingu í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Aðspurður um hvort að aukning yrði á fjölda smitaðra sagði Víðir það vera ljóst nú þegar. Hversu mikið stökkið yrði myndi koma í ljós þegar búið væri að greina öll sýni, sem gæti tekið dágóða stund. Þannig hafi sum af þeim smitum sem greint var frá í dag verið að detta inn fram á nótt. Aðspurður um hvort aukningin gæti orðið töluverð var svarið stutt og laggott: „Já, gæti verið það.“ Már Kristjánsson, formaður farsóttanefndar Landspítala og yfirlæknir smitsjúkdómadeildar, kallaði eftir því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að aðgerðir yrðu hertar innanlands. Lagði hann til grímuskyldu og að skemmtanahald yrði takmarkað. Sagði hann róðurinn á Landspítalanum vera að þyngjast. Aðspurður um hvort ekki þyrfti að herða aðgerðir innanlands sagði Víðir að nú væri ekki endilega verið að einblína á fjölda smita heldur alvarleikann. Það tæki þó sinn tíma til að sjá hvernig þróunin verður hjá þeim sem hafa smitast. „Menn geta veikst illa en ef að smitum fjölgar svona hratt eins og er að gerast þá stækkar hópurinn sem getur orðið veikur. Við sjáum það líka úr fyrri bylgjunum að það tekur viku, jafnvel tíu daga fyrir þá að fá alvarleg einkenni sem smitast,“ sagði Víðir. Skynsamlegt væri að bregðast hratt væri ætlunin að gera eitthvað en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir liggur nú undir feldi til að meta hvort þörf sé á hertari aðgerðum. „Ef við ætlum að gera eitthvað, því fyrr sem eitthvað er gert því fyrr náum við að koma böndum á þetta. Við vitum alveg hvað þarf að gera. Það kunna þetta allir,“ sagði Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fullbólusettir, lítið útsettir en smita allt að sex manns Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítala segir það koma sér mjög á óvart hversu margir smitist nú af kórónuveirunni. Hann telur að herða þurfi innanlandsaðgerðir fljótt. Varúðarráðstafanir voru hertar enn frekar á Landspítala í dag og starfsmenn beðnir að halda sér innan svokallaðrar sumarkúlu. 21. júlí 2021 18:31 Hvetur starfsfólk Landspítalans til að búa til sumarkúlu Farsóttarnefnd Landspítalans beinir þeim tilmælum til starfsfólks að það gæti sín vel í samfélaginu nú þegar kórónuveirusmitum fer fjölgandi. Þannig er það hvatt til þess að búa til eins konar sumarkúlu með sínum nánustu. 21. júlí 2021 17:36 „Væri voða sárt að þurfa að aflýsa gleðigöngunni tvö ár í röð“ Formaður Hinsegin daga segir óþægilegt að vera kominn í sömu stöðu og í fyrra vegna faraldurs kórónuveirunnar. Óvíst er hvort gripið verði til aðgerða innanlands til að stemma stigu við faraldurinn 21. júlí 2021 16:01 Flestir smitaðra tengjast Bankastræti club og EM-ferð til London Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af stöðu kórónuveirufaraldursins. Hann íhugar innanlandsaðgerðir en bindur vonir við að þær myndu standa stutt yfir. Flestir smituðu undanfarna daga tengjast skemmtistaðnum Bankastræti club og utanlandsferð til London. 21. júlí 2021 12:07 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
56 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þar af voru 43 fullbólusettir og 38 utan sóttkvíar. 223 eru nú í einangrun á landinu og 538 í sóttkví. Mikið hefur verið að gera í sýnatöku hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni, að um 3.500 sýni hafi verið tekin í dag, þar af um 2.500 einkennasýni. Víðir segir ljóst að þróunin sem verið hefur síðustu daga í aukningu á fjölda smitaðra muni halda áfram. „Það er töluvert mikið af smitum að koma inn í dag. Það hefur verið mjög mikið að gera í smitrakningunni og við sjáum það síðustu daga að við höfum fengið mjög mikið inn seinnipartinn og á kvöldin og það virðist ætla að halda áfram þannig,“ sagði Víðir í beinni útsendingu í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Aðspurður um hvort að aukning yrði á fjölda smitaðra sagði Víðir það vera ljóst nú þegar. Hversu mikið stökkið yrði myndi koma í ljós þegar búið væri að greina öll sýni, sem gæti tekið dágóða stund. Þannig hafi sum af þeim smitum sem greint var frá í dag verið að detta inn fram á nótt. Aðspurður um hvort aukningin gæti orðið töluverð var svarið stutt og laggott: „Já, gæti verið það.“ Már Kristjánsson, formaður farsóttanefndar Landspítala og yfirlæknir smitsjúkdómadeildar, kallaði eftir því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að aðgerðir yrðu hertar innanlands. Lagði hann til grímuskyldu og að skemmtanahald yrði takmarkað. Sagði hann róðurinn á Landspítalanum vera að þyngjast. Aðspurður um hvort ekki þyrfti að herða aðgerðir innanlands sagði Víðir að nú væri ekki endilega verið að einblína á fjölda smita heldur alvarleikann. Það tæki þó sinn tíma til að sjá hvernig þróunin verður hjá þeim sem hafa smitast. „Menn geta veikst illa en ef að smitum fjölgar svona hratt eins og er að gerast þá stækkar hópurinn sem getur orðið veikur. Við sjáum það líka úr fyrri bylgjunum að það tekur viku, jafnvel tíu daga fyrir þá að fá alvarleg einkenni sem smitast,“ sagði Víðir. Skynsamlegt væri að bregðast hratt væri ætlunin að gera eitthvað en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir liggur nú undir feldi til að meta hvort þörf sé á hertari aðgerðum. „Ef við ætlum að gera eitthvað, því fyrr sem eitthvað er gert því fyrr náum við að koma böndum á þetta. Við vitum alveg hvað þarf að gera. Það kunna þetta allir,“ sagði Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fullbólusettir, lítið útsettir en smita allt að sex manns Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítala segir það koma sér mjög á óvart hversu margir smitist nú af kórónuveirunni. Hann telur að herða þurfi innanlandsaðgerðir fljótt. Varúðarráðstafanir voru hertar enn frekar á Landspítala í dag og starfsmenn beðnir að halda sér innan svokallaðrar sumarkúlu. 21. júlí 2021 18:31 Hvetur starfsfólk Landspítalans til að búa til sumarkúlu Farsóttarnefnd Landspítalans beinir þeim tilmælum til starfsfólks að það gæti sín vel í samfélaginu nú þegar kórónuveirusmitum fer fjölgandi. Þannig er það hvatt til þess að búa til eins konar sumarkúlu með sínum nánustu. 21. júlí 2021 17:36 „Væri voða sárt að þurfa að aflýsa gleðigöngunni tvö ár í röð“ Formaður Hinsegin daga segir óþægilegt að vera kominn í sömu stöðu og í fyrra vegna faraldurs kórónuveirunnar. Óvíst er hvort gripið verði til aðgerða innanlands til að stemma stigu við faraldurinn 21. júlí 2021 16:01 Flestir smitaðra tengjast Bankastræti club og EM-ferð til London Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af stöðu kórónuveirufaraldursins. Hann íhugar innanlandsaðgerðir en bindur vonir við að þær myndu standa stutt yfir. Flestir smituðu undanfarna daga tengjast skemmtistaðnum Bankastræti club og utanlandsferð til London. 21. júlí 2021 12:07 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Fullbólusettir, lítið útsettir en smita allt að sex manns Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítala segir það koma sér mjög á óvart hversu margir smitist nú af kórónuveirunni. Hann telur að herða þurfi innanlandsaðgerðir fljótt. Varúðarráðstafanir voru hertar enn frekar á Landspítala í dag og starfsmenn beðnir að halda sér innan svokallaðrar sumarkúlu. 21. júlí 2021 18:31
Hvetur starfsfólk Landspítalans til að búa til sumarkúlu Farsóttarnefnd Landspítalans beinir þeim tilmælum til starfsfólks að það gæti sín vel í samfélaginu nú þegar kórónuveirusmitum fer fjölgandi. Þannig er það hvatt til þess að búa til eins konar sumarkúlu með sínum nánustu. 21. júlí 2021 17:36
„Væri voða sárt að þurfa að aflýsa gleðigöngunni tvö ár í röð“ Formaður Hinsegin daga segir óþægilegt að vera kominn í sömu stöðu og í fyrra vegna faraldurs kórónuveirunnar. Óvíst er hvort gripið verði til aðgerða innanlands til að stemma stigu við faraldurinn 21. júlí 2021 16:01
Flestir smitaðra tengjast Bankastræti club og EM-ferð til London Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af stöðu kórónuveirufaraldursins. Hann íhugar innanlandsaðgerðir en bindur vonir við að þær myndu standa stutt yfir. Flestir smituðu undanfarna daga tengjast skemmtistaðnum Bankastræti club og utanlandsferð til London. 21. júlí 2021 12:07