Skoraði þrennu í sjö marka tapi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2021 14:00 Barbra Banda átti frábæran leik í sjö marka tapi Sambíu í kvöld. Pablo Morano/Getty Images Barbra Banda mun seint gleyma leik Sambíu og Hollands á Ólympíuleikunum í knattspyrnu sem fram fór í dag. Hún skoraði öll þrjú mörk Sambíu í 3-10 tapi. Þá skoraði Christine Sinclair sitt 187. landsliðsmark í 300. leiknum sínum fyrir Kanada. Ólympíuleikarnir byrja með látum ef horft er til knattspyrnuhluta leikanna. Fyrr í dag vann Svíþjóð frækinn sigur á Bandaríkjunum en þær síðarnefndu höfðu ekki tapað í 44 leikjum í röð fram að leik dagsins. Lokatölur þar 3-0 en á sama tíma vann Bretland 2-0 sigur á Síle og Brasilía vann 5-0 stórsigur á Kína. Nú eftir hádegi lauk þremur leikjum þar sem Barbra Banda, framherji Sambíu, stal senunni með þrennu gegn Hollandi er liðin mættust í F-riðli. Eini gallinn er að Holland skoraði tíu mörk, þar af gerði stórstjarnan Vivianne Miedema fernu. Miedema kom Hollandi yfir á 9. mínútu og fimm mínútum síðar tvöfaldaði Lieke Martens forystuna. Staðan var orðin 3-0 eftir stundarfjórðung en Banda minnkaði muninn á 19. mínútu. Í kjölfarið liðu tíu mínútur áður en Miedema skoraði sitt þriðja mark í leiknum og kom Hollandi 4-1 yfir. Hattrick-hero #ZAMNED #Tokyo2020 pic.twitter.com/uFiBbtlj98— OranjeLeeuwinnen (@oranjevrouwen) July 21, 2021 Martens bætti við öðru marki sínu og fimmta marki Hollands áður en Shanice van de Sanden kom Hollandi í 6-1 undir lok fyrri hálfleiks. Miedema skoraði fjórða mark sitt sem og þær Jill Roord, Lineth Beerensteyn og Victoria Pelova bættu við mörkum áður en Banda skoraði tvívegis á tveimur mínútum undir lok leiks. Lokatölur því 10-3 í hreint út sagt ótrúlegum fótboltaleik. Banda varð þar með fyrsta konan frá Afríku til að skora þrennu á Ólympíuleikunum. History for Barbra Banda. The first female African player to score three goals at the @Olympics.The previous best was two goals, set by Mercy Akide for Nigeria in 2000. https://t.co/qnGpD2t9iZ— Craig Hadley (@craighadlee) July 21, 2021 Veislan var ekki búin þar en leikur Sambíu og Hollands stendur upp úr fyrir margar sakir. Barbra Banda, 21 árs framherji Sambíu og Shanghai Shengli í Kína, gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu. Gallinn er að Holland skoraði tíu mörk í leiknum. Hin 38 ára gamla Christine Sinclair hélt upp á 300. landsleik sinn fyrir Kanada með því að skora eina mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Japan. Christine Sinclair scores her 187th international goal on her 300th appearance for Canada! pic.twitter.com/jWPpyWFyqE— B/R Football (@brfootball) July 21, 2021 Var þetta 187. landsliðsmark Sinclair á ferlinum. Sinclar er aðeins fjórði leikmaður sögunnar til að spila yfir 300 A-landsleiki fyrir þjóð sína. Að lokum vann Ástralía 2-1 sigur á nágrönnum sínum í Nýja-Sjálandi. Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Sjá meira
Ólympíuleikarnir byrja með látum ef horft er til knattspyrnuhluta leikanna. Fyrr í dag vann Svíþjóð frækinn sigur á Bandaríkjunum en þær síðarnefndu höfðu ekki tapað í 44 leikjum í röð fram að leik dagsins. Lokatölur þar 3-0 en á sama tíma vann Bretland 2-0 sigur á Síle og Brasilía vann 5-0 stórsigur á Kína. Nú eftir hádegi lauk þremur leikjum þar sem Barbra Banda, framherji Sambíu, stal senunni með þrennu gegn Hollandi er liðin mættust í F-riðli. Eini gallinn er að Holland skoraði tíu mörk, þar af gerði stórstjarnan Vivianne Miedema fernu. Miedema kom Hollandi yfir á 9. mínútu og fimm mínútum síðar tvöfaldaði Lieke Martens forystuna. Staðan var orðin 3-0 eftir stundarfjórðung en Banda minnkaði muninn á 19. mínútu. Í kjölfarið liðu tíu mínútur áður en Miedema skoraði sitt þriðja mark í leiknum og kom Hollandi 4-1 yfir. Hattrick-hero #ZAMNED #Tokyo2020 pic.twitter.com/uFiBbtlj98— OranjeLeeuwinnen (@oranjevrouwen) July 21, 2021 Martens bætti við öðru marki sínu og fimmta marki Hollands áður en Shanice van de Sanden kom Hollandi í 6-1 undir lok fyrri hálfleiks. Miedema skoraði fjórða mark sitt sem og þær Jill Roord, Lineth Beerensteyn og Victoria Pelova bættu við mörkum áður en Banda skoraði tvívegis á tveimur mínútum undir lok leiks. Lokatölur því 10-3 í hreint út sagt ótrúlegum fótboltaleik. Banda varð þar með fyrsta konan frá Afríku til að skora þrennu á Ólympíuleikunum. History for Barbra Banda. The first female African player to score three goals at the @Olympics.The previous best was two goals, set by Mercy Akide for Nigeria in 2000. https://t.co/qnGpD2t9iZ— Craig Hadley (@craighadlee) July 21, 2021 Veislan var ekki búin þar en leikur Sambíu og Hollands stendur upp úr fyrir margar sakir. Barbra Banda, 21 árs framherji Sambíu og Shanghai Shengli í Kína, gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu. Gallinn er að Holland skoraði tíu mörk í leiknum. Hin 38 ára gamla Christine Sinclair hélt upp á 300. landsleik sinn fyrir Kanada með því að skora eina mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Japan. Christine Sinclair scores her 187th international goal on her 300th appearance for Canada! pic.twitter.com/jWPpyWFyqE— B/R Football (@brfootball) July 21, 2021 Var þetta 187. landsliðsmark Sinclair á ferlinum. Sinclar er aðeins fjórði leikmaður sögunnar til að spila yfir 300 A-landsleiki fyrir þjóð sína. Að lokum vann Ástralía 2-1 sigur á nágrönnum sínum í Nýja-Sjálandi.
Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Sjá meira