Milwaukee Bucks NBA-meistari í fyrsta sinn í 50 ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2021 07:31 Milwaukee Bucks er NBA-meistari 2021. @Bucks Milwaukee Bucks er NBA-meistari í körfubolta eftir sjö stiga sigur á Phoenix Suns í nótt, lokatölur 105-98. Eftir að hafa lent 0-2 undir í einvíginu var Milwaukee 3-2 yfir fyrir leik næturinnar og ljóst að sigur myndi tryggja Bucks sinn annan NBA-meistaratitil í sögu félagsins. Sigurinn vannst þökk sé ótrúlegri frammistöðu Giannis Antetokounmpo. Milwaukee náði góðu forskoti strax í fyrsta leikhluta en leikhlutarnir tveir voru einkar kaflaskiptir. Eftir hörmungarbyrjun þá stigu Devin Booker, Chris Paul og félagar í Suns upp og náðu forystunni áður en fyrri hálfleikur var úti, staðan þá 48-42 Phoenix í vil. Í þriðja leikhluta steig Giannis upp en hann skoraði 20 stig í þriðja leikhluta og spennan var gífurleg fyrir síðasta fjórðung leiksins. Sá var spennandi allt til loka en þegar 57 sekúndur lifðu leiks setti Khris Middleton niður gríðarlega mikilvægt skot sem kom Milwaukee sex stigum yfir, staðan 102-96 og nokkuð ljóst í hvað stefndi. Suns tókst ekki að snúa leiknum við og Bucks unnu sinn fyrsta NBA-meistaratitil í 50 ár en liðið varð síðast meistari árið 1971. Giannis Antetokounmpo átti hreint út sagt ótrúlegan leik í nótt en hann skoraði 50 stig, tók 14 fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Khris Middleton var skoraði 17 stig, Bobby Portis 16 og Jrue Holiday var einu frákasti frá tvöfaldri þrennu, hann skoraði 12 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Hjá Suns var Chris Paul stigahæstur með 26 stig. Devin Booker skoraði aðeins 19 stig og Jae Crowder skoraði 15 stig ásamt því að taka 13 fráköst. "Wisconsin, we've got a room at the top of the world tonight!" The @Bucks radio call as the franchise captures its first championship in 50 years! pic.twitter.com/Y5yE67bTqj— NBA (@NBA) July 21, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Bandaríkin Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
Eftir að hafa lent 0-2 undir í einvíginu var Milwaukee 3-2 yfir fyrir leik næturinnar og ljóst að sigur myndi tryggja Bucks sinn annan NBA-meistaratitil í sögu félagsins. Sigurinn vannst þökk sé ótrúlegri frammistöðu Giannis Antetokounmpo. Milwaukee náði góðu forskoti strax í fyrsta leikhluta en leikhlutarnir tveir voru einkar kaflaskiptir. Eftir hörmungarbyrjun þá stigu Devin Booker, Chris Paul og félagar í Suns upp og náðu forystunni áður en fyrri hálfleikur var úti, staðan þá 48-42 Phoenix í vil. Í þriðja leikhluta steig Giannis upp en hann skoraði 20 stig í þriðja leikhluta og spennan var gífurleg fyrir síðasta fjórðung leiksins. Sá var spennandi allt til loka en þegar 57 sekúndur lifðu leiks setti Khris Middleton niður gríðarlega mikilvægt skot sem kom Milwaukee sex stigum yfir, staðan 102-96 og nokkuð ljóst í hvað stefndi. Suns tókst ekki að snúa leiknum við og Bucks unnu sinn fyrsta NBA-meistaratitil í 50 ár en liðið varð síðast meistari árið 1971. Giannis Antetokounmpo átti hreint út sagt ótrúlegan leik í nótt en hann skoraði 50 stig, tók 14 fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Khris Middleton var skoraði 17 stig, Bobby Portis 16 og Jrue Holiday var einu frákasti frá tvöfaldri þrennu, hann skoraði 12 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Hjá Suns var Chris Paul stigahæstur með 26 stig. Devin Booker skoraði aðeins 19 stig og Jae Crowder skoraði 15 stig ásamt því að taka 13 fráköst. "Wisconsin, we've got a room at the top of the world tonight!" The @Bucks radio call as the franchise captures its first championship in 50 years! pic.twitter.com/Y5yE67bTqj— NBA (@NBA) July 21, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Bandaríkin Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira