Lukkan að snúast hjá Skagamönnum? Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júlí 2021 21:00 Jóhannes Karl Guðjónsson er þjálfari ÍA. Vísir/Bára Dröfn ÍA vann mikilvægan og óvæntan 2-1 sigur á Íslandsmeisturum Vals í Pepsi Max-deild karla í fótbolta á laugardag. Farið var yfir fórnfýsi leikmanna Skagaliðsins í varnarleik sínum í Pepsi Max stúkunni, og velti Baldur Sigurðsson því upp hvort lukkan væri að snúast hjá Skagamönnum. ÍA hafði aðeins unnið einn leik í deildinni fyrir þann gegn Val, en sá kom 21. maí gegn HK. Því var um að ræða þeirra fyrsta sigur í tæpa tvo mánuði en þeir höfðu oftar en einu sinni misst sigurstöður niður í jafntefli eða tap á þeim tíma. „Þeir hafa verið að brotna, Keflavíkurleikurinn sem maður man eftir, þar sem þeir komust 2-1 yfir, en það varð 2-2 nánast strax. Víkingsleikurinn þar sem þeir voru með þá í 0-0 en missa það undir lokin. Þetta hefur verið að brotna, en þeir vörðust alveg með kjafti og klóm í þessum leik og ætluðu ekki að gefa þetta frá sér,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson um Skagamenn eftir sigur þeirra á laugardag. Klippa: ÍA vörn „Þetta var bara virkilega vel gert hjá þeim og það gefur þeim sjálfstraust að komast í 1-0, og hvað þá 2-0. Maður varð smá hræddur þegar Valur síðan skorar, um hvað myndi gerast. Valur náttúrulega fær færið í lokin hjá Patrick [Pedersen] sem að hefði getað gert nákvæmlega það sem þú varst að tala um að setja leikinn í eitt stig, sem hefði gert rosalega lítið fyrir Skagann,“ sagði sérfræðingurinn Baldur Sigurðsson um ÍA og bætti við: „En það er bara guð og lukka, sem hjálpar oft liðum, og ef það er einmitt að snúast, maður skapar sína eigin lukku, og ef það snýst fyrir Skagann þá gæti verið bjart fram undan hjá þeim.“ Færi Patricks Pedersen, sem Baldur nefndi, fékk hann á 94. mínútu þegar hann setti boltann í stöngina eftir að boltinn féll fyrir fætur hans á markteig. Um klúður þess danska segir Baldur: „Þetta er skemmtilega gert hjá honum, en hann á að klára þetta. Hornið er opið, en ég veit ekki hvort hann er byrjaður að hugsa um markmanninn, verður dálítið hræddur og vill klára þetta sem fyrst til að lenda ekki í tæklingunni frá Árna [markverði ÍA]. En hann á bara að klára þetta.“ Varnarleik ÍA auk færis Pedersens og umræðu þeirra Kjartans og Baldurs má sjá að ofan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla ÍA Valur Pepsi Max stúkan Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
ÍA hafði aðeins unnið einn leik í deildinni fyrir þann gegn Val, en sá kom 21. maí gegn HK. Því var um að ræða þeirra fyrsta sigur í tæpa tvo mánuði en þeir höfðu oftar en einu sinni misst sigurstöður niður í jafntefli eða tap á þeim tíma. „Þeir hafa verið að brotna, Keflavíkurleikurinn sem maður man eftir, þar sem þeir komust 2-1 yfir, en það varð 2-2 nánast strax. Víkingsleikurinn þar sem þeir voru með þá í 0-0 en missa það undir lokin. Þetta hefur verið að brotna, en þeir vörðust alveg með kjafti og klóm í þessum leik og ætluðu ekki að gefa þetta frá sér,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson um Skagamenn eftir sigur þeirra á laugardag. Klippa: ÍA vörn „Þetta var bara virkilega vel gert hjá þeim og það gefur þeim sjálfstraust að komast í 1-0, og hvað þá 2-0. Maður varð smá hræddur þegar Valur síðan skorar, um hvað myndi gerast. Valur náttúrulega fær færið í lokin hjá Patrick [Pedersen] sem að hefði getað gert nákvæmlega það sem þú varst að tala um að setja leikinn í eitt stig, sem hefði gert rosalega lítið fyrir Skagann,“ sagði sérfræðingurinn Baldur Sigurðsson um ÍA og bætti við: „En það er bara guð og lukka, sem hjálpar oft liðum, og ef það er einmitt að snúast, maður skapar sína eigin lukku, og ef það snýst fyrir Skagann þá gæti verið bjart fram undan hjá þeim.“ Færi Patricks Pedersen, sem Baldur nefndi, fékk hann á 94. mínútu þegar hann setti boltann í stöngina eftir að boltinn féll fyrir fætur hans á markteig. Um klúður þess danska segir Baldur: „Þetta er skemmtilega gert hjá honum, en hann á að klára þetta. Hornið er opið, en ég veit ekki hvort hann er byrjaður að hugsa um markmanninn, verður dálítið hræddur og vill klára þetta sem fyrst til að lenda ekki í tæklingunni frá Árna [markverði ÍA]. En hann á bara að klára þetta.“ Varnarleik ÍA auk færis Pedersens og umræðu þeirra Kjartans og Baldurs má sjá að ofan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla ÍA Valur Pepsi Max stúkan Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira