„Þýska á vart orð yfir þær hörmungar sem riðið hafa yfir“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júlí 2021 20:10 Merkel heimsótti þorpið Schuld og virti fyrir sér eyðilegginguna. Christof Stache/AP Angela Merkel, kanslari Þýskalands, heimsótti í dag þýska þorpið Schuld, sem hefur orðið illa úti í flóðum sem riðið hafa yfir í landinu og víðar í vesturhluta Evrópu á síðustu dögum. Heildarfjöldi látinna er nú kominn yfir 180. Merkel fór um þorpið og skoðaði ónýtar byggingar og aðra innviði, og gekk um stræti þess, full af aur og ýmiskonar braki sem flóðin hafa hrifið með sér. Eftir heimsóknina sagðist Merkel hafa öðlast raunverulega sýn á það sem hún kallaði skuggalegt og fjarstæðukennt ástand. „Þetta er sláandi. Þýska á vart orð yfir þær hörmungar sem riðið hafa yfir,“ hefur AP-fréttaveitan eftir kanslaranum, sem sagði stjórnvöld ætla að gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að svæðin sem flóðin hafa haft áhrif á geti rétt úr kútnum sem fyrst. Þá sagði hún að á miðvikudag stæði til að ríkisstjórn hennar myndi samþykkja að veita fé í neyðaraðstoð til handa íbúum svæðisins. Hún sagði Þýskalands blessunarlega hafa fjárhagslegt bolmagn til þess að bregðast við hörmungunum, sem margir þjóðarleiðtogar og sérfræðingar segja stafa af loftslagsbreytingum, þó það hafi ekki enn verið staðfest með óyggjandi hætti. „Þýskaland er sterkt land og við getum boðið þessum náttúruöflum birginn ef litið er til styttri tíma, en einnig til lengri tíma, með ákvörðunum sem taka aukið tillit til náttúrunnar og loftslagsins en við höfum gert á undanförnum árum. Það verður einnig nauðsynlegt,“ sagði Merkel. Frá Bad Muenstereifel í vesturhluta Þýskalands.Oliver Berg/dpa via AP Þýskaland Náttúruhamfarir Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Merkel fór um þorpið og skoðaði ónýtar byggingar og aðra innviði, og gekk um stræti þess, full af aur og ýmiskonar braki sem flóðin hafa hrifið með sér. Eftir heimsóknina sagðist Merkel hafa öðlast raunverulega sýn á það sem hún kallaði skuggalegt og fjarstæðukennt ástand. „Þetta er sláandi. Þýska á vart orð yfir þær hörmungar sem riðið hafa yfir,“ hefur AP-fréttaveitan eftir kanslaranum, sem sagði stjórnvöld ætla að gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að svæðin sem flóðin hafa haft áhrif á geti rétt úr kútnum sem fyrst. Þá sagði hún að á miðvikudag stæði til að ríkisstjórn hennar myndi samþykkja að veita fé í neyðaraðstoð til handa íbúum svæðisins. Hún sagði Þýskalands blessunarlega hafa fjárhagslegt bolmagn til þess að bregðast við hörmungunum, sem margir þjóðarleiðtogar og sérfræðingar segja stafa af loftslagsbreytingum, þó það hafi ekki enn verið staðfest með óyggjandi hætti. „Þýskaland er sterkt land og við getum boðið þessum náttúruöflum birginn ef litið er til styttri tíma, en einnig til lengri tíma, með ákvörðunum sem taka aukið tillit til náttúrunnar og loftslagsins en við höfum gert á undanförnum árum. Það verður einnig nauðsynlegt,“ sagði Merkel. Frá Bad Muenstereifel í vesturhluta Þýskalands.Oliver Berg/dpa via AP
Þýskaland Náttúruhamfarir Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira