Fyrrverandi meistarar í efstu sætum Sindri Sverrisson skrifar 15. júlí 2021 15:30 Louis Oosthuizen veltir fyrir sér pútti á sjöndu flöt. Hann fékk ekki einn einasta skolla á fyrsta hring. EPA-EFE/NEIL HALL Tveir fyrrverandi meistarar eru í toppsætunum eftir að hafa lokið fyrsta hring á Opna breska meistaramótinu í golfi. Fjöldi kylfinga á þó eftir að ljúka leik í dag. Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen vann mótið árið 2010 og er efstur af þeim sem lokið hafa fyrsta hring, á sex höggum undir pari. Oosthuizen fékk engan skolla á hringnum. Hann paraði fyrstu sjö holurnar en nældi svo í sex fugla á þeim ellefu holum sem hann átti eftir. Bogey free Louis doing Louis things at #TheOpen pic.twitter.com/dIAPG8PjlO— The Open (@TheOpen) July 15, 2021 Bandaríkjamennirnir Jordan Spieth, sem vann mótið árið 2017, og Brian Harman koma næstir á -5 höggum. Spieth fékk meðal annars fjóra fugla í röð á holum 5-8. Jordan Spieth er í toppbaráttunni á The Open. Hér slær hann fyrir framan áhorfendur en alls mega 32.000 manns mæta á hverjum keppnisdegi til að berja bestu kylfinga heims augum.EPA-EFE/NEIL HALL Brandt Snedeker fór á korteri úr 70. sæti upp í 15. sæti þegar hann náði næstum því holu í höggi á 16. braut, og nældi svo í örn á þeirri sautjándu. After almost acing the 16th, Brandt Snedeker does this at 17 Keep up with all the action https://t.co/xYY44zj43t #TheOpen pic.twitter.com/vIYrrGgzFy— The Open (@TheOpen) July 15, 2021 Írinn Shane Lowry hefur átt titil að verja í tvö ár en hann lék á höggi yfir pari og er því sjö höggum á eftir Oosthuizen. Fyrsta keppnisdegi er hins vegar hvergi nærri lokið og var Norður-Írinn Rory McIlroy til að mynda að hefja leik, og fékk fugl á fyrstu holu. Bein útsending frá mótinu er á Stöð 2 Golf en útsendingartíma má finna hér. Mótinu lýkur á sunnudag. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Opna breska Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen vann mótið árið 2010 og er efstur af þeim sem lokið hafa fyrsta hring, á sex höggum undir pari. Oosthuizen fékk engan skolla á hringnum. Hann paraði fyrstu sjö holurnar en nældi svo í sex fugla á þeim ellefu holum sem hann átti eftir. Bogey free Louis doing Louis things at #TheOpen pic.twitter.com/dIAPG8PjlO— The Open (@TheOpen) July 15, 2021 Bandaríkjamennirnir Jordan Spieth, sem vann mótið árið 2017, og Brian Harman koma næstir á -5 höggum. Spieth fékk meðal annars fjóra fugla í röð á holum 5-8. Jordan Spieth er í toppbaráttunni á The Open. Hér slær hann fyrir framan áhorfendur en alls mega 32.000 manns mæta á hverjum keppnisdegi til að berja bestu kylfinga heims augum.EPA-EFE/NEIL HALL Brandt Snedeker fór á korteri úr 70. sæti upp í 15. sæti þegar hann náði næstum því holu í höggi á 16. braut, og nældi svo í örn á þeirri sautjándu. After almost acing the 16th, Brandt Snedeker does this at 17 Keep up with all the action https://t.co/xYY44zj43t #TheOpen pic.twitter.com/vIYrrGgzFy— The Open (@TheOpen) July 15, 2021 Írinn Shane Lowry hefur átt titil að verja í tvö ár en hann lék á höggi yfir pari og er því sjö höggum á eftir Oosthuizen. Fyrsta keppnisdegi er hins vegar hvergi nærri lokið og var Norður-Írinn Rory McIlroy til að mynda að hefja leik, og fékk fugl á fyrstu holu. Bein útsending frá mótinu er á Stöð 2 Golf en útsendingartíma má finna hér. Mótinu lýkur á sunnudag. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Opna breska Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira