Er í lagi að slá sér upp með fleiri en einum í einu? Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 16. júlí 2021 08:30 Erum við Íslendingar gamaldags þegar kemur að stefnumótum og stefnumótamenningu? Getty Það er af sem áður var. Að bíða fyrir framan heimasímann til að missa ekki af símtalinu. Hittast svo á tónleikum á föstudegi, byrja saman á miðvikudegi og gifta sig svo með haustinu. Auðvitað er allt breytt. Tímarnir breytast, mennirnir með og allt það. Það er ekki svo langt síðan að það var ekkert til hér á landi sem hægt var að kalla stefnumótamenningu. Ástar-ratarinn var ekki eins stór og hann er í dag. Hann var þarna og stóð fyrir sínu en fór vissulega aðeins hægar yfir, náði yfir afmarkaðra svæði. Fólk kynntist í skóla, á böllum eða í gegnum sameiginlega vini. Í dag tekur það okkur nokkrar mínútur að skanna markaðinn í gegnum allskonar öpp - Höpp og glöpp. Ratarinn er hraðari, æstari. Hann nær núna út yfir endimörk alheimsins en ekki bara rómantíska heimahagana. Fyrstu kynnin í dag eru oft á tíðum í gegnum skjáinn. Follow - læk - swæp og bingó í sal. Hæ - Viltu hittast? Kaffi, göngutúr, barinn, bærinn eða út að borða. Sumir segja að við Íslendingar séum enn frekar óreynd á þessum svokallaða stefnumótamarkaði. Við séum enn svolítið gamaldags. Við viljum hitta hina einu sönnu ást strax! Hittast á föstudegi og giftast svo með haustinu, þið vitið. Án þess að vera búin að taka okkur tíma í að prófa okkur áfram. Skanna markaðinn, kynnast betur og máta okkur inn í líf hvors annars. Í Bandaríkjunum, sem dæmi, er stefnumótamenningin mjög ólík okkar. Þar virðist vera óskráð regla að þegar fólk er á stefnumótamarkaðinum þá sé það á lausu og að fara á stefnumót og kynnast fólki, fullt af fólki. Fólk er kannski að hittast í einhverja mánuði án þess að vera komin í eiginlegt samband, orðið exclusive, eins og þeir segja alltaf í bíómyndunum. Á þeim tíma er ekkert óeðlilegt að fólk sé að hitta fleiri en einn í einu, gefur sér allavega nokkur skipti til þess að sjá hvort að eitthvað sé til staðar. Stundum er það kaffi á mánudegi með Bob og svo bíó á fimmtudegi með Brian. Í íslensku samfélagi hefur þessi stefnumótamenning, eins og sú bandaríska, ekki náð að ryðja sér til rúms. Líklega hefur stærð samfélags okkar eitthvað með það að gera. Nálægðin er svo mikil. Við þekkjumst öll. Þeir sem eru ekki með okkur í fjölskylduboðum eru líklega bestu vinir frænda okkar. Oftast er fólk bara að deita einn í einu. Afsakið, slá sér upp með einum í einu. Er það ekki annars? Kannski er þetta samt að breytast, hvað finnst þér? Spurning vikunnar er að þessu sinni kynjaskipt og fólk beðið um að svara þeirri könnun sem á við. Konur svara hér: Karlar svara hér: Makamál hafa síðustu tvö ár spurt lesendur Vísis vikulega um þeirra skoðanir og viðhorf varðandi málefni tengd ástinni, samböndum, tilfinningum og kynlífi. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast allar fyrri Spurningar vikunnar hér. Spurning vikunnar Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Kynlífsfíkn: Hvenær er mikið kynlíf vandamál? Makamál Sofið þú og maki þinn í sama herbergi? Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Ertu ástar- og/eða kynlífsfíkill? Makamál Einhleypan: Hver er Heimir Hallgrímsson? Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Auðvitað er allt breytt. Tímarnir breytast, mennirnir með og allt það. Það er ekki svo langt síðan að það var ekkert til hér á landi sem hægt var að kalla stefnumótamenningu. Ástar-ratarinn var ekki eins stór og hann er í dag. Hann var þarna og stóð fyrir sínu en fór vissulega aðeins hægar yfir, náði yfir afmarkaðra svæði. Fólk kynntist í skóla, á böllum eða í gegnum sameiginlega vini. Í dag tekur það okkur nokkrar mínútur að skanna markaðinn í gegnum allskonar öpp - Höpp og glöpp. Ratarinn er hraðari, æstari. Hann nær núna út yfir endimörk alheimsins en ekki bara rómantíska heimahagana. Fyrstu kynnin í dag eru oft á tíðum í gegnum skjáinn. Follow - læk - swæp og bingó í sal. Hæ - Viltu hittast? Kaffi, göngutúr, barinn, bærinn eða út að borða. Sumir segja að við Íslendingar séum enn frekar óreynd á þessum svokallaða stefnumótamarkaði. Við séum enn svolítið gamaldags. Við viljum hitta hina einu sönnu ást strax! Hittast á föstudegi og giftast svo með haustinu, þið vitið. Án þess að vera búin að taka okkur tíma í að prófa okkur áfram. Skanna markaðinn, kynnast betur og máta okkur inn í líf hvors annars. Í Bandaríkjunum, sem dæmi, er stefnumótamenningin mjög ólík okkar. Þar virðist vera óskráð regla að þegar fólk er á stefnumótamarkaðinum þá sé það á lausu og að fara á stefnumót og kynnast fólki, fullt af fólki. Fólk er kannski að hittast í einhverja mánuði án þess að vera komin í eiginlegt samband, orðið exclusive, eins og þeir segja alltaf í bíómyndunum. Á þeim tíma er ekkert óeðlilegt að fólk sé að hitta fleiri en einn í einu, gefur sér allavega nokkur skipti til þess að sjá hvort að eitthvað sé til staðar. Stundum er það kaffi á mánudegi með Bob og svo bíó á fimmtudegi með Brian. Í íslensku samfélagi hefur þessi stefnumótamenning, eins og sú bandaríska, ekki náð að ryðja sér til rúms. Líklega hefur stærð samfélags okkar eitthvað með það að gera. Nálægðin er svo mikil. Við þekkjumst öll. Þeir sem eru ekki með okkur í fjölskylduboðum eru líklega bestu vinir frænda okkar. Oftast er fólk bara að deita einn í einu. Afsakið, slá sér upp með einum í einu. Er það ekki annars? Kannski er þetta samt að breytast, hvað finnst þér? Spurning vikunnar er að þessu sinni kynjaskipt og fólk beðið um að svara þeirri könnun sem á við. Konur svara hér: Karlar svara hér: Makamál hafa síðustu tvö ár spurt lesendur Vísis vikulega um þeirra skoðanir og viðhorf varðandi málefni tengd ástinni, samböndum, tilfinningum og kynlífi. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast allar fyrri Spurningar vikunnar hér.
Spurning vikunnar Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Kynlífsfíkn: Hvenær er mikið kynlíf vandamál? Makamál Sofið þú og maki þinn í sama herbergi? Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Ertu ástar- og/eða kynlífsfíkill? Makamál Einhleypan: Hver er Heimir Hallgrímsson? Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira