Netflix sækir á leikjamarkaðinn Samúel Karl Ólason skrifar 15. júlí 2021 11:15 Ekki stendur til að rukka aukalega fyrir tölvuleiki Netflix. Getty/Thiago Prudencio Forsvarsmenn Netflix stefna á að bæta tölvuleikjum við streymisveitu sína á næsta ári. Fyrirtækið hefur ráðið fyrrverandi yfirmann hjá EA Games og Facebook til að stýra verkefninu. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg, þar sem segir að sá maður heitir Mike Verdu og hann hafi áður stýrt samvinnu Facebook við leikjaframleiðendur varðandi Oculus-sýndaveruleikagleraugun og tölvuleiki. Hann vann einnig að því koma leikjum eins og Sims, Plants vs. Zombies og Star Wars leikjum í snjalltæki. Samkvæmt heimildum Bloomberg stendur ekki til að rukka aukalega fyrir tölvuleikina og eiga þeir að verða aðgengilegir í gegnum hefðbundnar leiðir Netflix. Það er að segja í gegnum vafra og forritið. Í grein Bloomberg segir þó að til lengri tíma gæti þjónustan auðveldað Netflix að hækka verð. Netflix hefur áður framleitt leiki með öðrum fyrirtækjum, sem byggja á þáttum fyrirtækisins. Þar á meðal eru Stranger Things en fyrirtækið gerði einnig kvikmyndina Black Mirror: Bandersnatch árið 2018 þar sem áhorfendur gátu tekið ákvarðanir fyrir aðalpersónu myndarinnar. Í frétt Polygon er rifjað upp að forsvarsmenn Netflix hafa sagt að stærstu samkeppnisaðilar fyrirtækisins séu ekki endilega aðrar streymisveitur. Það séu leikir eins og Fortnite sem steli frekar tíma viðskiptavina en streymisveitan. Epic Games hafa byggt heim í kringum Fortnite þar sem spilarar eiga samskipti sín á milli. Spilarar Fotnite hafa meðal annars horft á sjónvarpsþætti og tónleika innan leiksins. Sífellt fleiri fyrirtæki reyna að skapa sambærilega stemningu. Netflix Leikjavísir Bíó og sjónvarp Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Bloomberg, þar sem segir að sá maður heitir Mike Verdu og hann hafi áður stýrt samvinnu Facebook við leikjaframleiðendur varðandi Oculus-sýndaveruleikagleraugun og tölvuleiki. Hann vann einnig að því koma leikjum eins og Sims, Plants vs. Zombies og Star Wars leikjum í snjalltæki. Samkvæmt heimildum Bloomberg stendur ekki til að rukka aukalega fyrir tölvuleikina og eiga þeir að verða aðgengilegir í gegnum hefðbundnar leiðir Netflix. Það er að segja í gegnum vafra og forritið. Í grein Bloomberg segir þó að til lengri tíma gæti þjónustan auðveldað Netflix að hækka verð. Netflix hefur áður framleitt leiki með öðrum fyrirtækjum, sem byggja á þáttum fyrirtækisins. Þar á meðal eru Stranger Things en fyrirtækið gerði einnig kvikmyndina Black Mirror: Bandersnatch árið 2018 þar sem áhorfendur gátu tekið ákvarðanir fyrir aðalpersónu myndarinnar. Í frétt Polygon er rifjað upp að forsvarsmenn Netflix hafa sagt að stærstu samkeppnisaðilar fyrirtækisins séu ekki endilega aðrar streymisveitur. Það séu leikir eins og Fortnite sem steli frekar tíma viðskiptavina en streymisveitan. Epic Games hafa byggt heim í kringum Fortnite þar sem spilarar eiga samskipti sín á milli. Spilarar Fotnite hafa meðal annars horft á sjónvarpsþætti og tónleika innan leiksins. Sífellt fleiri fyrirtæki reyna að skapa sambærilega stemningu.
Netflix Leikjavísir Bíó og sjónvarp Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira