Griezmann á leið aftur til Atlético í skiptidíl Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júlí 2021 14:30 Antoine Griezmann gæti leikið í rauðri og hvítri treyju Atlético Madríd á næstu leiktíð en aðeins ef Saúl Ñíguez fer til Barcelona sem hluti af skiptidíl milli félaganna. Quality Sport Images/Getty Images Franski framherjinn Antoine Griezmann er á leið aftur til Spánarmeistara Atlético Madríd eftir tveggja ára dvöl í Katalóníu hjá Barcelona. Miðjumaðurinn Saúl Ñíguez fer á móti í skiptidíl sem hefur vakið töluverða athygli. Sumarið 2019 keyptu Börsungar framherjann á 120 milljónir evra. Skrifaði Griezmann undir fimm ára samning. Þó aðeins séu tvö ár liðin síðan Barcelona festi kaup á leikmanninum þá er það að gera allt sem það getur til að losna við hann. Ástæðan er einföld, Griezmann er á of háum launum til að félagið geti haldið honum og Lionel Messi. Argentínumaðurinn ku hafa samið við Barcelona á nýjan leik en félagið þarf samt sem áður að búa til pláss á launaskránni. Atlético virðist klárt í að fá Griezmann aftur í sínar raðir enda lék hann frábærlega með félaginu frá 2014 til 2019. Samkvæmt heimildum spænska miðilsins Marca vilja Börsungar litlar 15 milljónir evra fyrir Griezmann en þeir vilja einnig fá spænska miðjumanninn Saúl Ñíguez. Sá skrifaði undir níu ára samning við Atlétitico árið 2017 en virðist nú vilja leita á önnur mið. Barcelona er í leit að miðjumanni eftir að Hollendingurinn Georginio Wijnaldum ákvað að fara til Parísar frekar en Katalóníu. Barcelona and Atletico are in advanced talks for swap deal between Saúl and Griezmann! Both players gave the green light in the last hours. Barça and Atléti now negotiating on price tags. Barça want money included.Liverpool and Chelsea keen on Saúl if deal will collapse.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 14, 2021 Gangi þessi skiptidíll eftir er ljóst að Börsungar fá inn öflugan miðjumann sem þeir þurfa nauðsynlega á að halda ásamt því að skera vel niður í launapakka félagsins en Griezmann á að vera á himinháum launum. Ísingin ofan á kökuna er svo að Messi skrifar undir nýjan langtíma samning og endar feril sinn hjá félaginu. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir „Líklegt að lánardrottnar hafi ekki haft trú á langtímaáætlunum þeirra“ Það er ljóst að fjárhagsstaða spænska knattspyrnuliðsins Barcelona er slæm en talið er að hún sé mögulega mun verri en gefið hefur verið út. 9. júlí 2021 13:30 Tebas hjá La Liga: Það væri peningasvindl ef Messi fer til Man. City eða PSG Javier Tebas, forstjóri spænsku deildarinnar, segir að það yrði alltaf brot á rekstrarreglum fótboltans ef að Paris Saint-Germain eða Manchester City myndu semja við Lionel Messi í sumar. 9. júlí 2021 08:30 Mest lesið Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Sumarið 2019 keyptu Börsungar framherjann á 120 milljónir evra. Skrifaði Griezmann undir fimm ára samning. Þó aðeins séu tvö ár liðin síðan Barcelona festi kaup á leikmanninum þá er það að gera allt sem það getur til að losna við hann. Ástæðan er einföld, Griezmann er á of háum launum til að félagið geti haldið honum og Lionel Messi. Argentínumaðurinn ku hafa samið við Barcelona á nýjan leik en félagið þarf samt sem áður að búa til pláss á launaskránni. Atlético virðist klárt í að fá Griezmann aftur í sínar raðir enda lék hann frábærlega með félaginu frá 2014 til 2019. Samkvæmt heimildum spænska miðilsins Marca vilja Börsungar litlar 15 milljónir evra fyrir Griezmann en þeir vilja einnig fá spænska miðjumanninn Saúl Ñíguez. Sá skrifaði undir níu ára samning við Atlétitico árið 2017 en virðist nú vilja leita á önnur mið. Barcelona er í leit að miðjumanni eftir að Hollendingurinn Georginio Wijnaldum ákvað að fara til Parísar frekar en Katalóníu. Barcelona and Atletico are in advanced talks for swap deal between Saúl and Griezmann! Both players gave the green light in the last hours. Barça and Atléti now negotiating on price tags. Barça want money included.Liverpool and Chelsea keen on Saúl if deal will collapse.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 14, 2021 Gangi þessi skiptidíll eftir er ljóst að Börsungar fá inn öflugan miðjumann sem þeir þurfa nauðsynlega á að halda ásamt því að skera vel niður í launapakka félagsins en Griezmann á að vera á himinháum launum. Ísingin ofan á kökuna er svo að Messi skrifar undir nýjan langtíma samning og endar feril sinn hjá félaginu.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir „Líklegt að lánardrottnar hafi ekki haft trú á langtímaáætlunum þeirra“ Það er ljóst að fjárhagsstaða spænska knattspyrnuliðsins Barcelona er slæm en talið er að hún sé mögulega mun verri en gefið hefur verið út. 9. júlí 2021 13:30 Tebas hjá La Liga: Það væri peningasvindl ef Messi fer til Man. City eða PSG Javier Tebas, forstjóri spænsku deildarinnar, segir að það yrði alltaf brot á rekstrarreglum fótboltans ef að Paris Saint-Germain eða Manchester City myndu semja við Lionel Messi í sumar. 9. júlí 2021 08:30 Mest lesið Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
„Líklegt að lánardrottnar hafi ekki haft trú á langtímaáætlunum þeirra“ Það er ljóst að fjárhagsstaða spænska knattspyrnuliðsins Barcelona er slæm en talið er að hún sé mögulega mun verri en gefið hefur verið út. 9. júlí 2021 13:30
Tebas hjá La Liga: Það væri peningasvindl ef Messi fer til Man. City eða PSG Javier Tebas, forstjóri spænsku deildarinnar, segir að það yrði alltaf brot á rekstrarreglum fótboltans ef að Paris Saint-Germain eða Manchester City myndu semja við Lionel Messi í sumar. 9. júlí 2021 08:30