Viðurkennir mistök í fyrsta sinn og opnað á netið á Kúbu Samúel Karl Ólason skrifar 15. júlí 2021 09:46 Frá mótmæltum gegn Miguel Díaz-Canel og kommúnistastjórn Kúbu í Miami í Bandaríkjunum. Getty/Joe Raedle Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, viðurkenndi að ríkisstjórn sín hefði ekki haldið rétt á spöðunum varðandi skort á eyjunni og önnur vandamál sem hafa leitt til stærstu mótmæla Kúbu í mörg ár. Mótmælendur komu fyrst saman á sunnudaginn en öryggissveitir Kúbu hafa tekið á mótmælendum með hörku. Díaz-Canel hélt sjónvarpsávarp í gærkvöldi þar sem hann hvatt íbúa Kúbu til að ganga ekki fram af hatri. Þá viðurkenndi hann mistök en hingað til hafa ráðamenn á Kúbu eingöngu kennt samfélagsmiðlum og Bandaríkjunum um mótmælin. „Við höfum öðlast reynslu af óróanum. Við þurfum einnig að rannsaka nánar vandamál okkar til að bregðast við þeim, leysa þau og koma í veg fyrir að þau gerist aftur,“ sagði forsetinn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ekki er búið að gefa út hve margir hafa verið handteknir vegna mótmælanna en þeir eru þó taldir vera nokkuð margir. Innanríkisráðuneytið hefur sagt að flestir hinna handteknu séu á aldrinum 25 til 37 og verði ákærðir fyrir glæpi eins og upphlaup á almannafæri, rán og skemmdarverk. Minnst einn mótmælandi er dáinn. Sjá einnig: Einn látinn í óeirðunum á Kúbu Meðal þeirra sem voru handtekin er Dina Stars, sem er nokkuð vinsæl á Youtube. Hún var handtekinn á meðan hún var í beinni útsendingu á spænskri fréttastöð. Efnahagsástandið á Kúbu hafi ekki verið svo slæmt síðan Sovétríkin féllu í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. Þessi vandræði eru að miklu leyti til komin vegna refsiaðgerða Bandaríkjanna í garð kommúnistastjórnar Kúbu en sömuleiðis vegna slæmrar meðhöndlunar ráðamanna og gífurlegrar fækkunar ferðamanna á Kúbu, sem hefur lengi verið einn helsta auðlind ríkisins. Hagstofa Kúbu segir ferðamönnum hafa fækkað um nærri því níutíu prósent á fyrstu fimm mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. Verðbólga hefur hækkað um einhver 500 prósent. Meðal þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til er að yfirvöld á Kúbu hafa fellt niður tolla á matvæli, lyf og aðrar nauðsynjar. Sú niðurfelling tekur gildi á næsta mánudag og er tímabundin. Lög Kúbu segja til um að ferðamenn megi koma með allt að tíu kíló af lyfjum til landsins án þess að greiða tolla. Þeir mega hins vegar ekki koma flytja mat og snyrtivörur inn án þess að greiða tolla. BBC segir óljóst hvaða áhrif þessar breytingar muni hafa, sérstaklega þar sem mjög fáir séu að ferðast til Kúbu um þessar myndir, vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Þá var opnað á internetið aftur á Kúbu í gærkvöldi en enn er þó lokað á aðgang að einhverjum samfélagsmiðlum. Kúba Tengdar fréttir Forseti Kúbu segir Bandaríkin ábyrg fyrir mótmælum Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, ávarpaði þjóð sína í morgun og sagði mótmælin sem hófust um helgina vera skipulagða aðför að kúbverskum stjórnvöldum. Þá sagði hann mótmælin studd af bandarískum yfirvöldum og keyrð áfram á samfélagsmiðlum. 12. júlí 2021 23:31 Fjölmenn mótmæli á Kúbu Þúsundir þustu út á götur helstu borga og bæja á Kúbu um helgina til að mótmæla ríkisstjórn landsins og er talað um fjölmennustu mótmæli í kommúnistaríkinu í áraraðir. Fólkið hrópaði „niður með einræðisstjórnina“ og lögregla mætti mótmælendum með táragasi og kylfum. 12. júlí 2021 07:59 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Díaz-Canel hélt sjónvarpsávarp í gærkvöldi þar sem hann hvatt íbúa Kúbu til að ganga ekki fram af hatri. Þá viðurkenndi hann mistök en hingað til hafa ráðamenn á Kúbu eingöngu kennt samfélagsmiðlum og Bandaríkjunum um mótmælin. „Við höfum öðlast reynslu af óróanum. Við þurfum einnig að rannsaka nánar vandamál okkar til að bregðast við þeim, leysa þau og koma í veg fyrir að þau gerist aftur,“ sagði forsetinn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ekki er búið að gefa út hve margir hafa verið handteknir vegna mótmælanna en þeir eru þó taldir vera nokkuð margir. Innanríkisráðuneytið hefur sagt að flestir hinna handteknu séu á aldrinum 25 til 37 og verði ákærðir fyrir glæpi eins og upphlaup á almannafæri, rán og skemmdarverk. Minnst einn mótmælandi er dáinn. Sjá einnig: Einn látinn í óeirðunum á Kúbu Meðal þeirra sem voru handtekin er Dina Stars, sem er nokkuð vinsæl á Youtube. Hún var handtekinn á meðan hún var í beinni útsendingu á spænskri fréttastöð. Efnahagsástandið á Kúbu hafi ekki verið svo slæmt síðan Sovétríkin féllu í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. Þessi vandræði eru að miklu leyti til komin vegna refsiaðgerða Bandaríkjanna í garð kommúnistastjórnar Kúbu en sömuleiðis vegna slæmrar meðhöndlunar ráðamanna og gífurlegrar fækkunar ferðamanna á Kúbu, sem hefur lengi verið einn helsta auðlind ríkisins. Hagstofa Kúbu segir ferðamönnum hafa fækkað um nærri því níutíu prósent á fyrstu fimm mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. Verðbólga hefur hækkað um einhver 500 prósent. Meðal þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til er að yfirvöld á Kúbu hafa fellt niður tolla á matvæli, lyf og aðrar nauðsynjar. Sú niðurfelling tekur gildi á næsta mánudag og er tímabundin. Lög Kúbu segja til um að ferðamenn megi koma með allt að tíu kíló af lyfjum til landsins án þess að greiða tolla. Þeir mega hins vegar ekki koma flytja mat og snyrtivörur inn án þess að greiða tolla. BBC segir óljóst hvaða áhrif þessar breytingar muni hafa, sérstaklega þar sem mjög fáir séu að ferðast til Kúbu um þessar myndir, vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Þá var opnað á internetið aftur á Kúbu í gærkvöldi en enn er þó lokað á aðgang að einhverjum samfélagsmiðlum.
Kúba Tengdar fréttir Forseti Kúbu segir Bandaríkin ábyrg fyrir mótmælum Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, ávarpaði þjóð sína í morgun og sagði mótmælin sem hófust um helgina vera skipulagða aðför að kúbverskum stjórnvöldum. Þá sagði hann mótmælin studd af bandarískum yfirvöldum og keyrð áfram á samfélagsmiðlum. 12. júlí 2021 23:31 Fjölmenn mótmæli á Kúbu Þúsundir þustu út á götur helstu borga og bæja á Kúbu um helgina til að mótmæla ríkisstjórn landsins og er talað um fjölmennustu mótmæli í kommúnistaríkinu í áraraðir. Fólkið hrópaði „niður með einræðisstjórnina“ og lögregla mætti mótmælendum með táragasi og kylfum. 12. júlí 2021 07:59 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Forseti Kúbu segir Bandaríkin ábyrg fyrir mótmælum Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, ávarpaði þjóð sína í morgun og sagði mótmælin sem hófust um helgina vera skipulagða aðför að kúbverskum stjórnvöldum. Þá sagði hann mótmælin studd af bandarískum yfirvöldum og keyrð áfram á samfélagsmiðlum. 12. júlí 2021 23:31
Fjölmenn mótmæli á Kúbu Þúsundir þustu út á götur helstu borga og bæja á Kúbu um helgina til að mótmæla ríkisstjórn landsins og er talað um fjölmennustu mótmæli í kommúnistaríkinu í áraraðir. Fólkið hrópaði „niður með einræðisstjórnina“ og lögregla mætti mótmælendum með táragasi og kylfum. 12. júlí 2021 07:59
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent