Svona var 183. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. júlí 2021 08:24 Þeir Víðir og Þórólfur munu fara yfir stöðu mála á fundinum í dag sem verður í beinni útsendingu á Vísi. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir verða á kunnuglegum stað klukkan 11 í dag á Höfðatorgi. Þá fer fram upplýsingafundur vegna kórónuveirufaraldursins sem boðað var til í gær. Tæplega tvö hundruð upplýsingafundir hafa verið haldnir frá því að faraldurinn hófst í febrúar 2020. Sá síðasti, sem samkvæmt talningu Vísis var sá 182. í röðinni, fór fram 27. maí síðastliðinn eða fyrir 49 dögum. Í tilkynningu frá Almannavörnum í gær kom fram að í ljósi Covid-19 smita í vikunni mætti segja að staðan væri varhugaverð. Því hefði verið boðað til fundar. Fimm greindust utan sóttkvíar í fyrradag og tveir daginn þar á undan. Smitin frá því á þriðjudag eru af delta-afbrigði veirunnar en raðgreining úr smitunum fimm liggur ekki fyrir. Þó er talið að smitin tengist og megi meðal annars rekja til starfsmanns á skemmtistaðnum Bankastræti Club í miðbæ Reykjavíkur sem stóð vaktina síðustu helgi. Bein útsending og textalýsing verður á Vísi frá upplýsingafundinum sem hefst klukkan 11. Þá er hægt að horfa á fundinn á Stöð 2 Vísi í sjónvarpinu. Uppfært: Fundinum er lokið en hér að neðan má sjá upptöku frá honum í heild sinni.
Tæplega tvö hundruð upplýsingafundir hafa verið haldnir frá því að faraldurinn hófst í febrúar 2020. Sá síðasti, sem samkvæmt talningu Vísis var sá 182. í röðinni, fór fram 27. maí síðastliðinn eða fyrir 49 dögum. Í tilkynningu frá Almannavörnum í gær kom fram að í ljósi Covid-19 smita í vikunni mætti segja að staðan væri varhugaverð. Því hefði verið boðað til fundar. Fimm greindust utan sóttkvíar í fyrradag og tveir daginn þar á undan. Smitin frá því á þriðjudag eru af delta-afbrigði veirunnar en raðgreining úr smitunum fimm liggur ekki fyrir. Þó er talið að smitin tengist og megi meðal annars rekja til starfsmanns á skemmtistaðnum Bankastræti Club í miðbæ Reykjavíkur sem stóð vaktina síðustu helgi. Bein útsending og textalýsing verður á Vísi frá upplýsingafundinum sem hefst klukkan 11. Þá er hægt að horfa á fundinn á Stöð 2 Vísi í sjónvarpinu. Uppfært: Fundinum er lokið en hér að neðan má sjá upptöku frá honum í heild sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Upplýsingafundir almannavarna og landlæknis Tengdar fréttir Þjóðin ætti að fara í viðbragðsstöðu eftir smit síðustu daga Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist áhyggjufullur vegna þeirra Covid-smita sem blossað hafa upp í samfélaginu síðustu daga. Hann segir fulla ástæðu til að vera á tánum núna. 14. júlí 2021 22:00 Þórólfur áhyggjufullur og boðar til upplýsingafundar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar á morgun vegna varhugaverðrar stöðu eftir fjölgun Covid-19 smita utan sóttkvíar hér á landi síðustu daga. 14. júlí 2021 15:38 Smitin sem greindust í fyrradag eru af delta-afbrigði veirunnar Kórónuveirusmitin tvö sem greindust í fyrradag eru af delta-afbrigði veirunnar. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna í samtali við fréttastofu. 14. júlí 2021 15:37 Hefur áhyggjur af Íslendingum á rauðum svæðum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að þau fimm smit sem greindust utan sóttkvíar í gær minni okkur á að veiran sé úti í samfélaginu. Fjöldi Íslendinga sem staddur sé erlendis á svokölluðum rauðum svæðum sé einnig áhyggjuefni. 14. júlí 2021 13:11 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Þjóðin ætti að fara í viðbragðsstöðu eftir smit síðustu daga Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist áhyggjufullur vegna þeirra Covid-smita sem blossað hafa upp í samfélaginu síðustu daga. Hann segir fulla ástæðu til að vera á tánum núna. 14. júlí 2021 22:00
Þórólfur áhyggjufullur og boðar til upplýsingafundar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar á morgun vegna varhugaverðrar stöðu eftir fjölgun Covid-19 smita utan sóttkvíar hér á landi síðustu daga. 14. júlí 2021 15:38
Smitin sem greindust í fyrradag eru af delta-afbrigði veirunnar Kórónuveirusmitin tvö sem greindust í fyrradag eru af delta-afbrigði veirunnar. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna í samtali við fréttastofu. 14. júlí 2021 15:37
Hefur áhyggjur af Íslendingum á rauðum svæðum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að þau fimm smit sem greindust utan sóttkvíar í gær minni okkur á að veiran sé úti í samfélaginu. Fjöldi Íslendinga sem staddur sé erlendis á svokölluðum rauðum svæðum sé einnig áhyggjuefni. 14. júlí 2021 13:11