Helgi Áss McCarthy? Gunnar Ingi Jóhannsson skrifar 14. júlí 2021 07:15 Á dögunum ritaði lögfræðingurinn Helgi Áss Grétarsson grein til fjölmiðla um þann storm sem geisað hefur um mál Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns. Í grein lögfræðingsins er nafnlausum ásökunum kvenna á hendur Ingólfi um meint kynferðisofbeldi líkt við athafnir bandaríska öldungadeildarþingmannsins og lögfræðingsins Joseph McCarthy og kallaðar nornaveiðar. Kjarninn í athöfnum lögfræðingsins Joseph McCarthy var að hann barðist gegn útbreiðslu tiltekinnar stjórnmálaskoðunar og voru hvatirnar að baki því, eins og segir í grein Helga, fyrst og fremst persónulegar framavonir þingmannsins sjálfs. Þeir sem lentu á svörtum listum af þessum sökum og sættu atvinnubanni höfðu ekkert til saka unnið annað en að hafa, eða vera grunaðir um að hafa, tiltekna stjórnmálaskoðun sem ekki átti upp á pallborð ríkjandi valdhafa. Reyndar lutu athafnir McCarthy einnig að því að uppræta samkynhneigð innan stjórnsýslunnar og jafnvel óæskilegar trúarskoðanir. Eins og segir í grein Helga voru flestar ásakanir McCarthy, ef ekki allar, reistar á sandi. Þetta gekk á þrátt fyrir að hornsteinn lýðfrjálsra ríkja sé að allir séu jafnir fyrir lögum og skuli njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, kynhneigðar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, kynþáttar o.s.frv. Framangreindum atburðum jafnar Helgi svo við frásagnir kvenna nú á dögum sem sakað hafa einstakling um kynferðisofbeldi gegn sér, sem refsing liggur við ef satt er. Í greininni er talað um réttarfar miðalda og sakfellingar á samfélagsmiðlum. Staðreyndin er hins vegar sú að ásakanir kvennanna á hendur tónlistarmanninum byggja ekki á stjórnmálaskoðunum hans, trú, kynþætti eða öðru slíku. Þær saka tónlistarmanninn um kynferðisofbeldi. Þessar ásakanir eru settar fram í nafni tjáningarfrelsis, sem einnig er varið af stjórnarskrá þessa lands. Í 73. gr. hennar segir að allir séu frjálsir skoðana sinna og sannfæringar og eigi rétt á að láta í ljós hugsanir sínar. Viðbrögð Helga og annarra við tjáningu kvennanna eru sett fram á sömu forsendum. Hvorki er um að ræða pólitískar ofsóknir né hafa sambærileg mál sem upp hafa komið nýlega reynst byggð á sandi, þvert á móti. Því fer fjarri að ásökunum kvennanna og viðbrögðum almennings við þeim megi líkja við réttarfar miðalda og jafna við sakfellingar. Það hafa engin réttarhöld verið haldin og enginn hefur verið sakfelldur. Aðeins hafa komið fram ásakanir og viðbrögð við þeim, jákvæð og neikvæð. Réttarfar miðalda voru athafnir sem efnt var til af opinberu valdi, andlegu og veraldlegu, þar sem réttindi ákærðra voru lítil sem engin og miðuðu fyrst og fremst að því að fá hinn ákærða til að játa. Hvort sem þeim lauk með játningu eða ekki var hinn sakaði hvort sem er sakfelldur og mátti þá þola refsingu, oftar en ekki gjalda með lífi sínu. Þetta á ekkert skylt við það þegar einstaklingur sakar annan einstakling um refsiverða háttsemi. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur í dómum sínum um tjáningarfrelsi slegið því föstu að ásökun einstaklings verði alls ekki jafnað við ákæru hins opinbera þar sem sakfelling um refsiverðan verknað er í húfi. Vissulega er það rétt að til er farvegur fyrir mál þeirra sem telja sig hafa sætt afbroti af hendi annars manns - kæra til lögreglu í von um að málið fari alla leið hjá yfirvöldum. Virðist Helgi telja að í þann farveg, sem hið opinbera býður upp á, skuli málin aðeins leggja og engan annan. Hins vegar verður að árétta það sem að framan segir að ásakanir og umræður um þær eru settar fram í nafni tjáningarfrelsis sem varið er af stjórnarskrá. Stjórnarskrárákvæðið gerir meðal annars ráð fyrir því að sá sem tjáir sig ábyrgist tjáningu sína fyrir dómi. Í þessu sambandi skal bent á að til er farvegur í 242. gr. almennra hegningarlaga fyrir þá sem telja sig sæta óréttmætum og meiðandi nafnlausum ásökunum af hendi annarra. Rétturinn felst í því að kæra ummælin til lögreglu og vonast eftir að málið dagi þar ekki uppi á borðum, sem reyndar er algengara en hitt. Þannig er sá möguleiki til staðar að umræddar konur hafi einfaldlega nýtt rétt sinn í 73. gr. stjórnarskrárinnar til að tjá sannfæringu sína og hugsanir. Miðað við nýlega dómaframkvæmd dómstóla kann réttur einstaklings til að tjá upplifun sína af ofbeldi að vera mjög sterkur og ekkert öruggt að konunum hafi verið óheimilt að tjá sig með þessum hætti. Þannig kunna þeir sem hafa haldið því fram að konurnar hafi framið lögbrot, þar á meðal fólk með lögfræðipróf upp á vasann eins og McCarthy, því að hafa tekið þátt í ósanngjörnum og röngum ásökunum á hendur konunum. Kannski þarf sá sem veitist að konum fyrir notkun þeirra á tjáningarfrelsi og líkir tjáningu þeirra við pólitískan rétttrúnað og nornaveiðar fyrri tíma, að líta sér nær enda hafa konurnar ekki verið sakfelldar fyrir að hafa meitt æru tónlistarmannsins með tjáningu sinni. Grein Helga lauk á orðunum “"Ég er Ingó veðurguð”. Kannski hefði, þegar öllu er á botninn hvolft, farið betur á því að þar undir hefði staðið “Ég er Joseph McCarthy”. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Tengdar fréttir Ég er Ingó Veðurguð Það er gott að berjast gegn kynferðisofbeldi í nútímanum, rétt eins og það var virðingarverður málstaður að berjast gegn áhrifum kommúnismans í bandarísku þjóðlífi á 5. og 6. áratug síðustu aldar. 7. júlí 2021 11:00 Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum ritaði lögfræðingurinn Helgi Áss Grétarsson grein til fjölmiðla um þann storm sem geisað hefur um mál Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns. Í grein lögfræðingsins er nafnlausum ásökunum kvenna á hendur Ingólfi um meint kynferðisofbeldi líkt við athafnir bandaríska öldungadeildarþingmannsins og lögfræðingsins Joseph McCarthy og kallaðar nornaveiðar. Kjarninn í athöfnum lögfræðingsins Joseph McCarthy var að hann barðist gegn útbreiðslu tiltekinnar stjórnmálaskoðunar og voru hvatirnar að baki því, eins og segir í grein Helga, fyrst og fremst persónulegar framavonir þingmannsins sjálfs. Þeir sem lentu á svörtum listum af þessum sökum og sættu atvinnubanni höfðu ekkert til saka unnið annað en að hafa, eða vera grunaðir um að hafa, tiltekna stjórnmálaskoðun sem ekki átti upp á pallborð ríkjandi valdhafa. Reyndar lutu athafnir McCarthy einnig að því að uppræta samkynhneigð innan stjórnsýslunnar og jafnvel óæskilegar trúarskoðanir. Eins og segir í grein Helga voru flestar ásakanir McCarthy, ef ekki allar, reistar á sandi. Þetta gekk á þrátt fyrir að hornsteinn lýðfrjálsra ríkja sé að allir séu jafnir fyrir lögum og skuli njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, kynhneigðar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, kynþáttar o.s.frv. Framangreindum atburðum jafnar Helgi svo við frásagnir kvenna nú á dögum sem sakað hafa einstakling um kynferðisofbeldi gegn sér, sem refsing liggur við ef satt er. Í greininni er talað um réttarfar miðalda og sakfellingar á samfélagsmiðlum. Staðreyndin er hins vegar sú að ásakanir kvennanna á hendur tónlistarmanninum byggja ekki á stjórnmálaskoðunum hans, trú, kynþætti eða öðru slíku. Þær saka tónlistarmanninn um kynferðisofbeldi. Þessar ásakanir eru settar fram í nafni tjáningarfrelsis, sem einnig er varið af stjórnarskrá þessa lands. Í 73. gr. hennar segir að allir séu frjálsir skoðana sinna og sannfæringar og eigi rétt á að láta í ljós hugsanir sínar. Viðbrögð Helga og annarra við tjáningu kvennanna eru sett fram á sömu forsendum. Hvorki er um að ræða pólitískar ofsóknir né hafa sambærileg mál sem upp hafa komið nýlega reynst byggð á sandi, þvert á móti. Því fer fjarri að ásökunum kvennanna og viðbrögðum almennings við þeim megi líkja við réttarfar miðalda og jafna við sakfellingar. Það hafa engin réttarhöld verið haldin og enginn hefur verið sakfelldur. Aðeins hafa komið fram ásakanir og viðbrögð við þeim, jákvæð og neikvæð. Réttarfar miðalda voru athafnir sem efnt var til af opinberu valdi, andlegu og veraldlegu, þar sem réttindi ákærðra voru lítil sem engin og miðuðu fyrst og fremst að því að fá hinn ákærða til að játa. Hvort sem þeim lauk með játningu eða ekki var hinn sakaði hvort sem er sakfelldur og mátti þá þola refsingu, oftar en ekki gjalda með lífi sínu. Þetta á ekkert skylt við það þegar einstaklingur sakar annan einstakling um refsiverða háttsemi. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur í dómum sínum um tjáningarfrelsi slegið því föstu að ásökun einstaklings verði alls ekki jafnað við ákæru hins opinbera þar sem sakfelling um refsiverðan verknað er í húfi. Vissulega er það rétt að til er farvegur fyrir mál þeirra sem telja sig hafa sætt afbroti af hendi annars manns - kæra til lögreglu í von um að málið fari alla leið hjá yfirvöldum. Virðist Helgi telja að í þann farveg, sem hið opinbera býður upp á, skuli málin aðeins leggja og engan annan. Hins vegar verður að árétta það sem að framan segir að ásakanir og umræður um þær eru settar fram í nafni tjáningarfrelsis sem varið er af stjórnarskrá. Stjórnarskrárákvæðið gerir meðal annars ráð fyrir því að sá sem tjáir sig ábyrgist tjáningu sína fyrir dómi. Í þessu sambandi skal bent á að til er farvegur í 242. gr. almennra hegningarlaga fyrir þá sem telja sig sæta óréttmætum og meiðandi nafnlausum ásökunum af hendi annarra. Rétturinn felst í því að kæra ummælin til lögreglu og vonast eftir að málið dagi þar ekki uppi á borðum, sem reyndar er algengara en hitt. Þannig er sá möguleiki til staðar að umræddar konur hafi einfaldlega nýtt rétt sinn í 73. gr. stjórnarskrárinnar til að tjá sannfæringu sína og hugsanir. Miðað við nýlega dómaframkvæmd dómstóla kann réttur einstaklings til að tjá upplifun sína af ofbeldi að vera mjög sterkur og ekkert öruggt að konunum hafi verið óheimilt að tjá sig með þessum hætti. Þannig kunna þeir sem hafa haldið því fram að konurnar hafi framið lögbrot, þar á meðal fólk með lögfræðipróf upp á vasann eins og McCarthy, því að hafa tekið þátt í ósanngjörnum og röngum ásökunum á hendur konunum. Kannski þarf sá sem veitist að konum fyrir notkun þeirra á tjáningarfrelsi og líkir tjáningu þeirra við pólitískan rétttrúnað og nornaveiðar fyrri tíma, að líta sér nær enda hafa konurnar ekki verið sakfelldar fyrir að hafa meitt æru tónlistarmannsins með tjáningu sinni. Grein Helga lauk á orðunum “"Ég er Ingó veðurguð”. Kannski hefði, þegar öllu er á botninn hvolft, farið betur á því að þar undir hefði staðið “Ég er Joseph McCarthy”. Höfundur er lögmaður.
Ég er Ingó Veðurguð Það er gott að berjast gegn kynferðisofbeldi í nútímanum, rétt eins og það var virðingarverður málstaður að berjast gegn áhrifum kommúnismans í bandarísku þjóðlífi á 5. og 6. áratug síðustu aldar. 7. júlí 2021 11:00
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun