Þó Ítalía hafi verið á miklu skriði undanfarin misseri og ekki tapað í síðustu 29 leikjum sínum þegar EM hófst þá hefur liðið endurskapað skondið atvik sem átti sér stað fyrir fyrsta leik liðsins á mótinu.
Er liðið var á leið á leikvanginn fyrir leikinn gegn Tyrkjum þá gleymdist Gianluca Vialli, aðstoðarþjálfari liðsins, næstum. Hann rétt náði í skottið á rútunni áður en hún lagði af stað.
Hefur þetta orðið til þess að liðsrúta Ítalía hefur næstum alltaf farið af stað án Vialli á mótinu.
Þetta virðist virka en Ítalía er komið alla leið í úrslitaleikinn og hefur ekki enn tapað leik á mótinu þó svo að það hafi þurft framlengingu gegn Austurríki í 16-liða úrslitum og vítaspyrnukeppni gegn Spánverjum í undanúrslitum.
#ITA team bus nearly left without Gianluca Vialli pic.twitter.com/658IQ2oB0j
— Football Daily (@footballdaily) July 10, 2021
Leikur Ítalíu og Englands hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 18.10.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.