Nýr miðbær á Selfossi: Eldra fólk með tár á hvarmi Snorri Másson skrifar 10. júlí 2021 19:08 Umgangur var töluverður í nýja miðbænum á Selfossi í dag. Stöð 2 Nýr miðbær opnaði á Selfossi í dag með pompi og prakt. Svæðið er sagt vera lyftistöng fyrir atvinnulífið á staðnum og Selfoss breyttur bær. Opnun miðbæjarins, grillhátíð og hjólakeppni leiddu til þess að örtröð myndaðist í bænum í dag, þrátt fyrir tilraunir til þess að koma í veg fyrir það. Matarmenningarsetur með átta veitingastöðum í hinu endurgerða mjólkurbúi Flóamanna, skyrsýning í sama húsi, fimm verslanir, allt frá Eymundsson til listagallería, og torg í miðju svæðisins eru á meðal þess sem fjöldi fólks kom að skoða í nýja miðbænum á Selfossi í dag. Stjórnarformaður þróunarfélagsins sem reisti miðbærinn er himinlifandi. Um er að ræða mikla fjárfestingu en hann telur að hún muni borga sig. „Þetta er ofboðslega mikil lyftistöng fyrir svæðið og mun smita út frá sér út fyrir miðbæinn líka. Og Selfoss er breyttur bær á eftir,“ segir Leó Árnason, stjórnarformaður Sigtúns. Mjólkurbúið sem Leó er staddur inn í í viðtalinu er reist að fyrirmynd mjólkurbús sem var rifið árið 1956. Í nýju byggingunni er skyrmenningu Íslendinga gert hátt undir höfði. „Hér hefur mætt eldra fólk sem man eftir mjólkurbúinu sem var rifið 1956 og ég verð nú að viðurkenna að ég hef séð tár á hvarmi þeirra,“ segir Leó. Ráðherrar á grillinu Töluverður erill var á Selfossi í dag að sínu leyti einnig vegna Kótelettunnar, árlegrar grillhátíðar sem þar var haldin í 11. sinn. Þangað lögðu leið sína meistaragrillarar en einnig aðstoðargrillarar á borð við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar. Þá voru Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra einnig á grillinu. Flugbáturinn er til sýnis á Helluflugvelli í dag. Grumman Goose-sjóflugvélar mörkuðu spor í flugsögu Íslendinga á upphafsárum reglubundins innanlandsflugs.Matthías Sveinbjörnsson Markvissar aðgerðir skipuleggjenda Kótelettunnar til þess að afstýra umferðarteppu báru ekki tilætlaðan árangur og löng bílaröð gerði vegfarendum lífið leitt frameftir degi eins og fyrri ár. Á Hellu var flughátíðin Allt sem flýgur haldin hátíðleg og náði dagskráin þar hápunkti þegar karamellum var látið rigna úr flugvél, sem gestir kepptust við að tína upp jafnóðum. Þá var bandarískur Grumman Goose-stríðsáraflugbátur til sýnis, sem einnig lagði leið sína að gosstöðvunum í dag. Verkefnið á Selfossi hófst árið 2015, eins og sjá má í fréttinni hér að neðan: Árborg Kótelettan Tengdar fréttir Örtröð við Selfoss Umferð á veginum frá Hveragerði til Selfoss hefur þyngst mikið og er nú komin biðröð frá Selfossi að Ingólfshvoli. 10. júlí 2021 15:02 Samið um starfsemi í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi Samningur var í dag undirritaður um rekstur vinnustofu í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi, sem Sigtún Þróunarfélag keypti í vor. Bankinn Vinnustofa opnar í lok sumars. 1. júlí 2021 14:16 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Matarmenningarsetur með átta veitingastöðum í hinu endurgerða mjólkurbúi Flóamanna, skyrsýning í sama húsi, fimm verslanir, allt frá Eymundsson til listagallería, og torg í miðju svæðisins eru á meðal þess sem fjöldi fólks kom að skoða í nýja miðbænum á Selfossi í dag. Stjórnarformaður þróunarfélagsins sem reisti miðbærinn er himinlifandi. Um er að ræða mikla fjárfestingu en hann telur að hún muni borga sig. „Þetta er ofboðslega mikil lyftistöng fyrir svæðið og mun smita út frá sér út fyrir miðbæinn líka. Og Selfoss er breyttur bær á eftir,“ segir Leó Árnason, stjórnarformaður Sigtúns. Mjólkurbúið sem Leó er staddur inn í í viðtalinu er reist að fyrirmynd mjólkurbús sem var rifið árið 1956. Í nýju byggingunni er skyrmenningu Íslendinga gert hátt undir höfði. „Hér hefur mætt eldra fólk sem man eftir mjólkurbúinu sem var rifið 1956 og ég verð nú að viðurkenna að ég hef séð tár á hvarmi þeirra,“ segir Leó. Ráðherrar á grillinu Töluverður erill var á Selfossi í dag að sínu leyti einnig vegna Kótelettunnar, árlegrar grillhátíðar sem þar var haldin í 11. sinn. Þangað lögðu leið sína meistaragrillarar en einnig aðstoðargrillarar á borð við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar. Þá voru Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra einnig á grillinu. Flugbáturinn er til sýnis á Helluflugvelli í dag. Grumman Goose-sjóflugvélar mörkuðu spor í flugsögu Íslendinga á upphafsárum reglubundins innanlandsflugs.Matthías Sveinbjörnsson Markvissar aðgerðir skipuleggjenda Kótelettunnar til þess að afstýra umferðarteppu báru ekki tilætlaðan árangur og löng bílaröð gerði vegfarendum lífið leitt frameftir degi eins og fyrri ár. Á Hellu var flughátíðin Allt sem flýgur haldin hátíðleg og náði dagskráin þar hápunkti þegar karamellum var látið rigna úr flugvél, sem gestir kepptust við að tína upp jafnóðum. Þá var bandarískur Grumman Goose-stríðsáraflugbátur til sýnis, sem einnig lagði leið sína að gosstöðvunum í dag. Verkefnið á Selfossi hófst árið 2015, eins og sjá má í fréttinni hér að neðan:
Árborg Kótelettan Tengdar fréttir Örtröð við Selfoss Umferð á veginum frá Hveragerði til Selfoss hefur þyngst mikið og er nú komin biðröð frá Selfossi að Ingólfshvoli. 10. júlí 2021 15:02 Samið um starfsemi í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi Samningur var í dag undirritaður um rekstur vinnustofu í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi, sem Sigtún Þróunarfélag keypti í vor. Bankinn Vinnustofa opnar í lok sumars. 1. júlí 2021 14:16 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Örtröð við Selfoss Umferð á veginum frá Hveragerði til Selfoss hefur þyngst mikið og er nú komin biðröð frá Selfossi að Ingólfshvoli. 10. júlí 2021 15:02
Samið um starfsemi í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi Samningur var í dag undirritaður um rekstur vinnustofu í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi, sem Sigtún Þróunarfélag keypti í vor. Bankinn Vinnustofa opnar í lok sumars. 1. júlí 2021 14:16