FÍF telur Isavia hafa sýnt fagleg vinnubrögð í máli flugumferðarstjóra Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. júlí 2021 21:52 Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra telur að Isavia hafi sýnt fagleg vinnubrögð. Vísir/Isavia Ung kona sem var í teymisvinnu með flugumferðarstjórum Isavia ANS frá því í október í fyrra fékk ekki að vita fyrr en í síðustu viku að þeir hafi verið grunaðir um nauðgun frá því í júní í fyrra. Stjórn Félags íslenskra flugumferðarstjóra telur Isavía hafa unnið málið faglega. Tveimur flugumferðarstjórum var sagt upp upp störfum í síðustu viku hjá dótturfélagi Isavia, Isavia ANS, vegna gruns um að hafa nauðgað nemanda í flugumferðarstjórn í júní í fyrra. Rannsókn lögreglu er lokið og var málið var sent til héraðssaksóknara, þar sem það var fellt niður vegna skorts á sönnunargögnum. Sú niðurstaða var hins vegar kærð og er málið nú á borði ríkissaksóknara. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia voru mennirnir færðir til í starfi þegar rannsókn hófst í fyrra. Starfsfólk Isavia ANS var upplýst um málið í síðustu viku. Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra telur að Isavia hafi sýnt fagleg vinnubrögð. „Stjórn FÍF hefur svo sem ekki tekið afstöðu til þess hvort að Isavia hefði átt að láta meinta gerendur fara fyrr þ.e. segja þeim upp störfum. Við treystum því að Isavia hafi gert allt það besta í þessu máli og unnið eins faglega og hratt og þeir gátu,“ segir Arnar. Aðspurður um hvort hann telji eðlilegt að stjórnendur Isavia hafi sett unga konu í teymisvinnu með flugumferðarstjórunum eftir að málið kom upp segir Arnar: „ Það er náttúrulega svipað svar. Við höfum ekki tekið einhverja formlega afstöðu til þessara aðgera sem Isavia greip til.“ Konan sem um ræðir fékk að vita af málinu í síðustu viku þegar vinnustaðasálfræðingur upplýsti hana um það. Hún segir í samtali við fréttastofu að teymisvinnan með mönnunum hafi byrjað í október í fyrra og hafi að mestu farið fram á fjarfundum og verið fagleg. Henni brá hins vegar mikið við fréttirnar og óskaði eftir leyfi frá störfum í einn dag. Arnar segir að stjórn félagsins hafi einnig brugðist við þegar málið kom upp í síðustu viku. Þá hafi annar flugumferðarstjóranna sagt sig frá hlutverki trúnaðarmanns í fyrra þegar málið kom upp. „Stjórnin brást tafarlaust við um leið og okkur barst þessi vitneskja og leysti viðkomandi undan nefndarstörfum sem viðkomandi gegndi fyrir félagið. Annar flugumferðarstjóranna sem um ræðir gegndi stöðu trúnaðarmanns hjá FÍF þegar málið kom upp. „Það kom aldrei inná okkar borð að taka afstöðu til þess að víkja öðrum flugumferðarstjór0anum úr hlutverki trúnaðarmanns á vinnustað. Það var ákvörðun sem hann tók sjálfur. Kynferðisofbeldi Félagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hefðu viljað ljúka máli flugumferðarstjóranna fyrr „Strax þegar við fréttum af þessu máli þá ákváðum við að færa til þessa starfsmenn og pössuðum að skilja að meinta gerendur og þolanda,“ segir Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS, um uppsögn tveggja flugumferðarstjóra sem grunaðir eru um að hafa brotið á tvítugum nemanda í flugumferðarstjórn. 8. júlí 2021 18:31 Flugumferðarstjórum sagt upp vegna gruns um nauðgun Tveimur flugumferðarstjórum hefur verið sagt upp störfum hjá dótturfélagi Isavia, Isavia ANS, vegna gruns um að hafa nauðgað nemanda í flugumferðarstjórn. Starfsmannafundir hafa verið haldnir vegna málsins. 8. júlí 2021 12:00 Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Tveimur flugumferðarstjórum var sagt upp upp störfum í síðustu viku hjá dótturfélagi Isavia, Isavia ANS, vegna gruns um að hafa nauðgað nemanda í flugumferðarstjórn í júní í fyrra. Rannsókn lögreglu er lokið og var málið var sent til héraðssaksóknara, þar sem það var fellt niður vegna skorts á sönnunargögnum. Sú niðurstaða var hins vegar kærð og er málið nú á borði ríkissaksóknara. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia voru mennirnir færðir til í starfi þegar rannsókn hófst í fyrra. Starfsfólk Isavia ANS var upplýst um málið í síðustu viku. Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra telur að Isavia hafi sýnt fagleg vinnubrögð. „Stjórn FÍF hefur svo sem ekki tekið afstöðu til þess hvort að Isavia hefði átt að láta meinta gerendur fara fyrr þ.e. segja þeim upp störfum. Við treystum því að Isavia hafi gert allt það besta í þessu máli og unnið eins faglega og hratt og þeir gátu,“ segir Arnar. Aðspurður um hvort hann telji eðlilegt að stjórnendur Isavia hafi sett unga konu í teymisvinnu með flugumferðarstjórunum eftir að málið kom upp segir Arnar: „ Það er náttúrulega svipað svar. Við höfum ekki tekið einhverja formlega afstöðu til þessara aðgera sem Isavia greip til.“ Konan sem um ræðir fékk að vita af málinu í síðustu viku þegar vinnustaðasálfræðingur upplýsti hana um það. Hún segir í samtali við fréttastofu að teymisvinnan með mönnunum hafi byrjað í október í fyrra og hafi að mestu farið fram á fjarfundum og verið fagleg. Henni brá hins vegar mikið við fréttirnar og óskaði eftir leyfi frá störfum í einn dag. Arnar segir að stjórn félagsins hafi einnig brugðist við þegar málið kom upp í síðustu viku. Þá hafi annar flugumferðarstjóranna sagt sig frá hlutverki trúnaðarmanns í fyrra þegar málið kom upp. „Stjórnin brást tafarlaust við um leið og okkur barst þessi vitneskja og leysti viðkomandi undan nefndarstörfum sem viðkomandi gegndi fyrir félagið. Annar flugumferðarstjóranna sem um ræðir gegndi stöðu trúnaðarmanns hjá FÍF þegar málið kom upp. „Það kom aldrei inná okkar borð að taka afstöðu til þess að víkja öðrum flugumferðarstjór0anum úr hlutverki trúnaðarmanns á vinnustað. Það var ákvörðun sem hann tók sjálfur.
Kynferðisofbeldi Félagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hefðu viljað ljúka máli flugumferðarstjóranna fyrr „Strax þegar við fréttum af þessu máli þá ákváðum við að færa til þessa starfsmenn og pössuðum að skilja að meinta gerendur og þolanda,“ segir Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS, um uppsögn tveggja flugumferðarstjóra sem grunaðir eru um að hafa brotið á tvítugum nemanda í flugumferðarstjórn. 8. júlí 2021 18:31 Flugumferðarstjórum sagt upp vegna gruns um nauðgun Tveimur flugumferðarstjórum hefur verið sagt upp störfum hjá dótturfélagi Isavia, Isavia ANS, vegna gruns um að hafa nauðgað nemanda í flugumferðarstjórn. Starfsmannafundir hafa verið haldnir vegna málsins. 8. júlí 2021 12:00 Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Hefðu viljað ljúka máli flugumferðarstjóranna fyrr „Strax þegar við fréttum af þessu máli þá ákváðum við að færa til þessa starfsmenn og pössuðum að skilja að meinta gerendur og þolanda,“ segir Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS, um uppsögn tveggja flugumferðarstjóra sem grunaðir eru um að hafa brotið á tvítugum nemanda í flugumferðarstjórn. 8. júlí 2021 18:31
Flugumferðarstjórum sagt upp vegna gruns um nauðgun Tveimur flugumferðarstjórum hefur verið sagt upp störfum hjá dótturfélagi Isavia, Isavia ANS, vegna gruns um að hafa nauðgað nemanda í flugumferðarstjórn. Starfsmannafundir hafa verið haldnir vegna málsins. 8. júlí 2021 12:00