FÍF telur Isavia hafa sýnt fagleg vinnubrögð í máli flugumferðarstjóra Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. júlí 2021 21:52 Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra telur að Isavia hafi sýnt fagleg vinnubrögð. Vísir/Isavia Ung kona sem var í teymisvinnu með flugumferðarstjórum Isavia ANS frá því í október í fyrra fékk ekki að vita fyrr en í síðustu viku að þeir hafi verið grunaðir um nauðgun frá því í júní í fyrra. Stjórn Félags íslenskra flugumferðarstjóra telur Isavía hafa unnið málið faglega. Tveimur flugumferðarstjórum var sagt upp upp störfum í síðustu viku hjá dótturfélagi Isavia, Isavia ANS, vegna gruns um að hafa nauðgað nemanda í flugumferðarstjórn í júní í fyrra. Rannsókn lögreglu er lokið og var málið var sent til héraðssaksóknara, þar sem það var fellt niður vegna skorts á sönnunargögnum. Sú niðurstaða var hins vegar kærð og er málið nú á borði ríkissaksóknara. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia voru mennirnir færðir til í starfi þegar rannsókn hófst í fyrra. Starfsfólk Isavia ANS var upplýst um málið í síðustu viku. Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra telur að Isavia hafi sýnt fagleg vinnubrögð. „Stjórn FÍF hefur svo sem ekki tekið afstöðu til þess hvort að Isavia hefði átt að láta meinta gerendur fara fyrr þ.e. segja þeim upp störfum. Við treystum því að Isavia hafi gert allt það besta í þessu máli og unnið eins faglega og hratt og þeir gátu,“ segir Arnar. Aðspurður um hvort hann telji eðlilegt að stjórnendur Isavia hafi sett unga konu í teymisvinnu með flugumferðarstjórunum eftir að málið kom upp segir Arnar: „ Það er náttúrulega svipað svar. Við höfum ekki tekið einhverja formlega afstöðu til þessara aðgera sem Isavia greip til.“ Konan sem um ræðir fékk að vita af málinu í síðustu viku þegar vinnustaðasálfræðingur upplýsti hana um það. Hún segir í samtali við fréttastofu að teymisvinnan með mönnunum hafi byrjað í október í fyrra og hafi að mestu farið fram á fjarfundum og verið fagleg. Henni brá hins vegar mikið við fréttirnar og óskaði eftir leyfi frá störfum í einn dag. Arnar segir að stjórn félagsins hafi einnig brugðist við þegar málið kom upp í síðustu viku. Þá hafi annar flugumferðarstjóranna sagt sig frá hlutverki trúnaðarmanns í fyrra þegar málið kom upp. „Stjórnin brást tafarlaust við um leið og okkur barst þessi vitneskja og leysti viðkomandi undan nefndarstörfum sem viðkomandi gegndi fyrir félagið. Annar flugumferðarstjóranna sem um ræðir gegndi stöðu trúnaðarmanns hjá FÍF þegar málið kom upp. „Það kom aldrei inná okkar borð að taka afstöðu til þess að víkja öðrum flugumferðarstjór0anum úr hlutverki trúnaðarmanns á vinnustað. Það var ákvörðun sem hann tók sjálfur. Kynferðisofbeldi Félagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hefðu viljað ljúka máli flugumferðarstjóranna fyrr „Strax þegar við fréttum af þessu máli þá ákváðum við að færa til þessa starfsmenn og pössuðum að skilja að meinta gerendur og þolanda,“ segir Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS, um uppsögn tveggja flugumferðarstjóra sem grunaðir eru um að hafa brotið á tvítugum nemanda í flugumferðarstjórn. 8. júlí 2021 18:31 Flugumferðarstjórum sagt upp vegna gruns um nauðgun Tveimur flugumferðarstjórum hefur verið sagt upp störfum hjá dótturfélagi Isavia, Isavia ANS, vegna gruns um að hafa nauðgað nemanda í flugumferðarstjórn. Starfsmannafundir hafa verið haldnir vegna málsins. 8. júlí 2021 12:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Sjá meira
Tveimur flugumferðarstjórum var sagt upp upp störfum í síðustu viku hjá dótturfélagi Isavia, Isavia ANS, vegna gruns um að hafa nauðgað nemanda í flugumferðarstjórn í júní í fyrra. Rannsókn lögreglu er lokið og var málið var sent til héraðssaksóknara, þar sem það var fellt niður vegna skorts á sönnunargögnum. Sú niðurstaða var hins vegar kærð og er málið nú á borði ríkissaksóknara. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia voru mennirnir færðir til í starfi þegar rannsókn hófst í fyrra. Starfsfólk Isavia ANS var upplýst um málið í síðustu viku. Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra telur að Isavia hafi sýnt fagleg vinnubrögð. „Stjórn FÍF hefur svo sem ekki tekið afstöðu til þess hvort að Isavia hefði átt að láta meinta gerendur fara fyrr þ.e. segja þeim upp störfum. Við treystum því að Isavia hafi gert allt það besta í þessu máli og unnið eins faglega og hratt og þeir gátu,“ segir Arnar. Aðspurður um hvort hann telji eðlilegt að stjórnendur Isavia hafi sett unga konu í teymisvinnu með flugumferðarstjórunum eftir að málið kom upp segir Arnar: „ Það er náttúrulega svipað svar. Við höfum ekki tekið einhverja formlega afstöðu til þessara aðgera sem Isavia greip til.“ Konan sem um ræðir fékk að vita af málinu í síðustu viku þegar vinnustaðasálfræðingur upplýsti hana um það. Hún segir í samtali við fréttastofu að teymisvinnan með mönnunum hafi byrjað í október í fyrra og hafi að mestu farið fram á fjarfundum og verið fagleg. Henni brá hins vegar mikið við fréttirnar og óskaði eftir leyfi frá störfum í einn dag. Arnar segir að stjórn félagsins hafi einnig brugðist við þegar málið kom upp í síðustu viku. Þá hafi annar flugumferðarstjóranna sagt sig frá hlutverki trúnaðarmanns í fyrra þegar málið kom upp. „Stjórnin brást tafarlaust við um leið og okkur barst þessi vitneskja og leysti viðkomandi undan nefndarstörfum sem viðkomandi gegndi fyrir félagið. Annar flugumferðarstjóranna sem um ræðir gegndi stöðu trúnaðarmanns hjá FÍF þegar málið kom upp. „Það kom aldrei inná okkar borð að taka afstöðu til þess að víkja öðrum flugumferðarstjór0anum úr hlutverki trúnaðarmanns á vinnustað. Það var ákvörðun sem hann tók sjálfur.
Kynferðisofbeldi Félagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hefðu viljað ljúka máli flugumferðarstjóranna fyrr „Strax þegar við fréttum af þessu máli þá ákváðum við að færa til þessa starfsmenn og pössuðum að skilja að meinta gerendur og þolanda,“ segir Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS, um uppsögn tveggja flugumferðarstjóra sem grunaðir eru um að hafa brotið á tvítugum nemanda í flugumferðarstjórn. 8. júlí 2021 18:31 Flugumferðarstjórum sagt upp vegna gruns um nauðgun Tveimur flugumferðarstjórum hefur verið sagt upp störfum hjá dótturfélagi Isavia, Isavia ANS, vegna gruns um að hafa nauðgað nemanda í flugumferðarstjórn. Starfsmannafundir hafa verið haldnir vegna málsins. 8. júlí 2021 12:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Sjá meira
Hefðu viljað ljúka máli flugumferðarstjóranna fyrr „Strax þegar við fréttum af þessu máli þá ákváðum við að færa til þessa starfsmenn og pössuðum að skilja að meinta gerendur og þolanda,“ segir Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS, um uppsögn tveggja flugumferðarstjóra sem grunaðir eru um að hafa brotið á tvítugum nemanda í flugumferðarstjórn. 8. júlí 2021 18:31
Flugumferðarstjórum sagt upp vegna gruns um nauðgun Tveimur flugumferðarstjórum hefur verið sagt upp störfum hjá dótturfélagi Isavia, Isavia ANS, vegna gruns um að hafa nauðgað nemanda í flugumferðarstjórn. Starfsmannafundir hafa verið haldnir vegna málsins. 8. júlí 2021 12:00