Þetta hefur Aftonbladet eftir sænsku lögreglunni og öðrum viðbragðsaðilum. Eldur kviknaði í vélinni eftir að hún hrapaði en um er að ræða litla skrúfuvél af gerðinni DHC-2 Turbo Beaver. Búið er að slökkva eldinn og hefur minnst einn verið fluttur á spítala með sjúkrabíl.
Tilkynning barst um slysið klukkan 19:22 að staðartíma en farþegarnir um borð voru á leiðinni í fallhífastökk. Mikill viðbúnaður er á svæðinu og var allt tiltækt lið kallað á staðinn að sögn talsmanns lögreglunnar.
Ekki liggur fyrir hvað orsakaði slysið. Sænski forsætisráðherrann Stefan Löfven vottaði fólkinu um borð og fjölskyldum þeirra samúð sína á Twitter fyrr í kvöld.
Det är med stor sorg och bestörtning jag i kväll har tagit del av de tragiska uppgifterna om flygkraschen i Örebro. Jag tänker på de drabbade, på deras familjer samt nära och kära i denna mycket svåra stund. Jag vill uttrycka mitt djupaste deltagande i deras sorg.
— SwedishPM (@SwedishPM) July 8, 2021
Fréttin hefur verið uppfærð með tölu látinna.