Pickford búinn að lifa á lyginni og skutlar sér eins og hann sé nýbyrjaður að æfa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2021 18:31 Pickford leit ekkert sérstaklega vel út í markinu sem Danmörk skoraði. Visionhausl/Getty Images Markvörðurinn Jordan Pickford hefur fengið mikla gagnrýni fyrir markið sem Danmörk skoraði gegn Englandi í undanúrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. Þá sérstaklega hvernig hann skutlaði sér á eftir boltanum. Hinn ungi Mikkel Damsgaard kom Dönum yfir með frábæru marki úr aukaspyrnu þegar hálftími var liðinn af leiknum. Markið var það fyrsta sem England fær á sig á mótinu en Pickford hafði skömmu áður bætt met goðsagnarinnar Gordon Banks yfir flestar mínútur spilaðar í landsliðstreyju Englands án þess að fá á sig mark. The longest any England goalkeeper has ever gone without conceding a goal. (12 hours, 7 minutes)Just one goal conceded in six #Euro2020 matches.Respect, Jordan Pickford pic.twitter.com/VrvgCNLNAo— Football on BT Sport (@btsportfootball) July 8, 2021 Í hálfleik fór Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport, yfir markið. Taldi hann að Pickford ætti að gera mun betur. „Þeir hafa brugðist frábærlega við því að hafa Pickford í markinu. Hann á að verja þetta, bara sorry. Pickford er búinn að lifa á lyginni í þessari keppni, hann hefur ekki gert nein mistök. Í þessum leik er hann búinn að vera slakast maður vallarins.“ „Hann á að verja þetta allan daginn, þetta er ekki einu sinni upp í hornið. Frábærlega sparkað og allt það en við skulum ekki blekkja sjálfa okkur, hann á að verja þetta. Ég er himinlifandi að hann sé valinn í markið hjá Englendingum, við skulum ekkert fara í felur með það,“ sagði Ólafur sem er harður stuðningsmaður Danmerkur. Klippa: Óli um mark Dana Markið var svo einnig til umræðu í EM í dag að leik loknum. Helena Ólafsdóttir og Guðmundur Benediktsson voru sammála um að það væri eðlilegt að setja spurningamerki við Pickford í markinu. „Pickford á að taka þennan bolta. Þetta er svona tvo metra frá stönginni og hann stillir sér þannig upp að hann á alveg að eiga möguleika í þetta,“ bætti Ólafur við. „Hann kastar sér í alvöru eins og markmaður sem er búinn að æfa mark í tvo mánuði,“ sagði Guðmundur í kjölfarið. Denmark's wall slid over to block Jordan Pickford's view just before Damsgaard took his free kick. pic.twitter.com/mWh6BbcjZB— ESPN FC (@ESPNFC) July 7, 2021 Á endanum skipti Ólafur reyndar um skoðun þar sem honum fannst Danir einfaldlega útfæra spyrnuna vel. „Við sjáum það kannski ekki í þessu en þegar Danirnir eru að stilla upp í aukaspyrnuna og Englendingar eru búnir að stilla upp veggnum þá voru þrír Danir sem stilla sér upp fyrir utan vegginn. Þeir færa sig rétt áður en spyrnan er tekin. Mér þykir leiðinlegt að segja þetta því ég vil gjarnan klína þessu á Pickford en ég vil frekar segja frábær spyrna. Á sínum allra besta degi hefði Pickford og flestir aðrir tekið þessa spyrnu.“ Klippa: EM í dag: Umræða um mark Dana Ekki eru þó allir á eitt sammála um að alfarið sé hægt að kenna markverði Englendinga um en Matt Pyzdrowski, fyrrum atvinnumarkvörður sem og markmannssérfræðingur The Athletic, fór ítarlega yfir skot Damsgaard og hversu litla möguleika Pickford átti. Seeing where Mikkel Damsgaard s free-kick hit the back of the net, I understand why some might question why Jordan Pickford didn t get there and make the save, but it s not that simple for @TheAthleticUK https://t.co/VuGcUujbaM— Matt Pyzdrowski (@mattpyzdrowski) July 8, 2021 David Preece, fyrrum atvinnumarkvörður sem lék um skamma stund með Keflavík hér á landi, tók í sama streng. It s a brilliantly struck free kick. Pacey, dipping trajectory. Forget it s not in the corner. Denmark put up a double wall to block Pickford s view so his response time is minimal unless he guesses. All credit to Damsgaard.— David Preece (@davidpreece12) July 7, 2021 Englendingar höfðu á endanum betur gegn Danmörku eftir framlengdan leik og eru komnir í úrslit Evrópumótsins í fyrsta sinn í sögunni. Pickford hefur aðeins fengið á sig eitt mark í mótinu til þessa og ljóst að Ítalía á ærið verkefni fyrir höndum á sunnudag er úrslitaleikur mótsins fer fram. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umdeild vítaspyrna skipti sköpum er England fór í úrslit í fyrsta sinn England vann 2-1 sigur á Danmörku eftir framlengdan leik í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta á Wembley í Lundúnum í kvöld. Þeir ensku mæta Ítölum í úrslitum á sunnudag. 7. júlí 2021 21:35 Kyrrlátur Pickford stór ástæða þess að Englendingar eru bjartsýnir Jordan Pickford, landsliðsmarkvörður Englands, er eini markvörður Evrópumótsins sem hefur ekki enn fengið á sig mark í keppninni. Raunar er það þannig að Pickford hefur ekki fengið á sig mark í síðustu níu leikjum. 1. júlí 2021 08:01 Segir þá ensku finna lykt af gulli Margrét Lára Viðarsdóttir, spekingur Stöðvar 2 Sports, hrífst ekki af leikstíl enska landsliðsins í fótbolta en segir hann árangursríkan. 29. júní 2021 19:00 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Sjá meira
Hinn ungi Mikkel Damsgaard kom Dönum yfir með frábæru marki úr aukaspyrnu þegar hálftími var liðinn af leiknum. Markið var það fyrsta sem England fær á sig á mótinu en Pickford hafði skömmu áður bætt met goðsagnarinnar Gordon Banks yfir flestar mínútur spilaðar í landsliðstreyju Englands án þess að fá á sig mark. The longest any England goalkeeper has ever gone without conceding a goal. (12 hours, 7 minutes)Just one goal conceded in six #Euro2020 matches.Respect, Jordan Pickford pic.twitter.com/VrvgCNLNAo— Football on BT Sport (@btsportfootball) July 8, 2021 Í hálfleik fór Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport, yfir markið. Taldi hann að Pickford ætti að gera mun betur. „Þeir hafa brugðist frábærlega við því að hafa Pickford í markinu. Hann á að verja þetta, bara sorry. Pickford er búinn að lifa á lyginni í þessari keppni, hann hefur ekki gert nein mistök. Í þessum leik er hann búinn að vera slakast maður vallarins.“ „Hann á að verja þetta allan daginn, þetta er ekki einu sinni upp í hornið. Frábærlega sparkað og allt það en við skulum ekki blekkja sjálfa okkur, hann á að verja þetta. Ég er himinlifandi að hann sé valinn í markið hjá Englendingum, við skulum ekkert fara í felur með það,“ sagði Ólafur sem er harður stuðningsmaður Danmerkur. Klippa: Óli um mark Dana Markið var svo einnig til umræðu í EM í dag að leik loknum. Helena Ólafsdóttir og Guðmundur Benediktsson voru sammála um að það væri eðlilegt að setja spurningamerki við Pickford í markinu. „Pickford á að taka þennan bolta. Þetta er svona tvo metra frá stönginni og hann stillir sér þannig upp að hann á alveg að eiga möguleika í þetta,“ bætti Ólafur við. „Hann kastar sér í alvöru eins og markmaður sem er búinn að æfa mark í tvo mánuði,“ sagði Guðmundur í kjölfarið. Denmark's wall slid over to block Jordan Pickford's view just before Damsgaard took his free kick. pic.twitter.com/mWh6BbcjZB— ESPN FC (@ESPNFC) July 7, 2021 Á endanum skipti Ólafur reyndar um skoðun þar sem honum fannst Danir einfaldlega útfæra spyrnuna vel. „Við sjáum það kannski ekki í þessu en þegar Danirnir eru að stilla upp í aukaspyrnuna og Englendingar eru búnir að stilla upp veggnum þá voru þrír Danir sem stilla sér upp fyrir utan vegginn. Þeir færa sig rétt áður en spyrnan er tekin. Mér þykir leiðinlegt að segja þetta því ég vil gjarnan klína þessu á Pickford en ég vil frekar segja frábær spyrna. Á sínum allra besta degi hefði Pickford og flestir aðrir tekið þessa spyrnu.“ Klippa: EM í dag: Umræða um mark Dana Ekki eru þó allir á eitt sammála um að alfarið sé hægt að kenna markverði Englendinga um en Matt Pyzdrowski, fyrrum atvinnumarkvörður sem og markmannssérfræðingur The Athletic, fór ítarlega yfir skot Damsgaard og hversu litla möguleika Pickford átti. Seeing where Mikkel Damsgaard s free-kick hit the back of the net, I understand why some might question why Jordan Pickford didn t get there and make the save, but it s not that simple for @TheAthleticUK https://t.co/VuGcUujbaM— Matt Pyzdrowski (@mattpyzdrowski) July 8, 2021 David Preece, fyrrum atvinnumarkvörður sem lék um skamma stund með Keflavík hér á landi, tók í sama streng. It s a brilliantly struck free kick. Pacey, dipping trajectory. Forget it s not in the corner. Denmark put up a double wall to block Pickford s view so his response time is minimal unless he guesses. All credit to Damsgaard.— David Preece (@davidpreece12) July 7, 2021 Englendingar höfðu á endanum betur gegn Danmörku eftir framlengdan leik og eru komnir í úrslit Evrópumótsins í fyrsta sinn í sögunni. Pickford hefur aðeins fengið á sig eitt mark í mótinu til þessa og ljóst að Ítalía á ærið verkefni fyrir höndum á sunnudag er úrslitaleikur mótsins fer fram. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umdeild vítaspyrna skipti sköpum er England fór í úrslit í fyrsta sinn England vann 2-1 sigur á Danmörku eftir framlengdan leik í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta á Wembley í Lundúnum í kvöld. Þeir ensku mæta Ítölum í úrslitum á sunnudag. 7. júlí 2021 21:35 Kyrrlátur Pickford stór ástæða þess að Englendingar eru bjartsýnir Jordan Pickford, landsliðsmarkvörður Englands, er eini markvörður Evrópumótsins sem hefur ekki enn fengið á sig mark í keppninni. Raunar er það þannig að Pickford hefur ekki fengið á sig mark í síðustu níu leikjum. 1. júlí 2021 08:01 Segir þá ensku finna lykt af gulli Margrét Lára Viðarsdóttir, spekingur Stöðvar 2 Sports, hrífst ekki af leikstíl enska landsliðsins í fótbolta en segir hann árangursríkan. 29. júní 2021 19:00 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Sjá meira
Umdeild vítaspyrna skipti sköpum er England fór í úrslit í fyrsta sinn England vann 2-1 sigur á Danmörku eftir framlengdan leik í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta á Wembley í Lundúnum í kvöld. Þeir ensku mæta Ítölum í úrslitum á sunnudag. 7. júlí 2021 21:35
Kyrrlátur Pickford stór ástæða þess að Englendingar eru bjartsýnir Jordan Pickford, landsliðsmarkvörður Englands, er eini markvörður Evrópumótsins sem hefur ekki enn fengið á sig mark í keppninni. Raunar er það þannig að Pickford hefur ekki fengið á sig mark í síðustu níu leikjum. 1. júlí 2021 08:01
Segir þá ensku finna lykt af gulli Margrét Lára Viðarsdóttir, spekingur Stöðvar 2 Sports, hrífst ekki af leikstíl enska landsliðsins í fótbolta en segir hann árangursríkan. 29. júní 2021 19:00