UEFA kærir Englendinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2021 11:32 Kasper Schmeichel ræðir málin við hollenska dómarann Danny Makkelie í undanúrslitaleiknum á Wembley í gær. EPA-EFE/Andy Rain Enska landsliðið er komið í úrslitaleik á stórmóti í fyrsta sinn í 55 ár en það lítur út fyrir að hegðun stuðningsmanna liðsins á Wembley í gær kalli á aðgerðir og refsingar frá yfirvöldum evrópska fótboltans. England vann 2-1 sigur á Danmörku í undanúrslitaleiknum og mætir Ítölum á sunnudagskvöldið. Báðir leikirnir fara fram á heimavelli enska landsliðsins, Wembley, og fyrir framan tugþúsundir stuðningsmanna enska liðsins. Uefa has charged England after a laser pointer was directed at Denmark goalkeeper Kasper Schmeichel during Wednesday's #Euro2020 semi-final. #bbceuro2020 #ENG— BBC Sport (@BBCSport) July 8, 2021 Það voru einhverjir svartir sauðir meðal áhorfenda í gær og hefur eitt atvik vakið hneykslan hjá mörgum. UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, ákvað í dag að taka á því máli. UEFA hefur ákveðið að kæra enska knattspyrnusambandið fyrir notkun leysigeisla á leiknum í gær. UEFA sendi frá sér fréttatilkynningu í dag í kjölfar þess að fjölmiðlar voru farnir að fjalla um leysigeislann sem var beint að höfði Kaspers Schmeichel, markvarðar danska landsliðsins. #ENG charged by UEFA over fan directing laser pen at Schmeichel, flares and disturbance during national anthem. #EURO2020 pic.twitter.com/yNxZwO7TWM— Henry Winter (@henrywinter) July 8, 2021 Atvikið gerðist í umdeildri vítaspyrnu sem Englendingar fengu í framlengingunni. Kasper Schmeichel varði vítið en Harry Kane skoraði úr frákastinu. Myndir sýna greinilega þegar leysigeisla er beint framan í andlit Schmeichel. NEWS | #ENG have been charged by UEFA after a laser pointer was directed at Kasper Schmeichel during the win over #DEN. https://t.co/8AVjnA2ZjX— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 8, 2021 Englendingar eiga líka á hættu að vera refsað fyrir aðra slæma hegðun áhorfenda á leiknum eins og þegar þeir bauluðu á þjóðsögn Dana sem og fyrir ólöglega notkun blysa. Samkvæmt heimildum The Athletic þá mun enska sambandið væntanlega fá átta þúsund evru sekt fyrir leysigeislann og fimm hundruð evru sekt fyrir hvert blys eða flugeld. Átta þúsund evrur eru meira en 1,1 milljón íslenskra króna og 500 evrur eru rúmlega 73 þúsund íslenskar krónur. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta UEFA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
England vann 2-1 sigur á Danmörku í undanúrslitaleiknum og mætir Ítölum á sunnudagskvöldið. Báðir leikirnir fara fram á heimavelli enska landsliðsins, Wembley, og fyrir framan tugþúsundir stuðningsmanna enska liðsins. Uefa has charged England after a laser pointer was directed at Denmark goalkeeper Kasper Schmeichel during Wednesday's #Euro2020 semi-final. #bbceuro2020 #ENG— BBC Sport (@BBCSport) July 8, 2021 Það voru einhverjir svartir sauðir meðal áhorfenda í gær og hefur eitt atvik vakið hneykslan hjá mörgum. UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, ákvað í dag að taka á því máli. UEFA hefur ákveðið að kæra enska knattspyrnusambandið fyrir notkun leysigeisla á leiknum í gær. UEFA sendi frá sér fréttatilkynningu í dag í kjölfar þess að fjölmiðlar voru farnir að fjalla um leysigeislann sem var beint að höfði Kaspers Schmeichel, markvarðar danska landsliðsins. #ENG charged by UEFA over fan directing laser pen at Schmeichel, flares and disturbance during national anthem. #EURO2020 pic.twitter.com/yNxZwO7TWM— Henry Winter (@henrywinter) July 8, 2021 Atvikið gerðist í umdeildri vítaspyrnu sem Englendingar fengu í framlengingunni. Kasper Schmeichel varði vítið en Harry Kane skoraði úr frákastinu. Myndir sýna greinilega þegar leysigeisla er beint framan í andlit Schmeichel. NEWS | #ENG have been charged by UEFA after a laser pointer was directed at Kasper Schmeichel during the win over #DEN. https://t.co/8AVjnA2ZjX— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 8, 2021 Englendingar eiga líka á hættu að vera refsað fyrir aðra slæma hegðun áhorfenda á leiknum eins og þegar þeir bauluðu á þjóðsögn Dana sem og fyrir ólöglega notkun blysa. Samkvæmt heimildum The Athletic þá mun enska sambandið væntanlega fá átta þúsund evru sekt fyrir leysigeislann og fimm hundruð evru sekt fyrir hvert blys eða flugeld. Átta þúsund evrur eru meira en 1,1 milljón íslenskra króna og 500 evrur eru rúmlega 73 þúsund íslenskar krónur. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta UEFA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira