Sport

Titlaflói stendur undir nafni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nikita Kucherov lyftir hér Stanley bikarnum eftir sigur Tampa Bay Lightning liðsins á Montreal Canadiens.
Nikita Kucherov lyftir hér Stanley bikarnum eftir sigur Tampa Bay Lightning liðsins á Montreal Canadiens. AP/Phelan Ebenhack

Tampa Bay Lightning tryggði sér sigur í bandarísku íshokkídeildinni í nótt og varði þar með titilinn sinn sem félagið vann fyrir aðeins níu mánuðum síðar.

Tampa Bay, eða Titlaflói eins og sumir eru farnir að kalla borgina, hefur því eignast þrjú meistaralið á innan við einu ári því Tampa Bay Buccaneers liðið vann NFL deildina í febrúar.

Tampa Bay vann 1-0 sigur á Montreal Canadiens í fimmta leik lokaúrslitanna og þar með úrslitaeinvígið 4-1 samanlagt.

Einu leikmennirnir sem höfðu ekki unnið Stanley bikarinn bjuggu til sigurmarkið. Nýliðinn Ross Colton skoraði þá eftir stoðsendingu frá varnarmanninum David Savard þegar 13:27 voru liðnar af öðrum leikhluta.

Á leið sinni í úrslitaleikinn sló Tampa Bay út Florida Panthers (4-2), Carolina Hurricanes (4-1) og New York Islanders (4-3) sem liðið vann í undanúrslitunum.

Lightning liðið varð fyrsta liðið til að verja NHL-titilinn sinn síðan Pittsburgh Penguins vann 2016 og 2017.

Markvörðurinn Andrei Vasilevskiy var valinn mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×