„Megum ekki dragast lengra aftur úr“ Sindri Sverrisson skrifar 8. júlí 2021 11:01 Það er mikið í húfi fyrir FH-inga og í raun íslenskan fótbolta í Kaplakrika í dag. vísir/hulda margrét „Þetta verða erfiðir leikir en möguleikarnir eru alveg til staðar,“ segir Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH, fyrir einvígið við írska liðið Sligo Rovers sem hefst í Kaplakrika í dag. Hann segir alla sem koma að íslenskri knattspyrnu þurfa að spyrna við fótum eftir dapurt gengi félagsliða í Evrópukeppnum karla síðustu ár. FH og Sligo mætast klukkan 18 í fyrri leik sínum í fyrstu umferð undankeppni hinnar nýju Sambandsdeildar UEFA í fótbolta. Seinni leikurinn er á Írlandi eftir viku. Sigurliðið í einvíginu mætir Rosenborg í Noregi, liði sem Matthías gjörþekkir eftir að hafa orðið norskur meistari með því fjögur ár í röð fram til ársins 2019. Liðið sem stendur í veginum fyrir endurkomu Matthíasar á Lerkendal-leikvanginn er í harðri baráttu um írska meistaratitilinn. Deildarkeppnin á Írlandi er leikin um sumar líkt og sú íslenska, og er Sligo jafnt Shamrock Rovers á toppnum. „Þetta er svolítið „ó-breskt“ lið. Þeir eru mjög vel spilandi, með snögga sóknarmenn. Þau bresku lið sem ég hef mætt í gegnum tíðina hafa aftur á móti oftast verið mjög líkamlega sterk, góð í föstum leikatriðum og slíkt. Þetta lið virðist hins vegar aðeins öðruvísi. Gott fótboltalið,“ segir Matthías um Sligo Rovers. Feginn að fá loksins heila æfingaviku FH-ingar hafa ekki fagnað sigri í sjö leikjum í röð í Pepsi Max-deildinni og eru þar mikið nær botnsætinu en toppsætinu. Matthías er þakklátur fyrir að FH skuli nú hafa haft nokkra daga til að vinna í sínum málum: „Að sjálfsögðu tekur það á, eða ég vona það alla vega, að gengið síðustu vikur hefur alls ekki verið nógu gott. Ég verð að viðurkenna að það var mjög gott að fá heila æfingaviku núna, fram að leik, því það hefur verið ansi þétt spilað frá því eftir landsleikjapásuna í byrjun júní. Við höfum bara haft 3-4 daga á milli leikja í margar vikur og þurft að einbeita okkur að endurheimt og að vera klárir í næsta leik. Núna náðum við að vinna í hlutum sem við þurfum að laga og það fannst mér gott.“ Matthías Vilhjálmsson og félagar hafa ekki átt góðu gengi að fagna í sumar en hefja nú keppni í Sambandsdeildinni.vísir/bára Logi Ólafsson hætti sem þjálfari FH og er Ólafur Jóhannesson nú orðinn samstarfsmaður Davíðs Þórs Viðarssonar í brúnni. Þeir hafa stýrt FH saman í síðustu þremur leikjum: „Óli þekkir allt hérna í Krikanum, ég þekki hann vel og hann þekkir marga í liðinu. Hann er náttúrulega einn sigursælasti þjálfari í íslenskri knattspyrnu og það hefur verið rosalega gaman að fá hann inn. Hann hefur komið með sínar áherslur inn í þetta og mér líst mjög vel á hann,“ segir Matthías um áhrif Ólafs. „Allir sem koma að íslenskri knattspyrnu þurfa að líta í eigin barm“ FH-ingar eru enn fjær Evrópusæti í Pepsi Max-deildinni en ella vegna þess að í ár eru aðeins þrjú Evrópusæti í boði fyrir íslensk félagslið í stað fjögurra áður. Það er vegna lélegs árangurs íslenskra liða síðustu ár, en hvert jafntefli og hver sigur skilar liðunum og þar með Íslandi stigum í kladdann hjá UEFA, sem úthlutar Evrópusætum eftir því. „Allir sem koma að íslenskri knattspyrnu þurfa að líta í eigin barm. Við megum ekki dragast lengra aftur úr,“ segir Matthías. „Við sjáum að margar þjóðir eru að bæta sig og bæta, með hverju árinu, og þetta verður alltaf erfiðara og erfiðara. Allt landið þarf að bæta sig og ná betri úrslitum í Evrópu, en þar spila auðvitað margir þættir inn í. Við þurfum að æfa meira og betur, og öll umgjörð að vera „tip top“ því hún er nánast óaðfinnanleg í flestum þessara landa fyrir utan Ísland. Við þurfum að vera best í því sem er „ókeypis“, sem sagt hvernig við æfum og hversu mikið, og hvernig haldið er utan um þetta,“ segir hinn 34 ára gamli Matthías sem sneri heim í vetur eftir níu farsæl ár í atvinnumennsku. Sambandsdeild Evrópu FH Pepsi Max-deild karla Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
FH og Sligo mætast klukkan 18 í fyrri leik sínum í fyrstu umferð undankeppni hinnar nýju Sambandsdeildar UEFA í fótbolta. Seinni leikurinn er á Írlandi eftir viku. Sigurliðið í einvíginu mætir Rosenborg í Noregi, liði sem Matthías gjörþekkir eftir að hafa orðið norskur meistari með því fjögur ár í röð fram til ársins 2019. Liðið sem stendur í veginum fyrir endurkomu Matthíasar á Lerkendal-leikvanginn er í harðri baráttu um írska meistaratitilinn. Deildarkeppnin á Írlandi er leikin um sumar líkt og sú íslenska, og er Sligo jafnt Shamrock Rovers á toppnum. „Þetta er svolítið „ó-breskt“ lið. Þeir eru mjög vel spilandi, með snögga sóknarmenn. Þau bresku lið sem ég hef mætt í gegnum tíðina hafa aftur á móti oftast verið mjög líkamlega sterk, góð í föstum leikatriðum og slíkt. Þetta lið virðist hins vegar aðeins öðruvísi. Gott fótboltalið,“ segir Matthías um Sligo Rovers. Feginn að fá loksins heila æfingaviku FH-ingar hafa ekki fagnað sigri í sjö leikjum í röð í Pepsi Max-deildinni og eru þar mikið nær botnsætinu en toppsætinu. Matthías er þakklátur fyrir að FH skuli nú hafa haft nokkra daga til að vinna í sínum málum: „Að sjálfsögðu tekur það á, eða ég vona það alla vega, að gengið síðustu vikur hefur alls ekki verið nógu gott. Ég verð að viðurkenna að það var mjög gott að fá heila æfingaviku núna, fram að leik, því það hefur verið ansi þétt spilað frá því eftir landsleikjapásuna í byrjun júní. Við höfum bara haft 3-4 daga á milli leikja í margar vikur og þurft að einbeita okkur að endurheimt og að vera klárir í næsta leik. Núna náðum við að vinna í hlutum sem við þurfum að laga og það fannst mér gott.“ Matthías Vilhjálmsson og félagar hafa ekki átt góðu gengi að fagna í sumar en hefja nú keppni í Sambandsdeildinni.vísir/bára Logi Ólafsson hætti sem þjálfari FH og er Ólafur Jóhannesson nú orðinn samstarfsmaður Davíðs Þórs Viðarssonar í brúnni. Þeir hafa stýrt FH saman í síðustu þremur leikjum: „Óli þekkir allt hérna í Krikanum, ég þekki hann vel og hann þekkir marga í liðinu. Hann er náttúrulega einn sigursælasti þjálfari í íslenskri knattspyrnu og það hefur verið rosalega gaman að fá hann inn. Hann hefur komið með sínar áherslur inn í þetta og mér líst mjög vel á hann,“ segir Matthías um áhrif Ólafs. „Allir sem koma að íslenskri knattspyrnu þurfa að líta í eigin barm“ FH-ingar eru enn fjær Evrópusæti í Pepsi Max-deildinni en ella vegna þess að í ár eru aðeins þrjú Evrópusæti í boði fyrir íslensk félagslið í stað fjögurra áður. Það er vegna lélegs árangurs íslenskra liða síðustu ár, en hvert jafntefli og hver sigur skilar liðunum og þar með Íslandi stigum í kladdann hjá UEFA, sem úthlutar Evrópusætum eftir því. „Allir sem koma að íslenskri knattspyrnu þurfa að líta í eigin barm. Við megum ekki dragast lengra aftur úr,“ segir Matthías. „Við sjáum að margar þjóðir eru að bæta sig og bæta, með hverju árinu, og þetta verður alltaf erfiðara og erfiðara. Allt landið þarf að bæta sig og ná betri úrslitum í Evrópu, en þar spila auðvitað margir þættir inn í. Við þurfum að æfa meira og betur, og öll umgjörð að vera „tip top“ því hún er nánast óaðfinnanleg í flestum þessara landa fyrir utan Ísland. Við þurfum að vera best í því sem er „ókeypis“, sem sagt hvernig við æfum og hversu mikið, og hvernig haldið er utan um þetta,“ segir hinn 34 ára gamli Matthías sem sneri heim í vetur eftir níu farsæl ár í atvinnumennsku.
Sambandsdeild Evrópu FH Pepsi Max-deild karla Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn