Litlar sem engar líkur á að finna fólk á lífi Samúel Karl Ólason skrifar 7. júlí 2021 09:05 Lík 36 hafa fundist og 109 er enn saknað. AP/Lynne Sladky Líkamsleifar átta manns fundust í gær í rústum fjölbýlishúss sem hrundi nýverið í bænum Surfside í Flórída. Enn er rúmlega hundrað manns saknað og ráðamenn sem stýra björgunarstörfum í rústunum virðast telja litlar líkur á því að finna fólk á lífi í rústunum. Enn sem komið er hefur enginn fundist á lífi síðan húsið hrundi óvænt aðfaranótt 24. júní. Lík 36 hafa fundist og 109 er enn saknað, þó ekki sé staðfest að allir þeirra hafi verið í Champlain Towers South þegar hluti hússins hrundi. Leitin hefur staðið yfir í fjórtán daga og hefur rigning og rok vegna óveðursins Elsu komið niður á leitarstarfi. AP fréttaveitan segir forsvarsmenn leitarinnar enn tala um að finna að fólk á lífi en tónn þeirra hafi breyst töluvert. Til marks um það hafi einn yfirmanna lögreglunnar sagt í gærkvöldi að helsta verkefni leitarmanna væri að veita aðstandendum þeirra sem saknað er svör. Sambærilegur tónn var í ummælum slökkviliðsstjóra Miami -Dade sýslu sem sagði að verið væri að leita að opnum rýmum í rústunum sem fólk gæti verið í en útlitið væri ekki gott. Leitarmenn hefðu engar jákvæðar vísbendingar séð. Hann sagði nánast engar líkur á því að finna einhvern á lífi. Sérfræðingar sem hafa skoðað rústirnar segjast hafa séð merki um galla í grunni fjölbýlishússins, sem var þrettán hæðir. Mögulega hafi byggingin verið gölluð. Eigendur hússins vissu af því að þörf var á umfangsmiklum og kostnaðarsömum viðgerðum en húsið var byggt árið 1981. Stjórn hússins hafði sent byggingarfulltrúa skýrslu sem gerð var um ástand hússins og sá hafði sagt húsið í mjög góðu ástandi. Bandaríkin Húshrun í Miami Tengdar fréttir Tala látinna komin yfir þrjátíu í Surfside Fjögur lík fundust í rústum íbúðablokkarinnar sem hrundi í bænum Surfside á Flórída í Bandaríkjunum og er tala látinna nú komin upp í 32. Enn er á annað hundrað manns saknað. 6. júlí 2021 14:55 Enn fjölgar þeim sem finnast undir rústum blokkarinnar í Surfside Þrjú lík hafa fundist til viðbótar undir rústum íbúðablokkarinnar sem hrundi fyrirvaralaust í bænum Surfside á Flórída fyrir rúmri viku. Er heildartala látinna nú komin í 27 en 118 íbúa er enn saknað og er talið ólíklegt að nokkur finnist á lífi. 5. júlí 2021 22:00 Björgunaraðgerðum hætt í bili og húsið verður rifið Leit að þeim sem saknað er í rústum fjölbýlishússins sem hrundi í bænum Surfside á Flórída þann 24. júní hefur verið hætt tímabundið, þar sem rífa á það sem eftir stendur af húsinu. Enginn hefur fundist á lífi í rústunum frá því nokkrum klukkutímum eftir að byggingin hrundi. 4. júlí 2021 11:01 Þrætur íbúa blokkarinnar töfðu viðgerðir Meirihluti stjórnar húsfélags blokkarinnar sem hrundi í bænum Surfside á Flórída sagði af sér í skugga deilna um hvort ráðast ætti í viðgerðir á byggingunni í kjölfar skýrslu verkfræðinga sem leiddi í ljós skemmdir. Að minnsta kosti átján eru látnir. 1. júlí 2021 12:23 Meiriháttar skemmdir íbúðablokkarinnar lágu fyrir Verkfræðingar höfðu greint frá meiriháttar skemmdum á steypu íbúðablokkarinnar sem hrundi í bænum Surfside á Flórída fyrr í vikunni. 26. júní 2021 15:12 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira
Enn sem komið er hefur enginn fundist á lífi síðan húsið hrundi óvænt aðfaranótt 24. júní. Lík 36 hafa fundist og 109 er enn saknað, þó ekki sé staðfest að allir þeirra hafi verið í Champlain Towers South þegar hluti hússins hrundi. Leitin hefur staðið yfir í fjórtán daga og hefur rigning og rok vegna óveðursins Elsu komið niður á leitarstarfi. AP fréttaveitan segir forsvarsmenn leitarinnar enn tala um að finna að fólk á lífi en tónn þeirra hafi breyst töluvert. Til marks um það hafi einn yfirmanna lögreglunnar sagt í gærkvöldi að helsta verkefni leitarmanna væri að veita aðstandendum þeirra sem saknað er svör. Sambærilegur tónn var í ummælum slökkviliðsstjóra Miami -Dade sýslu sem sagði að verið væri að leita að opnum rýmum í rústunum sem fólk gæti verið í en útlitið væri ekki gott. Leitarmenn hefðu engar jákvæðar vísbendingar séð. Hann sagði nánast engar líkur á því að finna einhvern á lífi. Sérfræðingar sem hafa skoðað rústirnar segjast hafa séð merki um galla í grunni fjölbýlishússins, sem var þrettán hæðir. Mögulega hafi byggingin verið gölluð. Eigendur hússins vissu af því að þörf var á umfangsmiklum og kostnaðarsömum viðgerðum en húsið var byggt árið 1981. Stjórn hússins hafði sent byggingarfulltrúa skýrslu sem gerð var um ástand hússins og sá hafði sagt húsið í mjög góðu ástandi.
Bandaríkin Húshrun í Miami Tengdar fréttir Tala látinna komin yfir þrjátíu í Surfside Fjögur lík fundust í rústum íbúðablokkarinnar sem hrundi í bænum Surfside á Flórída í Bandaríkjunum og er tala látinna nú komin upp í 32. Enn er á annað hundrað manns saknað. 6. júlí 2021 14:55 Enn fjölgar þeim sem finnast undir rústum blokkarinnar í Surfside Þrjú lík hafa fundist til viðbótar undir rústum íbúðablokkarinnar sem hrundi fyrirvaralaust í bænum Surfside á Flórída fyrir rúmri viku. Er heildartala látinna nú komin í 27 en 118 íbúa er enn saknað og er talið ólíklegt að nokkur finnist á lífi. 5. júlí 2021 22:00 Björgunaraðgerðum hætt í bili og húsið verður rifið Leit að þeim sem saknað er í rústum fjölbýlishússins sem hrundi í bænum Surfside á Flórída þann 24. júní hefur verið hætt tímabundið, þar sem rífa á það sem eftir stendur af húsinu. Enginn hefur fundist á lífi í rústunum frá því nokkrum klukkutímum eftir að byggingin hrundi. 4. júlí 2021 11:01 Þrætur íbúa blokkarinnar töfðu viðgerðir Meirihluti stjórnar húsfélags blokkarinnar sem hrundi í bænum Surfside á Flórída sagði af sér í skugga deilna um hvort ráðast ætti í viðgerðir á byggingunni í kjölfar skýrslu verkfræðinga sem leiddi í ljós skemmdir. Að minnsta kosti átján eru látnir. 1. júlí 2021 12:23 Meiriháttar skemmdir íbúðablokkarinnar lágu fyrir Verkfræðingar höfðu greint frá meiriháttar skemmdum á steypu íbúðablokkarinnar sem hrundi í bænum Surfside á Flórída fyrr í vikunni. 26. júní 2021 15:12 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira
Tala látinna komin yfir þrjátíu í Surfside Fjögur lík fundust í rústum íbúðablokkarinnar sem hrundi í bænum Surfside á Flórída í Bandaríkjunum og er tala látinna nú komin upp í 32. Enn er á annað hundrað manns saknað. 6. júlí 2021 14:55
Enn fjölgar þeim sem finnast undir rústum blokkarinnar í Surfside Þrjú lík hafa fundist til viðbótar undir rústum íbúðablokkarinnar sem hrundi fyrirvaralaust í bænum Surfside á Flórída fyrir rúmri viku. Er heildartala látinna nú komin í 27 en 118 íbúa er enn saknað og er talið ólíklegt að nokkur finnist á lífi. 5. júlí 2021 22:00
Björgunaraðgerðum hætt í bili og húsið verður rifið Leit að þeim sem saknað er í rústum fjölbýlishússins sem hrundi í bænum Surfside á Flórída þann 24. júní hefur verið hætt tímabundið, þar sem rífa á það sem eftir stendur af húsinu. Enginn hefur fundist á lífi í rústunum frá því nokkrum klukkutímum eftir að byggingin hrundi. 4. júlí 2021 11:01
Þrætur íbúa blokkarinnar töfðu viðgerðir Meirihluti stjórnar húsfélags blokkarinnar sem hrundi í bænum Surfside á Flórída sagði af sér í skugga deilna um hvort ráðast ætti í viðgerðir á byggingunni í kjölfar skýrslu verkfræðinga sem leiddi í ljós skemmdir. Að minnsta kosti átján eru látnir. 1. júlí 2021 12:23
Meiriháttar skemmdir íbúðablokkarinnar lágu fyrir Verkfræðingar höfðu greint frá meiriháttar skemmdum á steypu íbúðablokkarinnar sem hrundi í bænum Surfside á Flórída fyrr í vikunni. 26. júní 2021 15:12