Chris Paul frábær í langþráðum fyrsta leik sínum í lokaúrslitum NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2021 07:31 Chris Paul hafði heldur betur ástæðu til að brosa eftir leik eitt í lokaúrslitum NBA þar sem Phoenix Suns vann góðan sigur og hann átti frábæran leik. AP/Ross D. Franklin Giannis Antetokounmpo kom óvænt aftur inn í lið Milwaukee Bucks en það kom ekki í veg fyrir það að Phoenix Suns er komið í 1-0 í úrslitaeinvíginu um NBA titilinn í körfubolta. Chris Paul var búinn að bíða lengi eftir því að fá að spila í lokaúrslitum NBA og þegar kom loksins að því þá var hann heldur betur tilbúinn. @CP3 tallies 32 PTS, 9 AST in his Finals debut, guiding the @Suns to victory in Game 1! #ThatsGame #NBAFinals presented by YouTube TV Game 2: Thursday - 9:00pm/et, ABC pic.twitter.com/aXN1PS1Lwx— NBA (@NBA) July 7, 2021 Paul var með 32 stig og 9 stoðsendingar og Phoenix Suns vann þrettán stiga sigur á Milwaukee Bucks, 118-105. Devin Booker bætti við 27 stigum. Paul hefur spilað í deildinni í sextán ár og hefur verið einn besti leikstjórnandi hennar þann tíma. Suns liðið var eitt af slökustu liðum deildarinnar fyrir stuttu síðan en koma Paul hefur haft frábær áhrif á ungar stjörnur liðsins. Einn af þeim er Booker og annar er miðherjinn Deandre Ayton sem var með 22 stig og 19 fráköst í leiknum í nótt. Phoenix Suns hefur aldrei unnið titilinn, hafði ekki komist í úrslitakeppnina síðan árið 2010 og var fyrir aðeins tveimur árum með lélegasta árangurinn í allir deildinni. Devin Booker adds 27 PTS, 6 AST in the @Suns Game 1 win at home! #ThatsGame #NBAFinals presented by YouTube TV Game 2: Thursday - 9:00pm/et, ABC pic.twitter.com/E2AAxVyLr0— NBA (@NBA) July 7, 2021 Chris Paul kom fyrir þetta tímabil og var leiðtoginn sem þetta unga lið þurfti á að halda. „Við höfum verið að byggja liðið upp allt tímabilið fyrir stund eins og þess. Við ætlum að halda áfram að spila. Þetta er bara einn leikur og við verðum að halda einbeitingunni,“ sagði Chris Paul eftir leikinn. Leikurinn var á heimavelli Phoenix og það verður einnig næsti leikur. Leikir þrjú og fjögur verða síðan spilaðir á heimavelli Bucks. Leikurinn í nótt var fyrsti leikurinn í lokaúrslitum í Phoenix síðan að Michael Jordan og félagar í Chicago Bulls tryggðu sér titil númer þrjú í röð sumarið 1993. 22 PTS, 19 REB for Ayton! @DeandreAyton's MASSIVE double-double helps the @Suns take a 1-0 lead in the #NBAFinals presented by YouTube TV! #ThatsGame Game 2: Thursday - 9:00pm/et, ABC pic.twitter.com/4xW60RclnB— NBA (@NBA) July 7, 2021 Paul var frábær í þriðja leikhlutanum þar sem hann skoraði 16 stig og Suns vann 35-27. Eftir hann voru heimamenn komnir með sextán stiga forskot og leikurinn í þeirra höndum. Giannis Antetokounmpo var búinn að missa af tveimur leikjum í röð vegna hnémeiðsla en Bucks vann þá báða. Það var ekki búist við Grikkjanum í þessum fyrsta leik en hann gat spilað og var með 20 stig og 17 fráköst. Khris Middleton var stigahæstur í Milwaukee liðinu með 29 stig en þetta er þriðja einvígið í röð í þessari úrslitakeppni þar sem liðið tapar leik eitt. Það kom ekki að sök í hinum tveimur einvígunum þannig að leikmenn Bucks ættu að þekkja vel hvernig á að haga sér í þessari stöðu. Hear from Chris Paul after his 32-point, 9 assist performance led the @Suns to victory in Game 1 of the #NBAFinals presented by YouTube TV! #ThatsGame Game 2: Thursday - 9:00pm/et, ABC pic.twitter.com/dWVVOIp5Gx— NBA (@NBA) July 7, 2021 NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Sjá meira
Chris Paul var búinn að bíða lengi eftir því að fá að spila í lokaúrslitum NBA og þegar kom loksins að því þá var hann heldur betur tilbúinn. @CP3 tallies 32 PTS, 9 AST in his Finals debut, guiding the @Suns to victory in Game 1! #ThatsGame #NBAFinals presented by YouTube TV Game 2: Thursday - 9:00pm/et, ABC pic.twitter.com/aXN1PS1Lwx— NBA (@NBA) July 7, 2021 Paul var með 32 stig og 9 stoðsendingar og Phoenix Suns vann þrettán stiga sigur á Milwaukee Bucks, 118-105. Devin Booker bætti við 27 stigum. Paul hefur spilað í deildinni í sextán ár og hefur verið einn besti leikstjórnandi hennar þann tíma. Suns liðið var eitt af slökustu liðum deildarinnar fyrir stuttu síðan en koma Paul hefur haft frábær áhrif á ungar stjörnur liðsins. Einn af þeim er Booker og annar er miðherjinn Deandre Ayton sem var með 22 stig og 19 fráköst í leiknum í nótt. Phoenix Suns hefur aldrei unnið titilinn, hafði ekki komist í úrslitakeppnina síðan árið 2010 og var fyrir aðeins tveimur árum með lélegasta árangurinn í allir deildinni. Devin Booker adds 27 PTS, 6 AST in the @Suns Game 1 win at home! #ThatsGame #NBAFinals presented by YouTube TV Game 2: Thursday - 9:00pm/et, ABC pic.twitter.com/E2AAxVyLr0— NBA (@NBA) July 7, 2021 Chris Paul kom fyrir þetta tímabil og var leiðtoginn sem þetta unga lið þurfti á að halda. „Við höfum verið að byggja liðið upp allt tímabilið fyrir stund eins og þess. Við ætlum að halda áfram að spila. Þetta er bara einn leikur og við verðum að halda einbeitingunni,“ sagði Chris Paul eftir leikinn. Leikurinn var á heimavelli Phoenix og það verður einnig næsti leikur. Leikir þrjú og fjögur verða síðan spilaðir á heimavelli Bucks. Leikurinn í nótt var fyrsti leikurinn í lokaúrslitum í Phoenix síðan að Michael Jordan og félagar í Chicago Bulls tryggðu sér titil númer þrjú í röð sumarið 1993. 22 PTS, 19 REB for Ayton! @DeandreAyton's MASSIVE double-double helps the @Suns take a 1-0 lead in the #NBAFinals presented by YouTube TV! #ThatsGame Game 2: Thursday - 9:00pm/et, ABC pic.twitter.com/4xW60RclnB— NBA (@NBA) July 7, 2021 Paul var frábær í þriðja leikhlutanum þar sem hann skoraði 16 stig og Suns vann 35-27. Eftir hann voru heimamenn komnir með sextán stiga forskot og leikurinn í þeirra höndum. Giannis Antetokounmpo var búinn að missa af tveimur leikjum í röð vegna hnémeiðsla en Bucks vann þá báða. Það var ekki búist við Grikkjanum í þessum fyrsta leik en hann gat spilað og var með 20 stig og 17 fráköst. Khris Middleton var stigahæstur í Milwaukee liðinu með 29 stig en þetta er þriðja einvígið í röð í þessari úrslitakeppni þar sem liðið tapar leik eitt. Það kom ekki að sök í hinum tveimur einvígunum þannig að leikmenn Bucks ættu að þekkja vel hvernig á að haga sér í þessari stöðu. Hear from Chris Paul after his 32-point, 9 assist performance led the @Suns to victory in Game 1 of the #NBAFinals presented by YouTube TV! #ThatsGame Game 2: Thursday - 9:00pm/et, ABC pic.twitter.com/dWVVOIp5Gx— NBA (@NBA) July 7, 2021
NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Sjá meira