Chris Paul frábær í langþráðum fyrsta leik sínum í lokaúrslitum NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2021 07:31 Chris Paul hafði heldur betur ástæðu til að brosa eftir leik eitt í lokaúrslitum NBA þar sem Phoenix Suns vann góðan sigur og hann átti frábæran leik. AP/Ross D. Franklin Giannis Antetokounmpo kom óvænt aftur inn í lið Milwaukee Bucks en það kom ekki í veg fyrir það að Phoenix Suns er komið í 1-0 í úrslitaeinvíginu um NBA titilinn í körfubolta. Chris Paul var búinn að bíða lengi eftir því að fá að spila í lokaúrslitum NBA og þegar kom loksins að því þá var hann heldur betur tilbúinn. @CP3 tallies 32 PTS, 9 AST in his Finals debut, guiding the @Suns to victory in Game 1! #ThatsGame #NBAFinals presented by YouTube TV Game 2: Thursday - 9:00pm/et, ABC pic.twitter.com/aXN1PS1Lwx— NBA (@NBA) July 7, 2021 Paul var með 32 stig og 9 stoðsendingar og Phoenix Suns vann þrettán stiga sigur á Milwaukee Bucks, 118-105. Devin Booker bætti við 27 stigum. Paul hefur spilað í deildinni í sextán ár og hefur verið einn besti leikstjórnandi hennar þann tíma. Suns liðið var eitt af slökustu liðum deildarinnar fyrir stuttu síðan en koma Paul hefur haft frábær áhrif á ungar stjörnur liðsins. Einn af þeim er Booker og annar er miðherjinn Deandre Ayton sem var með 22 stig og 19 fráköst í leiknum í nótt. Phoenix Suns hefur aldrei unnið titilinn, hafði ekki komist í úrslitakeppnina síðan árið 2010 og var fyrir aðeins tveimur árum með lélegasta árangurinn í allir deildinni. Devin Booker adds 27 PTS, 6 AST in the @Suns Game 1 win at home! #ThatsGame #NBAFinals presented by YouTube TV Game 2: Thursday - 9:00pm/et, ABC pic.twitter.com/E2AAxVyLr0— NBA (@NBA) July 7, 2021 Chris Paul kom fyrir þetta tímabil og var leiðtoginn sem þetta unga lið þurfti á að halda. „Við höfum verið að byggja liðið upp allt tímabilið fyrir stund eins og þess. Við ætlum að halda áfram að spila. Þetta er bara einn leikur og við verðum að halda einbeitingunni,“ sagði Chris Paul eftir leikinn. Leikurinn var á heimavelli Phoenix og það verður einnig næsti leikur. Leikir þrjú og fjögur verða síðan spilaðir á heimavelli Bucks. Leikurinn í nótt var fyrsti leikurinn í lokaúrslitum í Phoenix síðan að Michael Jordan og félagar í Chicago Bulls tryggðu sér titil númer þrjú í röð sumarið 1993. 22 PTS, 19 REB for Ayton! @DeandreAyton's MASSIVE double-double helps the @Suns take a 1-0 lead in the #NBAFinals presented by YouTube TV! #ThatsGame Game 2: Thursday - 9:00pm/et, ABC pic.twitter.com/4xW60RclnB— NBA (@NBA) July 7, 2021 Paul var frábær í þriðja leikhlutanum þar sem hann skoraði 16 stig og Suns vann 35-27. Eftir hann voru heimamenn komnir með sextán stiga forskot og leikurinn í þeirra höndum. Giannis Antetokounmpo var búinn að missa af tveimur leikjum í röð vegna hnémeiðsla en Bucks vann þá báða. Það var ekki búist við Grikkjanum í þessum fyrsta leik en hann gat spilað og var með 20 stig og 17 fráköst. Khris Middleton var stigahæstur í Milwaukee liðinu með 29 stig en þetta er þriðja einvígið í röð í þessari úrslitakeppni þar sem liðið tapar leik eitt. Það kom ekki að sök í hinum tveimur einvígunum þannig að leikmenn Bucks ættu að þekkja vel hvernig á að haga sér í þessari stöðu. Hear from Chris Paul after his 32-point, 9 assist performance led the @Suns to victory in Game 1 of the #NBAFinals presented by YouTube TV! #ThatsGame Game 2: Thursday - 9:00pm/et, ABC pic.twitter.com/dWVVOIp5Gx— NBA (@NBA) July 7, 2021 NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Chris Paul var búinn að bíða lengi eftir því að fá að spila í lokaúrslitum NBA og þegar kom loksins að því þá var hann heldur betur tilbúinn. @CP3 tallies 32 PTS, 9 AST in his Finals debut, guiding the @Suns to victory in Game 1! #ThatsGame #NBAFinals presented by YouTube TV Game 2: Thursday - 9:00pm/et, ABC pic.twitter.com/aXN1PS1Lwx— NBA (@NBA) July 7, 2021 Paul var með 32 stig og 9 stoðsendingar og Phoenix Suns vann þrettán stiga sigur á Milwaukee Bucks, 118-105. Devin Booker bætti við 27 stigum. Paul hefur spilað í deildinni í sextán ár og hefur verið einn besti leikstjórnandi hennar þann tíma. Suns liðið var eitt af slökustu liðum deildarinnar fyrir stuttu síðan en koma Paul hefur haft frábær áhrif á ungar stjörnur liðsins. Einn af þeim er Booker og annar er miðherjinn Deandre Ayton sem var með 22 stig og 19 fráköst í leiknum í nótt. Phoenix Suns hefur aldrei unnið titilinn, hafði ekki komist í úrslitakeppnina síðan árið 2010 og var fyrir aðeins tveimur árum með lélegasta árangurinn í allir deildinni. Devin Booker adds 27 PTS, 6 AST in the @Suns Game 1 win at home! #ThatsGame #NBAFinals presented by YouTube TV Game 2: Thursday - 9:00pm/et, ABC pic.twitter.com/E2AAxVyLr0— NBA (@NBA) July 7, 2021 Chris Paul kom fyrir þetta tímabil og var leiðtoginn sem þetta unga lið þurfti á að halda. „Við höfum verið að byggja liðið upp allt tímabilið fyrir stund eins og þess. Við ætlum að halda áfram að spila. Þetta er bara einn leikur og við verðum að halda einbeitingunni,“ sagði Chris Paul eftir leikinn. Leikurinn var á heimavelli Phoenix og það verður einnig næsti leikur. Leikir þrjú og fjögur verða síðan spilaðir á heimavelli Bucks. Leikurinn í nótt var fyrsti leikurinn í lokaúrslitum í Phoenix síðan að Michael Jordan og félagar í Chicago Bulls tryggðu sér titil númer þrjú í röð sumarið 1993. 22 PTS, 19 REB for Ayton! @DeandreAyton's MASSIVE double-double helps the @Suns take a 1-0 lead in the #NBAFinals presented by YouTube TV! #ThatsGame Game 2: Thursday - 9:00pm/et, ABC pic.twitter.com/4xW60RclnB— NBA (@NBA) July 7, 2021 Paul var frábær í þriðja leikhlutanum þar sem hann skoraði 16 stig og Suns vann 35-27. Eftir hann voru heimamenn komnir með sextán stiga forskot og leikurinn í þeirra höndum. Giannis Antetokounmpo var búinn að missa af tveimur leikjum í röð vegna hnémeiðsla en Bucks vann þá báða. Það var ekki búist við Grikkjanum í þessum fyrsta leik en hann gat spilað og var með 20 stig og 17 fráköst. Khris Middleton var stigahæstur í Milwaukee liðinu með 29 stig en þetta er þriðja einvígið í röð í þessari úrslitakeppni þar sem liðið tapar leik eitt. Það kom ekki að sök í hinum tveimur einvígunum þannig að leikmenn Bucks ættu að þekkja vel hvernig á að haga sér í þessari stöðu. Hear from Chris Paul after his 32-point, 9 assist performance led the @Suns to victory in Game 1 of the #NBAFinals presented by YouTube TV! #ThatsGame Game 2: Thursday - 9:00pm/et, ABC pic.twitter.com/dWVVOIp5Gx— NBA (@NBA) July 7, 2021
NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti