Agla María: Ef við vinnum alla leiki þá er titillinn okkar Sverrir Már Smárason skrifar 6. júlí 2021 22:56 Agla María Albertsdóttir var eðlilega í skýjunum með sigur liðsins í kvöld. VÍSIR/VILHELM Agla María Albertsdóttir, landsliðskona og leikmaður Breiðabliks, var að vonum sátt eftir dramatískan 3-2 endurkomusigur síns liðs gegn Þrótti í Laugardalnum í kvöld. „Já, bara stórkostleg tilfinning, ótrúlega sætt. Það var mjög svekkjandi að lenda þarna 2-1 undir og bara að jafna þá höfðum við allar trú á þessu allan tímann, get ekki lýst þessu, bara frábært.“ sagði Agla María. Blikastúlkur höfðu mikla yfirburði á vellinum í fyrri hálfleik en náði einungis að skora eitt mark. Í síðari hálfleik tóku Þróttarar við sér og komust 2-1 yfir áður en Breiðablik snéru leiknum aftur í sigur í blálokin þar sem Agla María jafnaði meðal annars í 2-2. „Það vantaði aðeins uppá á síðasta þriðjungi og þetta var svolítið stöngin út.“ sagði Agla María um fyrri hálfleikinn og hafði þegar hún var beðin um að lýsa eigin marki sagði Agla María „hún stóð aðeins framarlega og fjær hornið var laust, auðvitað þarf smá heppni líka en mér fannst ég eiga þetta skilið eftir sláarskotið í fyrri hálfleik.“ Breiðablik eru einu stigi á eftir Val á toppi deildarinnar. Agla María segir þær lítið pæla í öðrum liðum og að þær ætli að vinna rest. „Sko, ef við vinnum alla leiki sem eftir eru þá er titillinn okkar svo við pælum ekki mikið í þeim (Val).“ Að lokum voru komnar upp vangaveltur um það hvort Agla María væri á leið í atvinnumennsku nú í glugganum. Agla María sagði svo ekki vera. „Ég er bara samningsbundin Breiðabliki og stefni á að klára tímabilið með þeim.“ Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Breiðablik Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Meistararnir þurfa að svara fyrir sig Eftir tap gegn Stjörnunni mæta Íslandsmeistarar Breiðabliks liði Þróttar í Laugardalnum í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. 6. júlí 2021 19:15 Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
„Já, bara stórkostleg tilfinning, ótrúlega sætt. Það var mjög svekkjandi að lenda þarna 2-1 undir og bara að jafna þá höfðum við allar trú á þessu allan tímann, get ekki lýst þessu, bara frábært.“ sagði Agla María. Blikastúlkur höfðu mikla yfirburði á vellinum í fyrri hálfleik en náði einungis að skora eitt mark. Í síðari hálfleik tóku Þróttarar við sér og komust 2-1 yfir áður en Breiðablik snéru leiknum aftur í sigur í blálokin þar sem Agla María jafnaði meðal annars í 2-2. „Það vantaði aðeins uppá á síðasta þriðjungi og þetta var svolítið stöngin út.“ sagði Agla María um fyrri hálfleikinn og hafði þegar hún var beðin um að lýsa eigin marki sagði Agla María „hún stóð aðeins framarlega og fjær hornið var laust, auðvitað þarf smá heppni líka en mér fannst ég eiga þetta skilið eftir sláarskotið í fyrri hálfleik.“ Breiðablik eru einu stigi á eftir Val á toppi deildarinnar. Agla María segir þær lítið pæla í öðrum liðum og að þær ætli að vinna rest. „Sko, ef við vinnum alla leiki sem eftir eru þá er titillinn okkar svo við pælum ekki mikið í þeim (Val).“ Að lokum voru komnar upp vangaveltur um það hvort Agla María væri á leið í atvinnumennsku nú í glugganum. Agla María sagði svo ekki vera. „Ég er bara samningsbundin Breiðabliki og stefni á að klára tímabilið með þeim.“ Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Breiðablik Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Meistararnir þurfa að svara fyrir sig Eftir tap gegn Stjörnunni mæta Íslandsmeistarar Breiðabliks liði Þróttar í Laugardalnum í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. 6. júlí 2021 19:15 Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Meistararnir þurfa að svara fyrir sig Eftir tap gegn Stjörnunni mæta Íslandsmeistarar Breiðabliks liði Þróttar í Laugardalnum í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. 6. júlí 2021 19:15