Vilja hafa upp á bréfritara úr utanríkisráðuneytinu Kjartan Kjartansson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 6. júlí 2021 15:37 Bréfið var stílað á Svartagaldur, fyrirtæki Guðbjörns Dan, móðurbróður Hauks Hilmarssonar. Höfundur bréfsins sagði ekki til nafns en sagðist hafa unnið í utanríkisráðuneytinu. Guðbjörn Dan Gunnarsson Fjölskylda Hauks Hilmarssonar sem talið er að hafi fallið í Sýrlandi reynir nú að hafa upp á óþekktum bréfritara sem heldur því fram að einstaklingur í utanríkisráðuneytinu hafi unnið að því að þagga málið niður. Haukur gekk til liðs við vopnaðar sveitir Kúrda sem börðust gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Talið er að hann hafi fallið í loftárás Tyrkja í Afrin-héraði í Sýrlandi árið 2018. Hann var 31 árs gamall. Fjölskylda Hauks reyndi að fá íslensk stjórnvöld til þess að fá Tyrki til þess að skila líki hans til Íslands. Hún hefur verið afar ósátt við viðbrögð utanríkisráðuneytisins við málinu og sakað það um aðgerðaleysi. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sagði allt hafa verið reynt til að komast að afdrifum Hauks. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði á sínum tíma að málið væri í algerum forgangi hjá utanríkisráðuneytinu. Hún ræddi meðal annars mál Hauks við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, þegar þær hittust í mars árið 2018. Guðbjörn Dan Gunnarsson, móðurbróðir Hauks, auglýsti í dag eftir höfundi nafnlauss bréfs sem barst fyrirtæki hans. Í samtali við Vísi segir Guðbjörn að bréfið hafi beðið hans á skrifstofunni þegar hann kom í sumarfríi og að hann viti því ekki hvenær það barst. Bréfritari segist hafa starfað í utanríkisráðuneytinu þegar mál Hauks kom upp og heldur því fram að málið hafi verið þaggað niður þar. Guðbjörn segir bréfritarann nafngreina starfsmann ráðuneytisins sem eigi að hafa unnið að því að kæfa málið. Lýsir Guðbjörn efnis bréfsins sem sláandi. Hann vill aftur á móti ekki upplýsa frekar um innihalds béfsins þar sem það er nafnlaust. Því brá hann á það ráð að auglýsa eftir bréfritaranum og heita honum fullri nafnleynd. „Mér er ekki vel við það að birta nafnlausar upplýsingar. Ég held í vonina að það verði haft samband. Ef ég tel þær upplýsingar fullnægjandi verður það birt,“ segir hann. Guðbjörn segir bréfið staðfesta að mörgu leyti það sem fjölskylduna hafi grunað að pólitískar skoðanir Hauks hafi haft áhrift á hvernig utanríkisráðuneytið tók á máli hans. Hann vilji þó fá staðfestingu á áreiðanleika upplýsinganna. „Ég trúi öllu því sem kemur fram í bréfinu en það er hins vegar möguleiki á því að þetta bréf sé skrifað til að koma pólitísku höggi á þennan aðila sem er skrifað um. Það er möguleiki og ég vil ekki taka þátt í því,“ Því vilji fjölskyldan reyna að fá staðfestingu á því að bréfritarinn sé sá sem hann segist vera. Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segist í samtali við Vísi hafa séð Facebook-færslu Guðbjörns. „Við höfum ekki séð þetta bréf og það virðist nafnlaust. Meira er ekki um málið að segja.“ Utanríkismál Tyrkland Sýrland Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Gleymdist að geta Hauks í skýrslu þjóðaröryggisráðs Stjórnvöld hafa beðist afsökunar vegna villu í skýrslu þjóðaröryggisráðs þar sem fjallað er um hryðjuverkaógn. Í skýrslunni var ranglega tekið fram ekki sé vitað um neina Íslendinga sem hafi tekið beinan þátt í aðgerðum bandamanna gegn ISIS-hryðjuverkasamtökunum í Írak og Sýrlandi. 4. mars 2021 22:54 Haukur breytti útliti sínu til að komast til Afrín-héraðs Arnar Þórisson dagskrárgerðarmaður Kveiks hélt á slóðir Hauks í Sýrlandi í haust. 5. febrúar 2019 20:29 Tölva Hauks á leið til Íslands Tölva Hauks Hilmarssonar er komin til Evrópu. Móðir Hauks vonast til að tölvan rati til Íslands á næstunni. 20. janúar 2019 18:32 Guðlaugur Þór segir allt hafa verið gert til að finna Hauk Hilmarsson Utanríkisráðherra segir að hann og utanríkisráðuneytið hafi gert allt sem í þeirra valdi standi til að komast að örlögum Hauks Hilmarssonar sem saknað hefur verið í Sýrlandi frá því í febrúar. 8. nóvember 2018 13:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Haukur gekk til liðs við vopnaðar sveitir Kúrda sem börðust gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Talið er að hann hafi fallið í loftárás Tyrkja í Afrin-héraði í Sýrlandi árið 2018. Hann var 31 árs gamall. Fjölskylda Hauks reyndi að fá íslensk stjórnvöld til þess að fá Tyrki til þess að skila líki hans til Íslands. Hún hefur verið afar ósátt við viðbrögð utanríkisráðuneytisins við málinu og sakað það um aðgerðaleysi. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sagði allt hafa verið reynt til að komast að afdrifum Hauks. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði á sínum tíma að málið væri í algerum forgangi hjá utanríkisráðuneytinu. Hún ræddi meðal annars mál Hauks við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, þegar þær hittust í mars árið 2018. Guðbjörn Dan Gunnarsson, móðurbróðir Hauks, auglýsti í dag eftir höfundi nafnlauss bréfs sem barst fyrirtæki hans. Í samtali við Vísi segir Guðbjörn að bréfið hafi beðið hans á skrifstofunni þegar hann kom í sumarfríi og að hann viti því ekki hvenær það barst. Bréfritari segist hafa starfað í utanríkisráðuneytinu þegar mál Hauks kom upp og heldur því fram að málið hafi verið þaggað niður þar. Guðbjörn segir bréfritarann nafngreina starfsmann ráðuneytisins sem eigi að hafa unnið að því að kæfa málið. Lýsir Guðbjörn efnis bréfsins sem sláandi. Hann vill aftur á móti ekki upplýsa frekar um innihalds béfsins þar sem það er nafnlaust. Því brá hann á það ráð að auglýsa eftir bréfritaranum og heita honum fullri nafnleynd. „Mér er ekki vel við það að birta nafnlausar upplýsingar. Ég held í vonina að það verði haft samband. Ef ég tel þær upplýsingar fullnægjandi verður það birt,“ segir hann. Guðbjörn segir bréfið staðfesta að mörgu leyti það sem fjölskylduna hafi grunað að pólitískar skoðanir Hauks hafi haft áhrift á hvernig utanríkisráðuneytið tók á máli hans. Hann vilji þó fá staðfestingu á áreiðanleika upplýsinganna. „Ég trúi öllu því sem kemur fram í bréfinu en það er hins vegar möguleiki á því að þetta bréf sé skrifað til að koma pólitísku höggi á þennan aðila sem er skrifað um. Það er möguleiki og ég vil ekki taka þátt í því,“ Því vilji fjölskyldan reyna að fá staðfestingu á því að bréfritarinn sé sá sem hann segist vera. Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segist í samtali við Vísi hafa séð Facebook-færslu Guðbjörns. „Við höfum ekki séð þetta bréf og það virðist nafnlaust. Meira er ekki um málið að segja.“
Utanríkismál Tyrkland Sýrland Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Gleymdist að geta Hauks í skýrslu þjóðaröryggisráðs Stjórnvöld hafa beðist afsökunar vegna villu í skýrslu þjóðaröryggisráðs þar sem fjallað er um hryðjuverkaógn. Í skýrslunni var ranglega tekið fram ekki sé vitað um neina Íslendinga sem hafi tekið beinan þátt í aðgerðum bandamanna gegn ISIS-hryðjuverkasamtökunum í Írak og Sýrlandi. 4. mars 2021 22:54 Haukur breytti útliti sínu til að komast til Afrín-héraðs Arnar Þórisson dagskrárgerðarmaður Kveiks hélt á slóðir Hauks í Sýrlandi í haust. 5. febrúar 2019 20:29 Tölva Hauks á leið til Íslands Tölva Hauks Hilmarssonar er komin til Evrópu. Móðir Hauks vonast til að tölvan rati til Íslands á næstunni. 20. janúar 2019 18:32 Guðlaugur Þór segir allt hafa verið gert til að finna Hauk Hilmarsson Utanríkisráðherra segir að hann og utanríkisráðuneytið hafi gert allt sem í þeirra valdi standi til að komast að örlögum Hauks Hilmarssonar sem saknað hefur verið í Sýrlandi frá því í febrúar. 8. nóvember 2018 13:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Gleymdist að geta Hauks í skýrslu þjóðaröryggisráðs Stjórnvöld hafa beðist afsökunar vegna villu í skýrslu þjóðaröryggisráðs þar sem fjallað er um hryðjuverkaógn. Í skýrslunni var ranglega tekið fram ekki sé vitað um neina Íslendinga sem hafi tekið beinan þátt í aðgerðum bandamanna gegn ISIS-hryðjuverkasamtökunum í Írak og Sýrlandi. 4. mars 2021 22:54
Haukur breytti útliti sínu til að komast til Afrín-héraðs Arnar Þórisson dagskrárgerðarmaður Kveiks hélt á slóðir Hauks í Sýrlandi í haust. 5. febrúar 2019 20:29
Tölva Hauks á leið til Íslands Tölva Hauks Hilmarssonar er komin til Evrópu. Móðir Hauks vonast til að tölvan rati til Íslands á næstunni. 20. janúar 2019 18:32
Guðlaugur Þór segir allt hafa verið gert til að finna Hauk Hilmarsson Utanríkisráðherra segir að hann og utanríkisráðuneytið hafi gert allt sem í þeirra valdi standi til að komast að örlögum Hauks Hilmarssonar sem saknað hefur verið í Sýrlandi frá því í febrúar. 8. nóvember 2018 13:00