Valsmenn lausir við EM-kappa á illa förnum velli í Zagreb Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2021 16:01 Mario Gavranovic skoraði jöfnunarmark Sviss gegn Frakklandi og einnig í vítaspyrnukeppninni þegar Svisslendingar slógu heimsmeistarana út af EM. EPA/JEAN-CHRISTOPHE BOTT Valsmenn eiga fyrir höndum gríðarlega erfiðan leik á illa förnum Maksimir-vellinum í Zagreb á miðvikudaginn, í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Dinamo Zagreb er sennilega sterkasta liðið í fyrstu umferð undankeppninnar enda átti liðið átta fulltrúa á Evrópumótinu sem nú er að ljúka, og sló út Tottenham í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í vetur. Dinamo var auk þess í þriðja sæti yfir þau félög sem „ólu upp“ flesta leikmenn á EM – menn á borð við Luka Modric, Mateo Kovacic og fleiri. Leikmenn Dinamo sem spiluðu á EM virðast hins vegar flestir fá stutt sumarfrí í stað þess að mæta Val á miðvikudaginn. Ein af hetjum Sviss, Mario Gavranovic, verður alla vega í fríi og Króatarnir Mislav Orsic, sem skoraði í tapinu gegn Spáni, Bruno Petkovic og Dominik Livakovic, aðalmarkvörður Króata, verða ekki með gegn Val, samkvæmt króatíska miðlinum 24 Sata. Illa farinn völlur en áhorfendur mega mæta Miðillinn bendir á það að Maksimir-völlurinn sé í skelfilegu ástandi vegna sýkingar í grassverðinum. Leikurinn við Val verður fyrsti heimaleikur Dinamo síðan 22. maí þegar liðið lauk síðasta tímabili, þar sem liðið varð króatískur meistari af miklu öryggi. Sjá má á myndum á heimasíðu Dinamo hve illa farinn völlur liðsins er.Dinamo Zagreb Það verða hins vegar áhorfendur á Maksimir-leikvanginum, í fyrsta sinn í níu mánuði vegna banns sem sett var vegna kórónuveirufaraldursins. Leikur Dinamo Zagreb og Vals hefst kl. 17 á miðvikudaginn og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Liðin mætast svo aftur á Hlíðarenda viku síðar. Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Dinamo Zagreb er sennilega sterkasta liðið í fyrstu umferð undankeppninnar enda átti liðið átta fulltrúa á Evrópumótinu sem nú er að ljúka, og sló út Tottenham í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í vetur. Dinamo var auk þess í þriðja sæti yfir þau félög sem „ólu upp“ flesta leikmenn á EM – menn á borð við Luka Modric, Mateo Kovacic og fleiri. Leikmenn Dinamo sem spiluðu á EM virðast hins vegar flestir fá stutt sumarfrí í stað þess að mæta Val á miðvikudaginn. Ein af hetjum Sviss, Mario Gavranovic, verður alla vega í fríi og Króatarnir Mislav Orsic, sem skoraði í tapinu gegn Spáni, Bruno Petkovic og Dominik Livakovic, aðalmarkvörður Króata, verða ekki með gegn Val, samkvæmt króatíska miðlinum 24 Sata. Illa farinn völlur en áhorfendur mega mæta Miðillinn bendir á það að Maksimir-völlurinn sé í skelfilegu ástandi vegna sýkingar í grassverðinum. Leikurinn við Val verður fyrsti heimaleikur Dinamo síðan 22. maí þegar liðið lauk síðasta tímabili, þar sem liðið varð króatískur meistari af miklu öryggi. Sjá má á myndum á heimasíðu Dinamo hve illa farinn völlur liðsins er.Dinamo Zagreb Það verða hins vegar áhorfendur á Maksimir-leikvanginum, í fyrsta sinn í níu mánuði vegna banns sem sett var vegna kórónuveirufaraldursins. Leikur Dinamo Zagreb og Vals hefst kl. 17 á miðvikudaginn og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Liðin mætast svo aftur á Hlíðarenda viku síðar.
Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira