Ari hafði bara fengið tólf mínútur en var svo maður leiksins Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2021 14:31 Valdimar Þór Ingimundarson og Ari Leifsson eru liðsfélagar hjá Strömsgodset og voru áður leikmenn Fylkis. Instagram/@stromsgodsetfotball Eftir að hafa þurft að gera sér að góðu að sitja á varamannabekknum nánast alla þessa leiktíð fékk miðvörðurinn Ari Leifsson tækifæri hjá Strömsgodset í gær sem hann nýtti í botn. Ari og félagar gerðu 1-1 jafntefli við Vålerenga og hafa því ekki tapað leik á heimavelli í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í sumar. Gengið á útivelli hefur verið mun verra en Strömsgodset er núna í tólfta sæti af sextán liðum, með tólf stig eftir tíu leiki. Ari hafði bara fengið að spila 12 mínútur á þessari leiktíð, í leik gegn Bodö/Glimt sem var löngu tapaður þegar Ari kom inn á, þegar hann fékk loks sæti í byrjunarliðinu í gær. Ari var valinn maður leiksins hjá Strömsgodset. Einn af hápunktum leiksins var þegar að Ari kom til bjargar í seinni hálfleik, eftir að aðstoðardómari missti af því að Henrik Udahl hjá Vålerenga væri rangstæður. Udahl virtist sloppinn aleinn gegn markverði en Ari elti hann uppi og renndi sér í boltann á síðustu stundu. Dagens SIF-gutt: ARI LEIFSSON pic.twitter.com/wx4fiIypPP— Strømsgodset Fotball (@godset) July 4, 2021 „Það var gott að geta snúið aftur og spilað 90 mínútur. Ég er ánægður með það. Ég var kannski pínulítið ryðgaður í byrjun en ég er mjög ánægður með hvernig til tókst. Svona er þetta þegar maður hefur svona góða menn með sér í liði til að hjálpa sér að komast inn í þetta,“ sagði Ari í viðtali við heimasíðu Strömsgodset en hann lék við hlið fyrirliðans Gustav Valsvik í leiknum. Ari kom til Strömsgodset frá Fylki fyrir síðustu leiktíð en ekki náð að festa sig í sessi í liðinu auk þess sem meiðsli hafa sett strik í reikninginn: „Auðvitað hefur það á vissan hátt verið svekkjandi. [Gustav] Valsvik og Niklas [Gunnarsson] hafa hins vegar verið að spila vel. Þegar ég var ekki að spila vel þá verðskulduðu þeir að spila. Síðan þarf maður bara að vera þolinmóður því það er alltaf erfitt að vera ekki að spila,“ sagði Ari. Valdimar Þór Ingimundarson, sem kom til Strömsgodset frá Fylki fyrir síðasta tímabil líkt og Ari, sat á bekknum allan leikinn í gær. Hann hefur byrjað fjóra leiki á tímabilinu og alls spilað sjö deildarleiki í sumar. Viðar Örn Kjartansson er enn frá vegna meiðsla og lék ekki með Vålerenga. Norski boltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Sjá meira
Ari og félagar gerðu 1-1 jafntefli við Vålerenga og hafa því ekki tapað leik á heimavelli í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í sumar. Gengið á útivelli hefur verið mun verra en Strömsgodset er núna í tólfta sæti af sextán liðum, með tólf stig eftir tíu leiki. Ari hafði bara fengið að spila 12 mínútur á þessari leiktíð, í leik gegn Bodö/Glimt sem var löngu tapaður þegar Ari kom inn á, þegar hann fékk loks sæti í byrjunarliðinu í gær. Ari var valinn maður leiksins hjá Strömsgodset. Einn af hápunktum leiksins var þegar að Ari kom til bjargar í seinni hálfleik, eftir að aðstoðardómari missti af því að Henrik Udahl hjá Vålerenga væri rangstæður. Udahl virtist sloppinn aleinn gegn markverði en Ari elti hann uppi og renndi sér í boltann á síðustu stundu. Dagens SIF-gutt: ARI LEIFSSON pic.twitter.com/wx4fiIypPP— Strømsgodset Fotball (@godset) July 4, 2021 „Það var gott að geta snúið aftur og spilað 90 mínútur. Ég er ánægður með það. Ég var kannski pínulítið ryðgaður í byrjun en ég er mjög ánægður með hvernig til tókst. Svona er þetta þegar maður hefur svona góða menn með sér í liði til að hjálpa sér að komast inn í þetta,“ sagði Ari í viðtali við heimasíðu Strömsgodset en hann lék við hlið fyrirliðans Gustav Valsvik í leiknum. Ari kom til Strömsgodset frá Fylki fyrir síðustu leiktíð en ekki náð að festa sig í sessi í liðinu auk þess sem meiðsli hafa sett strik í reikninginn: „Auðvitað hefur það á vissan hátt verið svekkjandi. [Gustav] Valsvik og Niklas [Gunnarsson] hafa hins vegar verið að spila vel. Þegar ég var ekki að spila vel þá verðskulduðu þeir að spila. Síðan þarf maður bara að vera þolinmóður því það er alltaf erfitt að vera ekki að spila,“ sagði Ari. Valdimar Þór Ingimundarson, sem kom til Strömsgodset frá Fylki fyrir síðasta tímabil líkt og Ari, sat á bekknum allan leikinn í gær. Hann hefur byrjað fjóra leiki á tímabilinu og alls spilað sjö deildarleiki í sumar. Viðar Örn Kjartansson er enn frá vegna meiðsla og lék ekki með Vålerenga.
Norski boltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Sjá meira