Ari hafði bara fengið tólf mínútur en var svo maður leiksins Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2021 14:31 Valdimar Þór Ingimundarson og Ari Leifsson eru liðsfélagar hjá Strömsgodset og voru áður leikmenn Fylkis. Instagram/@stromsgodsetfotball Eftir að hafa þurft að gera sér að góðu að sitja á varamannabekknum nánast alla þessa leiktíð fékk miðvörðurinn Ari Leifsson tækifæri hjá Strömsgodset í gær sem hann nýtti í botn. Ari og félagar gerðu 1-1 jafntefli við Vålerenga og hafa því ekki tapað leik á heimavelli í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í sumar. Gengið á útivelli hefur verið mun verra en Strömsgodset er núna í tólfta sæti af sextán liðum, með tólf stig eftir tíu leiki. Ari hafði bara fengið að spila 12 mínútur á þessari leiktíð, í leik gegn Bodö/Glimt sem var löngu tapaður þegar Ari kom inn á, þegar hann fékk loks sæti í byrjunarliðinu í gær. Ari var valinn maður leiksins hjá Strömsgodset. Einn af hápunktum leiksins var þegar að Ari kom til bjargar í seinni hálfleik, eftir að aðstoðardómari missti af því að Henrik Udahl hjá Vålerenga væri rangstæður. Udahl virtist sloppinn aleinn gegn markverði en Ari elti hann uppi og renndi sér í boltann á síðustu stundu. Dagens SIF-gutt: ARI LEIFSSON pic.twitter.com/wx4fiIypPP— Strømsgodset Fotball (@godset) July 4, 2021 „Það var gott að geta snúið aftur og spilað 90 mínútur. Ég er ánægður með það. Ég var kannski pínulítið ryðgaður í byrjun en ég er mjög ánægður með hvernig til tókst. Svona er þetta þegar maður hefur svona góða menn með sér í liði til að hjálpa sér að komast inn í þetta,“ sagði Ari í viðtali við heimasíðu Strömsgodset en hann lék við hlið fyrirliðans Gustav Valsvik í leiknum. Ari kom til Strömsgodset frá Fylki fyrir síðustu leiktíð en ekki náð að festa sig í sessi í liðinu auk þess sem meiðsli hafa sett strik í reikninginn: „Auðvitað hefur það á vissan hátt verið svekkjandi. [Gustav] Valsvik og Niklas [Gunnarsson] hafa hins vegar verið að spila vel. Þegar ég var ekki að spila vel þá verðskulduðu þeir að spila. Síðan þarf maður bara að vera þolinmóður því það er alltaf erfitt að vera ekki að spila,“ sagði Ari. Valdimar Þór Ingimundarson, sem kom til Strömsgodset frá Fylki fyrir síðasta tímabil líkt og Ari, sat á bekknum allan leikinn í gær. Hann hefur byrjað fjóra leiki á tímabilinu og alls spilað sjö deildarleiki í sumar. Viðar Örn Kjartansson er enn frá vegna meiðsla og lék ekki með Vålerenga. Norski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Sjá meira
Ari og félagar gerðu 1-1 jafntefli við Vålerenga og hafa því ekki tapað leik á heimavelli í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í sumar. Gengið á útivelli hefur verið mun verra en Strömsgodset er núna í tólfta sæti af sextán liðum, með tólf stig eftir tíu leiki. Ari hafði bara fengið að spila 12 mínútur á þessari leiktíð, í leik gegn Bodö/Glimt sem var löngu tapaður þegar Ari kom inn á, þegar hann fékk loks sæti í byrjunarliðinu í gær. Ari var valinn maður leiksins hjá Strömsgodset. Einn af hápunktum leiksins var þegar að Ari kom til bjargar í seinni hálfleik, eftir að aðstoðardómari missti af því að Henrik Udahl hjá Vålerenga væri rangstæður. Udahl virtist sloppinn aleinn gegn markverði en Ari elti hann uppi og renndi sér í boltann á síðustu stundu. Dagens SIF-gutt: ARI LEIFSSON pic.twitter.com/wx4fiIypPP— Strømsgodset Fotball (@godset) July 4, 2021 „Það var gott að geta snúið aftur og spilað 90 mínútur. Ég er ánægður með það. Ég var kannski pínulítið ryðgaður í byrjun en ég er mjög ánægður með hvernig til tókst. Svona er þetta þegar maður hefur svona góða menn með sér í liði til að hjálpa sér að komast inn í þetta,“ sagði Ari í viðtali við heimasíðu Strömsgodset en hann lék við hlið fyrirliðans Gustav Valsvik í leiknum. Ari kom til Strömsgodset frá Fylki fyrir síðustu leiktíð en ekki náð að festa sig í sessi í liðinu auk þess sem meiðsli hafa sett strik í reikninginn: „Auðvitað hefur það á vissan hátt verið svekkjandi. [Gustav] Valsvik og Niklas [Gunnarsson] hafa hins vegar verið að spila vel. Þegar ég var ekki að spila vel þá verðskulduðu þeir að spila. Síðan þarf maður bara að vera þolinmóður því það er alltaf erfitt að vera ekki að spila,“ sagði Ari. Valdimar Þór Ingimundarson, sem kom til Strömsgodset frá Fylki fyrir síðasta tímabil líkt og Ari, sat á bekknum allan leikinn í gær. Hann hefur byrjað fjóra leiki á tímabilinu og alls spilað sjö deildarleiki í sumar. Viðar Örn Kjartansson er enn frá vegna meiðsla og lék ekki með Vålerenga.
Norski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Sjá meira