Liðið sem tapaði í Laugardalshöllinni árið 2018 komið á Ólympíuleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2021 15:00 Tryggvi Snær Hlinason fagnar körfu í leiknum á móti Tékkum í febrúar 2018 en við hlið hans er Hlynur Bæringsson. Vísir/Bára Tékkland tryggði sér um helgina sæti í körfuboltakeppni Ólympíuleikana eftir sigur á Grikklandi í hreinum úrslitaleik um laust sæti á leikunum. Barist var um fjögur síðustu sætin inn á leikana í fjórum aðskildum undankeppnum sem hver og ein innihélt sex þjóðir. Tékkar og Grikkir komust í úrslitaleikinn á þeim hluta undankeppninnar sem fór fram í Victoria í Kanada en heimamenn í kanadíska liðinu sátu aftur á móti eftir í undanúrslitunum. Tékkar unnu 103-101 sigur á Kanadamönnum í undanúrslitaleiknum sem þurfti að framlengja. Tomas Satoransky, leikmaður Chicago Bulls í NBA-deildinni, skoraði sigurkörfuna 1,4 sekúndum fyrir leikslok. Tékkar höfðu komist í undanúrslitaleiknum þrátt fyrir sautján stiga tap á móti Tyrkjum. Eins stigs sigur á Úrúgvæ kom þeim áfram í undanúrslitin. Tékkar áttu síðan mjög góðan leik í úrslitaleiknum á móti Grikkjum þar sem þeir unnu öruggan 25 stiga sigur, 97-72. Grikkir komust því ekki á leikana í ár en Tékkar verða þar í fyrsta sinn síðan að þeir hættu að vera hluti af Tékkóslóvakíu. Þessi frábæri árangri Tékka rifjar upp þegar þeir mættu í Laugardalshöllinni í febrúar 2018 í undankeppni HM. watch on YouTube Íslensku strákarnir áttu þá frábæran leik og unnu 76-75 sigur á tékkneska liðinu. Martin Hermannsson skoraði 26 stig í leiknum, Tryggvi Snær Hlinason var með 15 stig, 8 fráköst og 3 varin skot, Jón Arnór Stefánsson skoraði 11 stig og Haukur Helgi Pálsson var með 10 stig og 5 stoðsendingar. Þetta var líka merkilegur leikur fyrir þær sakir að þetta var 147. og síðasti landsleikur Loga Gunnarssonar sem var tolleraður í leikslok. Logi lék með landsliðinu frá 2000 til 2018 og skoraði 1475 stig fyrir íslenska landsliðið eða yfir tíu stig í leik. Umræddur Satoransky spilaði ekki í Höllinni en Patrik Auda var þar stigahæstur Tékka með 23 stig. Hann skoraði 20 stig í sigrinum á Grikkjum í úrslitaleiknum og var líka stigahæstur í þeim leik en stigahæsti maðurinn í undanúrslitaleiknum var Blake Schilb með 31 stig. Schilb, sem er orðinn 37 ára gamall, skoraði 5 stig í Laugardalshöllinni. Tomas Satoransky var með 18 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar í sigrinum á Kanada en skoraði 12 stig í úrslitaleiknum. Ondrej Balvín var með 14 stig, 19 fráköst og 5 varin skot á móti Kanada og svo 14 stig og 7 fráköst á móti Grikkjum. Balvín var aftur á móti með 11 stig og 6 fráköst í tapleiknum í Laugardalnum. Fyrir utan Grikkland og Tékkland þá tryggðu eftirtaldar þjóðir sér einnig þátttökurétt í körfuboltakeppni Ólympíuleikanna: Þýskaland, Slóvenía og Ítalía. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Körfubolti Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Barist var um fjögur síðustu sætin inn á leikana í fjórum aðskildum undankeppnum sem hver og ein innihélt sex þjóðir. Tékkar og Grikkir komust í úrslitaleikinn á þeim hluta undankeppninnar sem fór fram í Victoria í Kanada en heimamenn í kanadíska liðinu sátu aftur á móti eftir í undanúrslitunum. Tékkar unnu 103-101 sigur á Kanadamönnum í undanúrslitaleiknum sem þurfti að framlengja. Tomas Satoransky, leikmaður Chicago Bulls í NBA-deildinni, skoraði sigurkörfuna 1,4 sekúndum fyrir leikslok. Tékkar höfðu komist í undanúrslitaleiknum þrátt fyrir sautján stiga tap á móti Tyrkjum. Eins stigs sigur á Úrúgvæ kom þeim áfram í undanúrslitin. Tékkar áttu síðan mjög góðan leik í úrslitaleiknum á móti Grikkjum þar sem þeir unnu öruggan 25 stiga sigur, 97-72. Grikkir komust því ekki á leikana í ár en Tékkar verða þar í fyrsta sinn síðan að þeir hættu að vera hluti af Tékkóslóvakíu. Þessi frábæri árangri Tékka rifjar upp þegar þeir mættu í Laugardalshöllinni í febrúar 2018 í undankeppni HM. watch on YouTube Íslensku strákarnir áttu þá frábæran leik og unnu 76-75 sigur á tékkneska liðinu. Martin Hermannsson skoraði 26 stig í leiknum, Tryggvi Snær Hlinason var með 15 stig, 8 fráköst og 3 varin skot, Jón Arnór Stefánsson skoraði 11 stig og Haukur Helgi Pálsson var með 10 stig og 5 stoðsendingar. Þetta var líka merkilegur leikur fyrir þær sakir að þetta var 147. og síðasti landsleikur Loga Gunnarssonar sem var tolleraður í leikslok. Logi lék með landsliðinu frá 2000 til 2018 og skoraði 1475 stig fyrir íslenska landsliðið eða yfir tíu stig í leik. Umræddur Satoransky spilaði ekki í Höllinni en Patrik Auda var þar stigahæstur Tékka með 23 stig. Hann skoraði 20 stig í sigrinum á Grikkjum í úrslitaleiknum og var líka stigahæstur í þeim leik en stigahæsti maðurinn í undanúrslitaleiknum var Blake Schilb með 31 stig. Schilb, sem er orðinn 37 ára gamall, skoraði 5 stig í Laugardalshöllinni. Tomas Satoransky var með 18 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar í sigrinum á Kanada en skoraði 12 stig í úrslitaleiknum. Ondrej Balvín var með 14 stig, 19 fráköst og 5 varin skot á móti Kanada og svo 14 stig og 7 fráköst á móti Grikkjum. Balvín var aftur á móti með 11 stig og 6 fráköst í tapleiknum í Laugardalnum. Fyrir utan Grikkland og Tékkland þá tryggðu eftirtaldar þjóðir sér einnig þátttökurétt í körfuboltakeppni Ólympíuleikanna: Þýskaland, Slóvenía og Ítalía.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Körfubolti Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira