Leit að líkamsleifum fólksins var síðan hætt í gær vegna hættu á að hinn hluti hússins myndi hrynja á björgunarfólkið og því var ákveðið að jafna það allt við jörðu áður en aðgerðum yrði fram haldið.
Engar líkur eru taldar á því að nokkur sé enn á lífi í rústunum.
Veðrið hefur einnig sett strik í reikninginn en von er á hitabeltisstorminum Elsu og var talið að það sem uppi stóð af byggingunni gæti hreinlega fokið um koll með tilheyrandi hættu fyrir húsin í nágrenninu.
Leit hefur nú hafist á ný og beinist því að finna holrými sem kunna að hafa myndast í rústunum og þar sem fólk kann mögulega að hafa komist lífs af. Vonir eru ekki síst bundnar við að einhverjir kunni að finnast í bílakjallara hússins.
Að neðan má sjá myndband af því þegar húsið var jafnað við jörðu.