Luka Doncic stórskotlegur þegar Slóvenar komust á ÓL í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2021 07:31 Luka Doncic fagnar körfu í úrslitaleiknum á móti Litháen í gær. EPA-EFE/Toms Kalnins Luka Doncic og félagar í slóvenska körfuboltalandsliðinu tryggðu sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó í gær þegar þeir unnu sína undankeppni sem fór fram í Litháen. Doncic bauð upp á þrennu þegar Slóvenía vann 96-85 sigur á heimamönnum í Litháen í hreinum úrslitaleik um Ólympíusætið. Hann var með 31 stig, 11 fráköst og 13 stoðsendingar í leiknum. Þessi frábæri bakvörður Dallas Mavericks var valinn mikilvægasti leikmaðurinn í mótslok. M-V-P, M-V-P, M-V-P! A historic night for @luka7doncic, who helps book a ticket to #Tokyo2020 with a triple-double performance! 31 PTS 11 REB 13 AST | 42 EFF pic.twitter.com/QAXqv8AfwO— FIBA (@FIBA) July 4, 2021 „Mér er alveg sama um MVP verðlaunin. Við unnum. Við erum að fara á Ólympíuleikana í fyrsta sinn í sögu þjóðar okkar. Það er stórkostlegt. Ég held að öllum krökkum dreymi um að keppa á Ólympíuleikunum. Það gerði ég líka. Nú erum við komnir þangað. Við börðumst virkilega, virkilega mikið fyrir þessu og ég held að við eigum skilið að vera þarna,“ sagði Luka Doncic eftir leikinn. „Við erum að skrifa söguna fyrir þjóðina okkar og leiðin er bara upp á við,“ sagði Doncic. Vlatko Cancar skoraði 18 stig fyrir Slóveníu, Jaka Blazic var með 16 stig og Mike Tobey skoraði 13 stig. Luka Doncic and Slovenia have qualified to compete in the Olympics for the first time in the nation's history pic.twitter.com/5ZxJZ6xD7t— ESPN (@espn) July 4, 2021 Jonas Valanciunas, Arnas Butkevicius og Mantas Kalnietis skoruðu allir fjórtán stig fyrir Litháen sem mun missa af Ólympíuleikunum í fyrsta sinn síðan þjóðin fékk sjálfstæði frá Sovétríkjunum og tók þátt á ÓL í Barcelona 1992. Slóvenía mun spila í C riðli á Ólympíuleikunum þar sem mótherjarnir verða Argentína, Japan og Spánn. Slóvenía var ein af fjórum þjóðum sem komst í gegnum fjórskipta undankeppni um síðustu fjögur sætin á Ólympíuleikunum. Ítalía vann Serbíu 102-95 í úrslitaleik í keppninni í Belgrad, Tékkland vann Grikkland 97-72 í úrslitaleiknum í keppninni í Kanada og Þýskaland vann 75-64 sigur á Brasilíu í úrslitaleiknum í keppninni í Split í Króatíu. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Körfubolti NBA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Doncic bauð upp á þrennu þegar Slóvenía vann 96-85 sigur á heimamönnum í Litháen í hreinum úrslitaleik um Ólympíusætið. Hann var með 31 stig, 11 fráköst og 13 stoðsendingar í leiknum. Þessi frábæri bakvörður Dallas Mavericks var valinn mikilvægasti leikmaðurinn í mótslok. M-V-P, M-V-P, M-V-P! A historic night for @luka7doncic, who helps book a ticket to #Tokyo2020 with a triple-double performance! 31 PTS 11 REB 13 AST | 42 EFF pic.twitter.com/QAXqv8AfwO— FIBA (@FIBA) July 4, 2021 „Mér er alveg sama um MVP verðlaunin. Við unnum. Við erum að fara á Ólympíuleikana í fyrsta sinn í sögu þjóðar okkar. Það er stórkostlegt. Ég held að öllum krökkum dreymi um að keppa á Ólympíuleikunum. Það gerði ég líka. Nú erum við komnir þangað. Við börðumst virkilega, virkilega mikið fyrir þessu og ég held að við eigum skilið að vera þarna,“ sagði Luka Doncic eftir leikinn. „Við erum að skrifa söguna fyrir þjóðina okkar og leiðin er bara upp á við,“ sagði Doncic. Vlatko Cancar skoraði 18 stig fyrir Slóveníu, Jaka Blazic var með 16 stig og Mike Tobey skoraði 13 stig. Luka Doncic and Slovenia have qualified to compete in the Olympics for the first time in the nation's history pic.twitter.com/5ZxJZ6xD7t— ESPN (@espn) July 4, 2021 Jonas Valanciunas, Arnas Butkevicius og Mantas Kalnietis skoruðu allir fjórtán stig fyrir Litháen sem mun missa af Ólympíuleikunum í fyrsta sinn síðan þjóðin fékk sjálfstæði frá Sovétríkjunum og tók þátt á ÓL í Barcelona 1992. Slóvenía mun spila í C riðli á Ólympíuleikunum þar sem mótherjarnir verða Argentína, Japan og Spánn. Slóvenía var ein af fjórum þjóðum sem komst í gegnum fjórskipta undankeppni um síðustu fjögur sætin á Ólympíuleikunum. Ítalía vann Serbíu 102-95 í úrslitaleik í keppninni í Belgrad, Tékkland vann Grikkland 97-72 í úrslitaleiknum í keppninni í Kanada og Þýskaland vann 75-64 sigur á Brasilíu í úrslitaleiknum í keppninni í Split í Króatíu.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Körfubolti NBA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira