Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Keflavík 2-3 | Nýliðarnir komnir í efri hlutann Dagur Lárusson skrifar 3. júlí 2021 17:05 Keflvíkingar eru komnir í efri hluta töflunnar. Vísir/Hulda Margrét Keflavík sótti stigin þrjú í Garðabæinn í dag í fjörugum leik þar sem Joseph Gibbs skoraði tvö mörk. Það voru Stjörnumenn sem byrjuðu leikinn mikið betur og áttu hvert skotið á fætur öðru á fyrstu mínútum leiksins og voru það Einar Karl og Hilmar Árni sem tóku flest þessa skota. Það voru hins vegar gestirnir frá Keflavík sem skoruðu fyrsta markið, þvert gegn gangi leiksins. Ignació fékk þá boltann hægra megin, rétt fyrir utan teig og gaf flottann bolta inn á Josep Gibbs sem lagði boltann vel fyrir sig og skoraði fram hjá Haraldi í markinu. Eftir þetta mark slökknaði á Stjörnumönnum á meðan Keflavík stjórnaði leiknum. Annað mark leiksins kom síðan á 37.mínútu en þá tók Ingimundur Aron hornspyrnu og endaði boltinn aftur hjá Josep Gibbs sem skoraði þá sitt annað mark og var staðan því 0-2 í hálfleiknum. Gestirnir voru síðan ekkert að tvínóna við hlutina í seinni hálfleiknum en þá fengu þeir hornspyrnu á 48.mínútu sem Ingimundur tók aftur. Boltinn barst manna á milli í teignum áður en hann rataði í netið eftir að Ignació náði að pota stóru tánni í boltann. Það benti ekki mikið til þess að Stjörnumenn myndu koma til baka enda sóknarþungi liðsins ekki mikill og virtust margir leikmenn liðsins þreyttir. En þá tók Hilmar Árni málin í sínar hendur. Á 57.mínútu fékk hann boltann rétt fyrir utan teig, hljóp með boltann að Ignació, lék á hann sem varð til þess að hann braut á honum og vítaspyrna því réttilega dæmd. Hilmar Árni steig sjálfur á punktinn og skoraði og minnkaði muninn í 3-1. Eftir þetta mark gjörbreyttist leikurinn algjörlega og Stjarnan sótti án afláts. Annað mark þeirra kom síðan á 69.mínútu en þá átti Hilmar Árni skot fyrir utan teig sem Sindri varði en náði ekki að halda hjá sér og Þorsteinn Már hirti boltann af honum og setti hann í netið. Þrátt fyrir mörg tækifæri þá náði Stjarnan ekki jöfnunarmarkinu og lokatölur því 2-3 og fyrsta tap Stjörnunnar í fimm leikjum því staðreynd. Keflavík er hins vegar taplaust í síðustu fjórum. Af hverju vann Keflavík? Eftir öfluga byrjun Stjörnunnar þá tóku Keflvíkingar algjörlega við leiknum og stjórnuðu spilinu algjörlega. Það leit út fyrir það að Keflvíkingar væru meira til í baráttuna heldur en Stjörnumenn og ég tel að það hafi verið áhrifavaldurinn í dag. Bæði lið spiluðu vel á köflum og skoruðu flott mörk, en heilt yfir voru það leikmenn Keflavíkur sem börðust meira. Hverjir stóðu upp úr? Joseph Gibbs hélt áfram sinni flottu markaskorun og skoraði tvö alvöru framherja mörk. Ingimundur var einnig flottur hjá Keflavík, var mikið í boltanum og gaf auðvitað tvær stoðsendingar. Hvað fór illa? Eins og Haraldur Björnsson nefndi í viðtali eftir leik þá leit það út fyrir það að Stjörnumenn héldu að þetta kæmi að sjálfu sér. Þess vegna vantaði upp á baráttuna og orkuna oft á tíðum hjá þeim bláklæddu. Hvað gerist næst? Stjarnan á Evrópuleik næstkomandi fimmtudag á meðan Keflavík spilar næst þann 12.júlí þegar liðið fer í heimsókn í vesturbæinn og mætir KR. Sigurður: Ótrúlega stoltur af strákunum Sigurður Ragnar var ánægður með sigur dagsins.Vísir/Hulda Margrét Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var kampakátur í leikslok eftir að liðið hans bar sigurorð af Stjörnunni 2-3 í Garðabænum í dag. ,,Það var frábær stemning inn í klefanum núna og geggjað að Keflavík sem núna komið upp í 6.sætið í bili. Við erum á flottum stað sem lið en við erum þó ekki einu sinni hálfnaðir með Íslandsmótið og við viljum meira,” byrjaði Sigurður á að segja. Það voru margir sem spáðu Keflavík falli fyrir leiktíðina en Sigurður segir að liðið sé þó alls ekki að spila eins og lið sem sé í fallbaráttu. ,,Við spilum eins og við höfum getu og reynslu til. Við erum með mjög reynslu lítið lið og það sást svolítið í dag þegar leið á leikinn. Við náðum ekki að halda boltanum nógu vel þegar við unnum hann og vorum að verjast full mikið. En við erum ennþá að læra, það eru fullt af ungum strákum í liðinu sem eru ennþá að læra. En við erum alltaf sáttir þegar við skorum þrjú.” Stjarnan sótti án afláts undir lokin og viðurkenndi Sigurður að það var farið að fara um hann. ,,Jú það var farið að fara um mig. Maður var farinn að öskra inn á og kannski öskra allt of mikið. En þeir héldu þetta út og þess vegna er ég ótrúlega stoltur af strákunum,” endaði Sigurður á að segja. Pepsi Max-deild karla Stjarnan Keflavík ÍF
Keflavík sótti stigin þrjú í Garðabæinn í dag í fjörugum leik þar sem Joseph Gibbs skoraði tvö mörk. Það voru Stjörnumenn sem byrjuðu leikinn mikið betur og áttu hvert skotið á fætur öðru á fyrstu mínútum leiksins og voru það Einar Karl og Hilmar Árni sem tóku flest þessa skota. Það voru hins vegar gestirnir frá Keflavík sem skoruðu fyrsta markið, þvert gegn gangi leiksins. Ignació fékk þá boltann hægra megin, rétt fyrir utan teig og gaf flottann bolta inn á Josep Gibbs sem lagði boltann vel fyrir sig og skoraði fram hjá Haraldi í markinu. Eftir þetta mark slökknaði á Stjörnumönnum á meðan Keflavík stjórnaði leiknum. Annað mark leiksins kom síðan á 37.mínútu en þá tók Ingimundur Aron hornspyrnu og endaði boltinn aftur hjá Josep Gibbs sem skoraði þá sitt annað mark og var staðan því 0-2 í hálfleiknum. Gestirnir voru síðan ekkert að tvínóna við hlutina í seinni hálfleiknum en þá fengu þeir hornspyrnu á 48.mínútu sem Ingimundur tók aftur. Boltinn barst manna á milli í teignum áður en hann rataði í netið eftir að Ignació náði að pota stóru tánni í boltann. Það benti ekki mikið til þess að Stjörnumenn myndu koma til baka enda sóknarþungi liðsins ekki mikill og virtust margir leikmenn liðsins þreyttir. En þá tók Hilmar Árni málin í sínar hendur. Á 57.mínútu fékk hann boltann rétt fyrir utan teig, hljóp með boltann að Ignació, lék á hann sem varð til þess að hann braut á honum og vítaspyrna því réttilega dæmd. Hilmar Árni steig sjálfur á punktinn og skoraði og minnkaði muninn í 3-1. Eftir þetta mark gjörbreyttist leikurinn algjörlega og Stjarnan sótti án afláts. Annað mark þeirra kom síðan á 69.mínútu en þá átti Hilmar Árni skot fyrir utan teig sem Sindri varði en náði ekki að halda hjá sér og Þorsteinn Már hirti boltann af honum og setti hann í netið. Þrátt fyrir mörg tækifæri þá náði Stjarnan ekki jöfnunarmarkinu og lokatölur því 2-3 og fyrsta tap Stjörnunnar í fimm leikjum því staðreynd. Keflavík er hins vegar taplaust í síðustu fjórum. Af hverju vann Keflavík? Eftir öfluga byrjun Stjörnunnar þá tóku Keflvíkingar algjörlega við leiknum og stjórnuðu spilinu algjörlega. Það leit út fyrir það að Keflvíkingar væru meira til í baráttuna heldur en Stjörnumenn og ég tel að það hafi verið áhrifavaldurinn í dag. Bæði lið spiluðu vel á köflum og skoruðu flott mörk, en heilt yfir voru það leikmenn Keflavíkur sem börðust meira. Hverjir stóðu upp úr? Joseph Gibbs hélt áfram sinni flottu markaskorun og skoraði tvö alvöru framherja mörk. Ingimundur var einnig flottur hjá Keflavík, var mikið í boltanum og gaf auðvitað tvær stoðsendingar. Hvað fór illa? Eins og Haraldur Björnsson nefndi í viðtali eftir leik þá leit það út fyrir það að Stjörnumenn héldu að þetta kæmi að sjálfu sér. Þess vegna vantaði upp á baráttuna og orkuna oft á tíðum hjá þeim bláklæddu. Hvað gerist næst? Stjarnan á Evrópuleik næstkomandi fimmtudag á meðan Keflavík spilar næst þann 12.júlí þegar liðið fer í heimsókn í vesturbæinn og mætir KR. Sigurður: Ótrúlega stoltur af strákunum Sigurður Ragnar var ánægður með sigur dagsins.Vísir/Hulda Margrét Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var kampakátur í leikslok eftir að liðið hans bar sigurorð af Stjörnunni 2-3 í Garðabænum í dag. ,,Það var frábær stemning inn í klefanum núna og geggjað að Keflavík sem núna komið upp í 6.sætið í bili. Við erum á flottum stað sem lið en við erum þó ekki einu sinni hálfnaðir með Íslandsmótið og við viljum meira,” byrjaði Sigurður á að segja. Það voru margir sem spáðu Keflavík falli fyrir leiktíðina en Sigurður segir að liðið sé þó alls ekki að spila eins og lið sem sé í fallbaráttu. ,,Við spilum eins og við höfum getu og reynslu til. Við erum með mjög reynslu lítið lið og það sást svolítið í dag þegar leið á leikinn. Við náðum ekki að halda boltanum nógu vel þegar við unnum hann og vorum að verjast full mikið. En við erum ennþá að læra, það eru fullt af ungum strákum í liðinu sem eru ennþá að læra. En við erum alltaf sáttir þegar við skorum þrjú.” Stjarnan sótti án afláts undir lokin og viðurkenndi Sigurður að það var farið að fara um hann. ,,Jú það var farið að fara um mig. Maður var farinn að öskra inn á og kannski öskra allt of mikið. En þeir héldu þetta út og þess vegna er ég ótrúlega stoltur af strákunum,” endaði Sigurður á að segja.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti