Liverpool sagt vilja að kaupa „raðmeistarann“ frá Bayern München Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2021 09:30 Kingsley Coman hefur unnið fjölda titla á sínum ferli og þekkir ekkert annað en að verða meistari með sínu liði. Hér er hann með Meistaradeildarbikarinn í fyrra. Getty/Michael Regan Að vera með Kingsley Coman í liði sínu hefur bara þýtt eitt undanfarinn áratug. Þú verður meistari. Nú vill Liverpool nýta sér þjónustu franska raðmeistarans samkvæmt fréttum að utan. Augu margra eru nú á Jürgen Klopp og Liverpool eftir að Manchester United gekk í vikunni frá kaupunum á Jadon Sancho frá Borussia Dortmund. Það þykir líklegt að Liverpool komi með einhvers konar mótleik. Klopp has been tipped to respond to Man Utd's Jadon Sancho deal with a Liverpool signing of his own https://t.co/sfDqkWE2a6— TEAMtalk (@TEAMtalk) July 2, 2021 Sumir miðlar nefna franska vængmanninn Kingsley Coman hjá Bayern München sem leikmann sem gæti bætt miklu við Liverpool liðið. Sömu miðlar telja sig vita að Liverpool hafi mikinn áhuga. Coman hefur ekki framlengt samning sinn við þýsku meistaranna en samningurinn rennur þó ekki út fyrr en í lok júní 2023. Það hefur þó verið bent á það af öðrum miðlum að fréttirnar gætu þó hafa komið frá umboðsmanni leikmannsins sjálfs sem vill komast í ensku úrvalsdeildin. NEW: Reports of Liverpool s interest in Bayern Munich's Kingsley Coman and Donyell Malen of PSV Eindhoven appear at present to be emanating from representatives of the respective players pressing for a move to the Premier League. #awlive [liverpool echo] pic.twitter.com/GANW22kDDu— Anfield Watch (@AnfieldWatch) July 1, 2021 Kingsley var með átta mörk og fimmtán stoðsendingar í 36 leikjum í deild og Meistaradeild á síðustu leiktíð. Liverpool hefur verið orðað við Kingsley Coman í nokkurn tíma en það fer tvennum sögum af því hvort að kaupverðið geti orðið í kringum tuttugu milljónir punda eða hvort að Bayern vilji fá hátt í hundrað milljónir punda fyrir leikmanninn. Coman er enn bara 25 ára gamall en hann hefur orðið meistari á hverju tímabil síðan að hann byrjaði sem atvinnumaður. Hann vann tvo titla með PSG, svo tvo titla með Juventus og hefur síðan unnið sex titla í röð með Bayern. Coman náði því meðal annars að verða bæði ítalskur og þýskur meistari tímabilið 2015-16 þegar hann færði sig yfir á miðju tímabili. Coman komst líka í fréttirnar fyrir að tryggja Bayern München sigur í Meistaradeildinni í fyrra og þá hefur hann spilað yfir þrjátíu landsleiki fyrir Frakka. Enski boltinn Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Íslandsmet féll í Andorra Sport Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Sjá meira
Augu margra eru nú á Jürgen Klopp og Liverpool eftir að Manchester United gekk í vikunni frá kaupunum á Jadon Sancho frá Borussia Dortmund. Það þykir líklegt að Liverpool komi með einhvers konar mótleik. Klopp has been tipped to respond to Man Utd's Jadon Sancho deal with a Liverpool signing of his own https://t.co/sfDqkWE2a6— TEAMtalk (@TEAMtalk) July 2, 2021 Sumir miðlar nefna franska vængmanninn Kingsley Coman hjá Bayern München sem leikmann sem gæti bætt miklu við Liverpool liðið. Sömu miðlar telja sig vita að Liverpool hafi mikinn áhuga. Coman hefur ekki framlengt samning sinn við þýsku meistaranna en samningurinn rennur þó ekki út fyrr en í lok júní 2023. Það hefur þó verið bent á það af öðrum miðlum að fréttirnar gætu þó hafa komið frá umboðsmanni leikmannsins sjálfs sem vill komast í ensku úrvalsdeildin. NEW: Reports of Liverpool s interest in Bayern Munich's Kingsley Coman and Donyell Malen of PSV Eindhoven appear at present to be emanating from representatives of the respective players pressing for a move to the Premier League. #awlive [liverpool echo] pic.twitter.com/GANW22kDDu— Anfield Watch (@AnfieldWatch) July 1, 2021 Kingsley var með átta mörk og fimmtán stoðsendingar í 36 leikjum í deild og Meistaradeild á síðustu leiktíð. Liverpool hefur verið orðað við Kingsley Coman í nokkurn tíma en það fer tvennum sögum af því hvort að kaupverðið geti orðið í kringum tuttugu milljónir punda eða hvort að Bayern vilji fá hátt í hundrað milljónir punda fyrir leikmanninn. Coman er enn bara 25 ára gamall en hann hefur orðið meistari á hverju tímabil síðan að hann byrjaði sem atvinnumaður. Hann vann tvo titla með PSG, svo tvo titla með Juventus og hefur síðan unnið sex titla í röð með Bayern. Coman náði því meðal annars að verða bæði ítalskur og þýskur meistari tímabilið 2015-16 þegar hann færði sig yfir á miðju tímabili. Coman komst líka í fréttirnar fyrir að tryggja Bayern München sigur í Meistaradeildinni í fyrra og þá hefur hann spilað yfir þrjátíu landsleiki fyrir Frakka.
Enski boltinn Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Íslandsmet féll í Andorra Sport Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Sjá meira