NBA dagsins: Stal senunni með stæl, var hrint harkalega en lauk langri eyðimerkurgöngu Sindri Sverrisson skrifar 1. júlí 2021 15:01 Chris Paul með verðlaunagripinn eftir að hafa unnið vesturdeildina, í fyrsta sinn, en nú er stefnan sett á NBA-meistaratitilinn. AP Photo/Jae C. Hong Chris Paul kemur ekki lengur til greina sem besti körfuknattleiksmaður sem aldrei hefur komist í úrslit NBA-deildarinnar. Hann átti sviðið í gærkvöld þegar Phoenix Suns unnu LA Clippers í fjórða sinn og tryggðu sér vesturdeildarmeistaratitilinn. Paul er orðinn 36 ára, er á sinni sextándu leiktíð í NBA, hefur spilað þar með fimm liðum og leikið 123 leiki í úrslitakeppni, en nú fær hann í fyrsta skipti að spila til úrslita um NBA-meistaratitilinn. „Mér líður ansi vel með það. Þetta hefur verið mikil vinna,“ sagði Paul, ánægður með baráttuna í liðsfélögum sínum sem hann vildi helst fá að njóta þess að fagna með í stað þess að svara spurningum fjölmiðla. Paul tók yfir leikinn gegn Clippers í nótt með svakalegum seinni hálfleik þar sem hann skoraði 31 af 41 stigi sínu í leiknum. Hann setti niður hvert skotið á fætur öðru og í vonleysinu yfir því að geta ekki stöðvað Paul fór svo að Patrick Beverley hrinti honum harkalega niður og var vísað út úr húsi, eins og sjá má í NBA dagsins hér að neðan: Klippa: NBA dagsins 1. júlí Beverley var einn af nokkrum leikmönnum sem komu til Clippers árið 2017 í skiptum fyrir Paul sem fór þá til Houston Rockets. Hann lék með Oklahoma City Thunder á síðustu leiktíð en skipti svo yfir til Phoenix sem fyrir fram hljómaði kannski ekki eins og sérlega sniðug leið til að komast í fyrsta sinn í úrslit NBA-deildarinnar. Phoenix tókst hins vegar það sem engu liði hefur tekið, að komast beint í úrslit eftir að hafa ekki einu sinni komist í úrslitakeppnina í heilan áratug. Phoenix á þar með möguleika á að vinna NBA-deildina í fyrsta sinn en þetta verður í þriðja sinn í sögunni sem liðið leikur til úrslita. Síðast var það árið 1993. Í kvöld heldur einvígi Milwaukee Bucks og Atlanta Hawks áfram en þar er staðan 2-2. Paul og félagar þurfa því að bíða í að minnsta kosti tvo leiki til viðbótar með að sjá hverjum þeir mæta í úrslitaeinvíginu. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Reyna að endurheimta toppsætið Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Sjá meira
Paul er orðinn 36 ára, er á sinni sextándu leiktíð í NBA, hefur spilað þar með fimm liðum og leikið 123 leiki í úrslitakeppni, en nú fær hann í fyrsta skipti að spila til úrslita um NBA-meistaratitilinn. „Mér líður ansi vel með það. Þetta hefur verið mikil vinna,“ sagði Paul, ánægður með baráttuna í liðsfélögum sínum sem hann vildi helst fá að njóta þess að fagna með í stað þess að svara spurningum fjölmiðla. Paul tók yfir leikinn gegn Clippers í nótt með svakalegum seinni hálfleik þar sem hann skoraði 31 af 41 stigi sínu í leiknum. Hann setti niður hvert skotið á fætur öðru og í vonleysinu yfir því að geta ekki stöðvað Paul fór svo að Patrick Beverley hrinti honum harkalega niður og var vísað út úr húsi, eins og sjá má í NBA dagsins hér að neðan: Klippa: NBA dagsins 1. júlí Beverley var einn af nokkrum leikmönnum sem komu til Clippers árið 2017 í skiptum fyrir Paul sem fór þá til Houston Rockets. Hann lék með Oklahoma City Thunder á síðustu leiktíð en skipti svo yfir til Phoenix sem fyrir fram hljómaði kannski ekki eins og sérlega sniðug leið til að komast í fyrsta sinn í úrslit NBA-deildarinnar. Phoenix tókst hins vegar það sem engu liði hefur tekið, að komast beint í úrslit eftir að hafa ekki einu sinni komist í úrslitakeppnina í heilan áratug. Phoenix á þar með möguleika á að vinna NBA-deildina í fyrsta sinn en þetta verður í þriðja sinn í sögunni sem liðið leikur til úrslita. Síðast var það árið 1993. Í kvöld heldur einvígi Milwaukee Bucks og Atlanta Hawks áfram en þar er staðan 2-2. Paul og félagar þurfa því að bíða í að minnsta kosti tvo leiki til viðbótar með að sjá hverjum þeir mæta í úrslitaeinvíginu. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Reyna að endurheimta toppsætið Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Sjá meira