NBA dagsins: Stal senunni með stæl, var hrint harkalega en lauk langri eyðimerkurgöngu Sindri Sverrisson skrifar 1. júlí 2021 15:01 Chris Paul með verðlaunagripinn eftir að hafa unnið vesturdeildina, í fyrsta sinn, en nú er stefnan sett á NBA-meistaratitilinn. AP Photo/Jae C. Hong Chris Paul kemur ekki lengur til greina sem besti körfuknattleiksmaður sem aldrei hefur komist í úrslit NBA-deildarinnar. Hann átti sviðið í gærkvöld þegar Phoenix Suns unnu LA Clippers í fjórða sinn og tryggðu sér vesturdeildarmeistaratitilinn. Paul er orðinn 36 ára, er á sinni sextándu leiktíð í NBA, hefur spilað þar með fimm liðum og leikið 123 leiki í úrslitakeppni, en nú fær hann í fyrsta skipti að spila til úrslita um NBA-meistaratitilinn. „Mér líður ansi vel með það. Þetta hefur verið mikil vinna,“ sagði Paul, ánægður með baráttuna í liðsfélögum sínum sem hann vildi helst fá að njóta þess að fagna með í stað þess að svara spurningum fjölmiðla. Paul tók yfir leikinn gegn Clippers í nótt með svakalegum seinni hálfleik þar sem hann skoraði 31 af 41 stigi sínu í leiknum. Hann setti niður hvert skotið á fætur öðru og í vonleysinu yfir því að geta ekki stöðvað Paul fór svo að Patrick Beverley hrinti honum harkalega niður og var vísað út úr húsi, eins og sjá má í NBA dagsins hér að neðan: Klippa: NBA dagsins 1. júlí Beverley var einn af nokkrum leikmönnum sem komu til Clippers árið 2017 í skiptum fyrir Paul sem fór þá til Houston Rockets. Hann lék með Oklahoma City Thunder á síðustu leiktíð en skipti svo yfir til Phoenix sem fyrir fram hljómaði kannski ekki eins og sérlega sniðug leið til að komast í fyrsta sinn í úrslit NBA-deildarinnar. Phoenix tókst hins vegar það sem engu liði hefur tekið, að komast beint í úrslit eftir að hafa ekki einu sinni komist í úrslitakeppnina í heilan áratug. Phoenix á þar með möguleika á að vinna NBA-deildina í fyrsta sinn en þetta verður í þriðja sinn í sögunni sem liðið leikur til úrslita. Síðast var það árið 1993. Í kvöld heldur einvígi Milwaukee Bucks og Atlanta Hawks áfram en þar er staðan 2-2. Paul og félagar þurfa því að bíða í að minnsta kosti tvo leiki til viðbótar með að sjá hverjum þeir mæta í úrslitaeinvíginu. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
Paul er orðinn 36 ára, er á sinni sextándu leiktíð í NBA, hefur spilað þar með fimm liðum og leikið 123 leiki í úrslitakeppni, en nú fær hann í fyrsta skipti að spila til úrslita um NBA-meistaratitilinn. „Mér líður ansi vel með það. Þetta hefur verið mikil vinna,“ sagði Paul, ánægður með baráttuna í liðsfélögum sínum sem hann vildi helst fá að njóta þess að fagna með í stað þess að svara spurningum fjölmiðla. Paul tók yfir leikinn gegn Clippers í nótt með svakalegum seinni hálfleik þar sem hann skoraði 31 af 41 stigi sínu í leiknum. Hann setti niður hvert skotið á fætur öðru og í vonleysinu yfir því að geta ekki stöðvað Paul fór svo að Patrick Beverley hrinti honum harkalega niður og var vísað út úr húsi, eins og sjá má í NBA dagsins hér að neðan: Klippa: NBA dagsins 1. júlí Beverley var einn af nokkrum leikmönnum sem komu til Clippers árið 2017 í skiptum fyrir Paul sem fór þá til Houston Rockets. Hann lék með Oklahoma City Thunder á síðustu leiktíð en skipti svo yfir til Phoenix sem fyrir fram hljómaði kannski ekki eins og sérlega sniðug leið til að komast í fyrsta sinn í úrslit NBA-deildarinnar. Phoenix tókst hins vegar það sem engu liði hefur tekið, að komast beint í úrslit eftir að hafa ekki einu sinni komist í úrslitakeppnina í heilan áratug. Phoenix á þar með möguleika á að vinna NBA-deildina í fyrsta sinn en þetta verður í þriðja sinn í sögunni sem liðið leikur til úrslita. Síðast var það árið 1993. Í kvöld heldur einvígi Milwaukee Bucks og Atlanta Hawks áfram en þar er staðan 2-2. Paul og félagar þurfa því að bíða í að minnsta kosti tvo leiki til viðbótar með að sjá hverjum þeir mæta í úrslitaeinvíginu. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti