Ramos svo gott sem kominn til Parísar og Varane talinn á leið til Manchester Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júlí 2021 16:01 Þessir tveir gætu orðið samherjar á nýjan leik þó það virðist sem Ramos sé að fara til Parísar á meðan Varane vill til Manchester. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images Samkvæmt erlendum fjölmiðlum er miðvörðurinn Sergio Ramos á leið til París-Saint Germain og kollegi hans Raphaël Varane ku vera á leið til Manchester United þó PSG hafi einnig áhuga. Sky Sports telur sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að enska knattspyrnufélagið Manchester United sé á höttunum á eftir franska miðverðinum Raphaël Varane sem leikur með Real Madrid. BREAKING: Manchester United are interested in signing Real Madrid defender Raphael Varane.— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 1, 2021 Hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Madrídarliðið virðist vera leita sér að nýrri áskorun. Ole Gunnar Solskjær vill styrkja varnarlínu sína og er að leita að miðverði sem mun spila við hlið Harry Maguire í hjarta varnarinnar. Stóra spurningin er hvort félögin nái saman þar sem Man United er ekki tilbúið að borga himinháar upphæðir fyrir leikmann sem verður samningslaus næsta sumar. Ef Man Utd myndi fjárfesta í franska miðverðinum yrði hann annað stóra nafnið til að semja við liðið en Jadon Sancho, vængmaður Borussia Dortmund og enska landsliðsins, gengur til liðs við félagið fyrir 73 milljónir punda á næstu dögum. Hinn 28 ára gamli Varane hefur verið í herbúðum Real Madrid frá árinu 2011 og leikið yfir 350 leiki fyrir Real. Þá hefur hann spilað 79 leiki fyrir franska landsliðið og varð til að mynda heimsmeistari 2018. Honum tókst þó ekki að koma í veg fyrir ótrúlegt tap Frakklands gegn Sviss í 16-liða úrslitum EM á dögunum. Fari svo að Man United sé ekki tilbúið að kaupa leikmanninn gæti hann haldið heim á leið og samið við stórlið PSG. Þar myndi hann að öllum líkindum hitta fyrrum samherja sinn hjá Real en Sergio Ramos er í þann mund að semja við franska félagið. Sergio Ramos is set to join Paris Saint-Germain in the next days, as @mohamedbouhafsi reported! He s expected to undergo his medical in the next few days as new PSG player. #PSG #Ramos— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 1, 2021 Ramos varð samningslaus á dögunum og er því frjálst að semja við hvaða lið sem er. ESPN segir samningaviðræður langt komnar. Samkvæmt heimildum þeirra styttist í að blek verði sett á blað og Ramos verði leikmaður PSG. Fótbolti Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira
Sky Sports telur sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að enska knattspyrnufélagið Manchester United sé á höttunum á eftir franska miðverðinum Raphaël Varane sem leikur með Real Madrid. BREAKING: Manchester United are interested in signing Real Madrid defender Raphael Varane.— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 1, 2021 Hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Madrídarliðið virðist vera leita sér að nýrri áskorun. Ole Gunnar Solskjær vill styrkja varnarlínu sína og er að leita að miðverði sem mun spila við hlið Harry Maguire í hjarta varnarinnar. Stóra spurningin er hvort félögin nái saman þar sem Man United er ekki tilbúið að borga himinháar upphæðir fyrir leikmann sem verður samningslaus næsta sumar. Ef Man Utd myndi fjárfesta í franska miðverðinum yrði hann annað stóra nafnið til að semja við liðið en Jadon Sancho, vængmaður Borussia Dortmund og enska landsliðsins, gengur til liðs við félagið fyrir 73 milljónir punda á næstu dögum. Hinn 28 ára gamli Varane hefur verið í herbúðum Real Madrid frá árinu 2011 og leikið yfir 350 leiki fyrir Real. Þá hefur hann spilað 79 leiki fyrir franska landsliðið og varð til að mynda heimsmeistari 2018. Honum tókst þó ekki að koma í veg fyrir ótrúlegt tap Frakklands gegn Sviss í 16-liða úrslitum EM á dögunum. Fari svo að Man United sé ekki tilbúið að kaupa leikmanninn gæti hann haldið heim á leið og samið við stórlið PSG. Þar myndi hann að öllum líkindum hitta fyrrum samherja sinn hjá Real en Sergio Ramos er í þann mund að semja við franska félagið. Sergio Ramos is set to join Paris Saint-Germain in the next days, as @mohamedbouhafsi reported! He s expected to undergo his medical in the next few days as new PSG player. #PSG #Ramos— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 1, 2021 Ramos varð samningslaus á dögunum og er því frjálst að semja við hvaða lið sem er. ESPN segir samningaviðræður langt komnar. Samkvæmt heimildum þeirra styttist í að blek verði sett á blað og Ramos verði leikmaður PSG.
Fótbolti Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira