Fagnaði frammistöðu Katrínar Tönju eins og þau hefðu unnið Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2021 08:31 Katrín Tanja Davíðsdóttir sést hér komin í NOBULL keppnistreyjuna sem hún verður í á heimsleikunum í CrossFit í lok þessa mánaðar. Instagram/@katrintanja Það styttist í heimsleikana í CrossFit sem fara fram í lok mánaðarins og ein af þeim sem vonast hvað mest til að það verði áhorfendur í stúkunni er íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir. Katrín Tanja er mikil keppnismanneskja og mikil stemmningsmanneskja en það sannaði hún enn og einu sinni í undanúrslitamótinu á dögunum. Ben Bergeron, þjálfari hennar, sagði frá sinni upplifun af frammistöðu íslenska heimsmeistarans í baráttu hennar fyrir sæti á heimsleikunum í CrossFit. Katrín Tanja lagði grunninn að því að vinna sér inn sæti á heimsleikunum með því að vinna fjórðu greinina á German Throwdown undanúrslitamótinu. Katrín endaði í þriðja sæti í keppninni en fimm efstu tryggðu sig inn á heimsleikana. View this post on Instagram A post shared by CompTrain (@comptrain.co) Þessi fjórða æfing var snörun með stighækkandi þyngdir. Fyrst tíu endurtekningar með þremur mismunandi þyngdum (39 kg, 57kg, 66 kg) og loks eins margar endurtekningar og þú getur með mestu þyngdinni sem var 75 kíló. Ben Bergeron, þjálfari Katrínar Tönju, lýsti því hvernig silfurkona síðustu heimsleika tókst að vinna þessa lyftingagrein með frábærri frammistöðu. „Katrín hafði prófað þessa æfingu fyrir keppnina og stóð sig mjög vel með því að ná sextán endurtekningum í lokahlutanum sem hefði skilað henni fimmta sæti. Í keppninni náði hún aftur á móti 21 endurtekningu og vann greinina,“ skrifaði Ben Bergeron á Comptrain síðuna. „Katrín þakkaði andrúmsloftinu í salnum fyrir hversu vel hún stóð sig og að af hverju hún náði þessum fimm aukaendurtekningum. Þegar hún byrjaði þessa fjórðu æfingu þá höfðu fimmtíu manns náð að troða sér inn í CFNE salinn til að horfa á hana og hvetja hana áfram. Þau bjuggu til rafmagnaða stemmningu,“ skrifaði Ben. View this post on Instagram A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron) „Í lokin þá taldi allur hópurinn endurtekningar hennar upphátt og það gerðu allir sem einn. Kat líkti andrúmsloftinu við stemmninguna sem myndast á tennisvellinum í Stubhub Center þar sem heimsleikarnir voru haldir á árunum 2012 til 2016,“ skrifaði Ben. „Að vera inn á tennisvellinum er eins og vera í ljónagryfju, Fólkið var fyrir ofan þig og þegar þau öskruðu þá fékk ég fiðring í allan líkamann, aukaorku og mér fannst ég geta gert allt. Ég fann líka fyrir þessu hérna,“ er haft eftir Katrínu Tönju. „Katrín vann þessa grein með því að gera eina endurtekningu meira en sú sem var næst henni en það var Jacqueline Dahlström. Katrín hafi sjö sekúndur til að ná þessari síðustu endurtekningu. Hún fann ekki fyrir líkama sínum á þeim tímapunkti en áhorfendurnir sannfærðu hana um að reyna einu sinni enn,“ skrifaði Ben. „Þegar hún kom slánni upp þá misstu sig allir í salnum. Fremstur í flokki var æfingafélagi hennar Chandler Smith sem bauð upp á mikið öskur og gaf öllum tvöfalda fimmu eins og liðið hans hefði unnið Super Bowl,“ skrifaði Ben. „Það er hægt að búa til orku og það er hægt að færa hana áfram. Þau gáfu mér orkuna sína,“ er haft eftir Katrínu Tönju. Heimsleikarnir í CrossFit fara fram í Madison í Wisconsin fylki og hefjast 27. júlí næstkomandi. CrossFit Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Sjá meira
Katrín Tanja er mikil keppnismanneskja og mikil stemmningsmanneskja en það sannaði hún enn og einu sinni í undanúrslitamótinu á dögunum. Ben Bergeron, þjálfari hennar, sagði frá sinni upplifun af frammistöðu íslenska heimsmeistarans í baráttu hennar fyrir sæti á heimsleikunum í CrossFit. Katrín Tanja lagði grunninn að því að vinna sér inn sæti á heimsleikunum með því að vinna fjórðu greinina á German Throwdown undanúrslitamótinu. Katrín endaði í þriðja sæti í keppninni en fimm efstu tryggðu sig inn á heimsleikana. View this post on Instagram A post shared by CompTrain (@comptrain.co) Þessi fjórða æfing var snörun með stighækkandi þyngdir. Fyrst tíu endurtekningar með þremur mismunandi þyngdum (39 kg, 57kg, 66 kg) og loks eins margar endurtekningar og þú getur með mestu þyngdinni sem var 75 kíló. Ben Bergeron, þjálfari Katrínar Tönju, lýsti því hvernig silfurkona síðustu heimsleika tókst að vinna þessa lyftingagrein með frábærri frammistöðu. „Katrín hafði prófað þessa æfingu fyrir keppnina og stóð sig mjög vel með því að ná sextán endurtekningum í lokahlutanum sem hefði skilað henni fimmta sæti. Í keppninni náði hún aftur á móti 21 endurtekningu og vann greinina,“ skrifaði Ben Bergeron á Comptrain síðuna. „Katrín þakkaði andrúmsloftinu í salnum fyrir hversu vel hún stóð sig og að af hverju hún náði þessum fimm aukaendurtekningum. Þegar hún byrjaði þessa fjórðu æfingu þá höfðu fimmtíu manns náð að troða sér inn í CFNE salinn til að horfa á hana og hvetja hana áfram. Þau bjuggu til rafmagnaða stemmningu,“ skrifaði Ben. View this post on Instagram A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron) „Í lokin þá taldi allur hópurinn endurtekningar hennar upphátt og það gerðu allir sem einn. Kat líkti andrúmsloftinu við stemmninguna sem myndast á tennisvellinum í Stubhub Center þar sem heimsleikarnir voru haldir á árunum 2012 til 2016,“ skrifaði Ben. „Að vera inn á tennisvellinum er eins og vera í ljónagryfju, Fólkið var fyrir ofan þig og þegar þau öskruðu þá fékk ég fiðring í allan líkamann, aukaorku og mér fannst ég geta gert allt. Ég fann líka fyrir þessu hérna,“ er haft eftir Katrínu Tönju. „Katrín vann þessa grein með því að gera eina endurtekningu meira en sú sem var næst henni en það var Jacqueline Dahlström. Katrín hafi sjö sekúndur til að ná þessari síðustu endurtekningu. Hún fann ekki fyrir líkama sínum á þeim tímapunkti en áhorfendurnir sannfærðu hana um að reyna einu sinni enn,“ skrifaði Ben. „Þegar hún kom slánni upp þá misstu sig allir í salnum. Fremstur í flokki var æfingafélagi hennar Chandler Smith sem bauð upp á mikið öskur og gaf öllum tvöfalda fimmu eins og liðið hans hefði unnið Super Bowl,“ skrifaði Ben. „Það er hægt að búa til orku og það er hægt að færa hana áfram. Þau gáfu mér orkuna sína,“ er haft eftir Katrínu Tönju. Heimsleikarnir í CrossFit fara fram í Madison í Wisconsin fylki og hefjast 27. júlí næstkomandi.
CrossFit Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti