Mishra hefur því bætti aldursmetið sem Sergey Karjakin átti í nítján ár. Karjakin varð stórmeistari þann 12. ágúst 2002 þegar hann var aðeins tólf ára og sjö mánaða gamall. Mishra fæddist þann 5. febrúar 2009 og var því aðeins tólf ára, fjögurra mánaða og tuttugu og fimm daga gamall þegar hann tryggði sér titilinn.
A classy reaction from @SergeyKaryakin to the news that he lost his record of youngest GM in history today: "I wish him all the best." pic.twitter.com/qroHzGgCLa
— ChesscomNews (@ChesscomNews) June 30, 2021
Mishra hefur varið nokkrum mánuðum í Búdapest í Ungverjalandi þar sem hann hefur keppt á hverju skákmótinu á fætur öðru. Hann tryggði sér bæði fyrsta og annað GM-viðmiðið í Búdapest, fyrst á Vezerkepzo mótinu í apríl og svo á Fyrsta laugardagsmótinu í maí.
Eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir til að ná þriðja GM-viðmiðinu, á Vezerkepzo mótunum í maí og júní og Fyrsta laugardagsmótinu í júní, tókst honum að tryggja sér viðmiðið á síðata móti mánaðarins, Vezerkepzo GM Mix mótinu. Honum hafði þá þegar verið boðið að spila í Heimsmeistaramótinu í skák í Sochi og var þetta síðasta tækifæri hans til að tryggja sér þátttökuaðild á heimsmeistaramótinu áður en hann yfirgefur Ungverjaland.