NBA dagsins: Sítrónupiparinn fékk að vita rétt fyrir leik að komið væri að frumraun og fagnaði sigri Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2021 15:07 Lou Williams með boltann gegn Milwaukee Bucks í gærkvöld. AP/Brynn Anderson Lou Williams fékk að vita það klukkutíma fyrir leik með Atlanta Hawks í gærkvöld að hann ætti að byrja leik í úrslitakeppni í fyrsta sinn á ferlinum. Frumraunin fór vel eins og sjá má í NBA dagsins hér á Vísi. Williams var stigahæstur Atlanta Hawks í 110-88 sigri gegn Milwaukee Bucks. Með sigrinum jafnaði Atlanta úrslitaeinvígi austurdeildarinnar í 2-2. Williams skoraði 21 stig, átti átta stoðsendingar og tók fimm fráköst. Þannig sá hann til þess að Atlanta saknaði Trae Young minna en ella. Young meiddist í þriðja leik einvígisins eftir að hafa stigið aftur fyrir sig á dómara. „Ég vissi það klukkutíma fyrir leik að ég myndi byrja þegar þeir sögðu að Trae væri úr leik. Ég varð bara að einbeita mér upp á nýtt, fyrir annað hlutverk, og gera mig kláran í leikinn,“ sagði hinn 34 ára gamli Williams, eða Sítrónupiparinn (e. Lemon Pepper Lou) eins og hann er kallaður. Viðurnefnið fékk hann eftir að hafa stolist út úr NBA-búbblunni síðasta sumar, þá sem leikmaður LA Clippers, að sögn til að gæða sér á kjúklingavængjum á strippstað. Óvissa ríkir um framhaldið hjá Young, rétt eins og hjá Giannis Antetokounmpo sem meiddist í leiknum í nótt. Svipmyndir úr leiknum og frá því þegar Antetokounmpo meiddist í þriðja leikhluta má sjá í NBA dagsins hér að neðan: Klippa: NBA dagsins 30. júní Williams sagði Young hafa haft áhrif þó að hann hafi verið utan vallar: „Hann tók þátt. Auðvitað vildi hann vera inni á vellinum. Hann er ungur en á eftir að vera leiðtogi þessa liðs. Hann er alltaf að vaxa og sýndi mikinn þroska í kvöld með því að vera til staðar og reyna að gera sitt til að við myndum vinna,“ sagði Williams. Án Youngs lögðu margir sitt að mörkum fyrir Atlanta og sex leikmenn liðsins skoruðu 10 stig eða meira: „Þetta var eitt af þessum kvöldum. Það léku allir fullir sjálfstrausts, og vel,“ sagði Williams. NBA Tengdar fréttir Öskur Grikkjans í nóttinni og einvígið jafnt Giannis Antetokounmpo veinaði af sársauka áður en hann var studdur af velli í tapi Milwaukee Bucks gegn Atlanta Hawks, 110-88, í úrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. 30. júní 2021 07:31 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
Williams var stigahæstur Atlanta Hawks í 110-88 sigri gegn Milwaukee Bucks. Með sigrinum jafnaði Atlanta úrslitaeinvígi austurdeildarinnar í 2-2. Williams skoraði 21 stig, átti átta stoðsendingar og tók fimm fráköst. Þannig sá hann til þess að Atlanta saknaði Trae Young minna en ella. Young meiddist í þriðja leik einvígisins eftir að hafa stigið aftur fyrir sig á dómara. „Ég vissi það klukkutíma fyrir leik að ég myndi byrja þegar þeir sögðu að Trae væri úr leik. Ég varð bara að einbeita mér upp á nýtt, fyrir annað hlutverk, og gera mig kláran í leikinn,“ sagði hinn 34 ára gamli Williams, eða Sítrónupiparinn (e. Lemon Pepper Lou) eins og hann er kallaður. Viðurnefnið fékk hann eftir að hafa stolist út úr NBA-búbblunni síðasta sumar, þá sem leikmaður LA Clippers, að sögn til að gæða sér á kjúklingavængjum á strippstað. Óvissa ríkir um framhaldið hjá Young, rétt eins og hjá Giannis Antetokounmpo sem meiddist í leiknum í nótt. Svipmyndir úr leiknum og frá því þegar Antetokounmpo meiddist í þriðja leikhluta má sjá í NBA dagsins hér að neðan: Klippa: NBA dagsins 30. júní Williams sagði Young hafa haft áhrif þó að hann hafi verið utan vallar: „Hann tók þátt. Auðvitað vildi hann vera inni á vellinum. Hann er ungur en á eftir að vera leiðtogi þessa liðs. Hann er alltaf að vaxa og sýndi mikinn þroska í kvöld með því að vera til staðar og reyna að gera sitt til að við myndum vinna,“ sagði Williams. Án Youngs lögðu margir sitt að mörkum fyrir Atlanta og sex leikmenn liðsins skoruðu 10 stig eða meira: „Þetta var eitt af þessum kvöldum. Það léku allir fullir sjálfstrausts, og vel,“ sagði Williams.
NBA Tengdar fréttir Öskur Grikkjans í nóttinni og einvígið jafnt Giannis Antetokounmpo veinaði af sársauka áður en hann var studdur af velli í tapi Milwaukee Bucks gegn Atlanta Hawks, 110-88, í úrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. 30. júní 2021 07:31 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
Öskur Grikkjans í nóttinni og einvígið jafnt Giannis Antetokounmpo veinaði af sársauka áður en hann var studdur af velli í tapi Milwaukee Bucks gegn Atlanta Hawks, 110-88, í úrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. 30. júní 2021 07:31
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti