NBA dagsins: Sítrónupiparinn fékk að vita rétt fyrir leik að komið væri að frumraun og fagnaði sigri Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2021 15:07 Lou Williams með boltann gegn Milwaukee Bucks í gærkvöld. AP/Brynn Anderson Lou Williams fékk að vita það klukkutíma fyrir leik með Atlanta Hawks í gærkvöld að hann ætti að byrja leik í úrslitakeppni í fyrsta sinn á ferlinum. Frumraunin fór vel eins og sjá má í NBA dagsins hér á Vísi. Williams var stigahæstur Atlanta Hawks í 110-88 sigri gegn Milwaukee Bucks. Með sigrinum jafnaði Atlanta úrslitaeinvígi austurdeildarinnar í 2-2. Williams skoraði 21 stig, átti átta stoðsendingar og tók fimm fráköst. Þannig sá hann til þess að Atlanta saknaði Trae Young minna en ella. Young meiddist í þriðja leik einvígisins eftir að hafa stigið aftur fyrir sig á dómara. „Ég vissi það klukkutíma fyrir leik að ég myndi byrja þegar þeir sögðu að Trae væri úr leik. Ég varð bara að einbeita mér upp á nýtt, fyrir annað hlutverk, og gera mig kláran í leikinn,“ sagði hinn 34 ára gamli Williams, eða Sítrónupiparinn (e. Lemon Pepper Lou) eins og hann er kallaður. Viðurnefnið fékk hann eftir að hafa stolist út úr NBA-búbblunni síðasta sumar, þá sem leikmaður LA Clippers, að sögn til að gæða sér á kjúklingavængjum á strippstað. Óvissa ríkir um framhaldið hjá Young, rétt eins og hjá Giannis Antetokounmpo sem meiddist í leiknum í nótt. Svipmyndir úr leiknum og frá því þegar Antetokounmpo meiddist í þriðja leikhluta má sjá í NBA dagsins hér að neðan: Klippa: NBA dagsins 30. júní Williams sagði Young hafa haft áhrif þó að hann hafi verið utan vallar: „Hann tók þátt. Auðvitað vildi hann vera inni á vellinum. Hann er ungur en á eftir að vera leiðtogi þessa liðs. Hann er alltaf að vaxa og sýndi mikinn þroska í kvöld með því að vera til staðar og reyna að gera sitt til að við myndum vinna,“ sagði Williams. Án Youngs lögðu margir sitt að mörkum fyrir Atlanta og sex leikmenn liðsins skoruðu 10 stig eða meira: „Þetta var eitt af þessum kvöldum. Það léku allir fullir sjálfstrausts, og vel,“ sagði Williams. NBA Tengdar fréttir Öskur Grikkjans í nóttinni og einvígið jafnt Giannis Antetokounmpo veinaði af sársauka áður en hann var studdur af velli í tapi Milwaukee Bucks gegn Atlanta Hawks, 110-88, í úrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. 30. júní 2021 07:31 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Haukar - KA | Toppslagur á Ásvöllum Handbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Reyna að endurheimta toppsætið Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira
Williams var stigahæstur Atlanta Hawks í 110-88 sigri gegn Milwaukee Bucks. Með sigrinum jafnaði Atlanta úrslitaeinvígi austurdeildarinnar í 2-2. Williams skoraði 21 stig, átti átta stoðsendingar og tók fimm fráköst. Þannig sá hann til þess að Atlanta saknaði Trae Young minna en ella. Young meiddist í þriðja leik einvígisins eftir að hafa stigið aftur fyrir sig á dómara. „Ég vissi það klukkutíma fyrir leik að ég myndi byrja þegar þeir sögðu að Trae væri úr leik. Ég varð bara að einbeita mér upp á nýtt, fyrir annað hlutverk, og gera mig kláran í leikinn,“ sagði hinn 34 ára gamli Williams, eða Sítrónupiparinn (e. Lemon Pepper Lou) eins og hann er kallaður. Viðurnefnið fékk hann eftir að hafa stolist út úr NBA-búbblunni síðasta sumar, þá sem leikmaður LA Clippers, að sögn til að gæða sér á kjúklingavængjum á strippstað. Óvissa ríkir um framhaldið hjá Young, rétt eins og hjá Giannis Antetokounmpo sem meiddist í leiknum í nótt. Svipmyndir úr leiknum og frá því þegar Antetokounmpo meiddist í þriðja leikhluta má sjá í NBA dagsins hér að neðan: Klippa: NBA dagsins 30. júní Williams sagði Young hafa haft áhrif þó að hann hafi verið utan vallar: „Hann tók þátt. Auðvitað vildi hann vera inni á vellinum. Hann er ungur en á eftir að vera leiðtogi þessa liðs. Hann er alltaf að vaxa og sýndi mikinn þroska í kvöld með því að vera til staðar og reyna að gera sitt til að við myndum vinna,“ sagði Williams. Án Youngs lögðu margir sitt að mörkum fyrir Atlanta og sex leikmenn liðsins skoruðu 10 stig eða meira: „Þetta var eitt af þessum kvöldum. Það léku allir fullir sjálfstrausts, og vel,“ sagði Williams.
NBA Tengdar fréttir Öskur Grikkjans í nóttinni og einvígið jafnt Giannis Antetokounmpo veinaði af sársauka áður en hann var studdur af velli í tapi Milwaukee Bucks gegn Atlanta Hawks, 110-88, í úrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. 30. júní 2021 07:31 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Haukar - KA | Toppslagur á Ásvöllum Handbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Reyna að endurheimta toppsætið Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira
Öskur Grikkjans í nóttinni og einvígið jafnt Giannis Antetokounmpo veinaði af sársauka áður en hann var studdur af velli í tapi Milwaukee Bucks gegn Atlanta Hawks, 110-88, í úrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. 30. júní 2021 07:31