NBA dagsins: Sítrónupiparinn fékk að vita rétt fyrir leik að komið væri að frumraun og fagnaði sigri Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2021 15:07 Lou Williams með boltann gegn Milwaukee Bucks í gærkvöld. AP/Brynn Anderson Lou Williams fékk að vita það klukkutíma fyrir leik með Atlanta Hawks í gærkvöld að hann ætti að byrja leik í úrslitakeppni í fyrsta sinn á ferlinum. Frumraunin fór vel eins og sjá má í NBA dagsins hér á Vísi. Williams var stigahæstur Atlanta Hawks í 110-88 sigri gegn Milwaukee Bucks. Með sigrinum jafnaði Atlanta úrslitaeinvígi austurdeildarinnar í 2-2. Williams skoraði 21 stig, átti átta stoðsendingar og tók fimm fráköst. Þannig sá hann til þess að Atlanta saknaði Trae Young minna en ella. Young meiddist í þriðja leik einvígisins eftir að hafa stigið aftur fyrir sig á dómara. „Ég vissi það klukkutíma fyrir leik að ég myndi byrja þegar þeir sögðu að Trae væri úr leik. Ég varð bara að einbeita mér upp á nýtt, fyrir annað hlutverk, og gera mig kláran í leikinn,“ sagði hinn 34 ára gamli Williams, eða Sítrónupiparinn (e. Lemon Pepper Lou) eins og hann er kallaður. Viðurnefnið fékk hann eftir að hafa stolist út úr NBA-búbblunni síðasta sumar, þá sem leikmaður LA Clippers, að sögn til að gæða sér á kjúklingavængjum á strippstað. Óvissa ríkir um framhaldið hjá Young, rétt eins og hjá Giannis Antetokounmpo sem meiddist í leiknum í nótt. Svipmyndir úr leiknum og frá því þegar Antetokounmpo meiddist í þriðja leikhluta má sjá í NBA dagsins hér að neðan: Klippa: NBA dagsins 30. júní Williams sagði Young hafa haft áhrif þó að hann hafi verið utan vallar: „Hann tók þátt. Auðvitað vildi hann vera inni á vellinum. Hann er ungur en á eftir að vera leiðtogi þessa liðs. Hann er alltaf að vaxa og sýndi mikinn þroska í kvöld með því að vera til staðar og reyna að gera sitt til að við myndum vinna,“ sagði Williams. Án Youngs lögðu margir sitt að mörkum fyrir Atlanta og sex leikmenn liðsins skoruðu 10 stig eða meira: „Þetta var eitt af þessum kvöldum. Það léku allir fullir sjálfstrausts, og vel,“ sagði Williams. NBA Tengdar fréttir Öskur Grikkjans í nóttinni og einvígið jafnt Giannis Antetokounmpo veinaði af sársauka áður en hann var studdur af velli í tapi Milwaukee Bucks gegn Atlanta Hawks, 110-88, í úrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. 30. júní 2021 07:31 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Sport Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira
Williams var stigahæstur Atlanta Hawks í 110-88 sigri gegn Milwaukee Bucks. Með sigrinum jafnaði Atlanta úrslitaeinvígi austurdeildarinnar í 2-2. Williams skoraði 21 stig, átti átta stoðsendingar og tók fimm fráköst. Þannig sá hann til þess að Atlanta saknaði Trae Young minna en ella. Young meiddist í þriðja leik einvígisins eftir að hafa stigið aftur fyrir sig á dómara. „Ég vissi það klukkutíma fyrir leik að ég myndi byrja þegar þeir sögðu að Trae væri úr leik. Ég varð bara að einbeita mér upp á nýtt, fyrir annað hlutverk, og gera mig kláran í leikinn,“ sagði hinn 34 ára gamli Williams, eða Sítrónupiparinn (e. Lemon Pepper Lou) eins og hann er kallaður. Viðurnefnið fékk hann eftir að hafa stolist út úr NBA-búbblunni síðasta sumar, þá sem leikmaður LA Clippers, að sögn til að gæða sér á kjúklingavængjum á strippstað. Óvissa ríkir um framhaldið hjá Young, rétt eins og hjá Giannis Antetokounmpo sem meiddist í leiknum í nótt. Svipmyndir úr leiknum og frá því þegar Antetokounmpo meiddist í þriðja leikhluta má sjá í NBA dagsins hér að neðan: Klippa: NBA dagsins 30. júní Williams sagði Young hafa haft áhrif þó að hann hafi verið utan vallar: „Hann tók þátt. Auðvitað vildi hann vera inni á vellinum. Hann er ungur en á eftir að vera leiðtogi þessa liðs. Hann er alltaf að vaxa og sýndi mikinn þroska í kvöld með því að vera til staðar og reyna að gera sitt til að við myndum vinna,“ sagði Williams. Án Youngs lögðu margir sitt að mörkum fyrir Atlanta og sex leikmenn liðsins skoruðu 10 stig eða meira: „Þetta var eitt af þessum kvöldum. Það léku allir fullir sjálfstrausts, og vel,“ sagði Williams.
NBA Tengdar fréttir Öskur Grikkjans í nóttinni og einvígið jafnt Giannis Antetokounmpo veinaði af sársauka áður en hann var studdur af velli í tapi Milwaukee Bucks gegn Atlanta Hawks, 110-88, í úrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. 30. júní 2021 07:31 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Sport Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira
Öskur Grikkjans í nóttinni og einvígið jafnt Giannis Antetokounmpo veinaði af sársauka áður en hann var studdur af velli í tapi Milwaukee Bucks gegn Atlanta Hawks, 110-88, í úrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. 30. júní 2021 07:31