Tekst Schick, Sterling, Seferovic eða Lukaku að skáka Ronaldo í baráttunni um gullskóinn? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júní 2021 14:00 Þessir fjórir halda í vonina um að landa gullskó Evrópumótsins í knattspyrnu 2020. EPA/Samsett Cristiano Ronaldo er enn á toppnum yfir flest mörk skoruð á Evrópumótinu í knattspyrnu en þar sem hann hefur lokið leik verður áhugavert að sjá hvort einhver geti skákað Portúgalanum geðþekka. Ronaldo skoraði alls fimm mörk í keppninni ásamt því að leggja upp eitt. Af þeim þremur sem hafa skorað fjögur mörk er Patrik Schick sá eini sem hefur ekki lokið leik. Tékkinn hefur nú þegar skorað mark mótsins með skoti sínu nánast frá miðju gegn Skotlandi. Ljóst er að Schick þarf að nýta tækifærið vel gegn Danmörku í 8-liða úrslitum þar sem frændur vorir hafa fundið taktinn og eru til alls líklegir um þessar mundir. Næstir í röðinni eru Haris Seferović – sem skoraði tvívegis í ótrúlegum leik Sviss og Frakklands í 16-liða úrslitum – ásamt þeim Romelu Lukaku og Raheem Sterling. Lukaku hefur verið heldur rólegur í tíðinni þó hann hafi skorað þrjú mörk fyrir Belgíu til þessa. Tvö þeirra komu í 3-0 sigrinum á Rússlandi og það þriðja í þægilegum 2-0 sigri á Belgíu. Lukaku hefur samt sem áður verið frábær í liði Belgíu og séð til þess að sóknarleikur þeirra gengur eins og smurð vél. Sterling hefur verið í töluvert öðru hlutverki í liði Gareth Southgate en hann er helsta markaógn Englands. Liðið hefur aðeins skorað fjögur mörk til þessa á mótinu og Sterling er með þrjú af þeim. Sterling sér leikinn gegn Úkraínu í 8-liða úrslitum eflaust sem þann leik þar sem hann getur skotið keppinautum sínum ref fyrir rass í baráttunni um gullskó Evrópumótsins. Cristiano Ronaldo still leads Who will claim the #EUROTopScorer | @Alipay— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 30, 2021 Það verður verulega forvitnilegt að sjá hvað gerist í 8-liða úrslitum en Seferović þarf að eiga svipaðan leik og hann átti gegn Frakklandi þar sem Sviss mætir Spáni. Lukaku þarf einnig að reima á sig markaskóna er Belgía mætir ógnarsterku liði Ítalíu. Fara leikirnir fjórir í 8-liða úrslitum fram 2. og 3. júlí. Að sjálfsögðu allt í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sport Fleiri fréttir Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Ronaldo skoraði alls fimm mörk í keppninni ásamt því að leggja upp eitt. Af þeim þremur sem hafa skorað fjögur mörk er Patrik Schick sá eini sem hefur ekki lokið leik. Tékkinn hefur nú þegar skorað mark mótsins með skoti sínu nánast frá miðju gegn Skotlandi. Ljóst er að Schick þarf að nýta tækifærið vel gegn Danmörku í 8-liða úrslitum þar sem frændur vorir hafa fundið taktinn og eru til alls líklegir um þessar mundir. Næstir í röðinni eru Haris Seferović – sem skoraði tvívegis í ótrúlegum leik Sviss og Frakklands í 16-liða úrslitum – ásamt þeim Romelu Lukaku og Raheem Sterling. Lukaku hefur verið heldur rólegur í tíðinni þó hann hafi skorað þrjú mörk fyrir Belgíu til þessa. Tvö þeirra komu í 3-0 sigrinum á Rússlandi og það þriðja í þægilegum 2-0 sigri á Belgíu. Lukaku hefur samt sem áður verið frábær í liði Belgíu og séð til þess að sóknarleikur þeirra gengur eins og smurð vél. Sterling hefur verið í töluvert öðru hlutverki í liði Gareth Southgate en hann er helsta markaógn Englands. Liðið hefur aðeins skorað fjögur mörk til þessa á mótinu og Sterling er með þrjú af þeim. Sterling sér leikinn gegn Úkraínu í 8-liða úrslitum eflaust sem þann leik þar sem hann getur skotið keppinautum sínum ref fyrir rass í baráttunni um gullskó Evrópumótsins. Cristiano Ronaldo still leads Who will claim the #EUROTopScorer | @Alipay— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 30, 2021 Það verður verulega forvitnilegt að sjá hvað gerist í 8-liða úrslitum en Seferović þarf að eiga svipaðan leik og hann átti gegn Frakklandi þar sem Sviss mætir Spáni. Lukaku þarf einnig að reima á sig markaskóna er Belgía mætir ógnarsterku liði Ítalíu. Fara leikirnir fjórir í 8-liða úrslitum fram 2. og 3. júlí. Að sjálfsögðu allt í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sport Fleiri fréttir Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira