Fimm sem stálu fyrirsögnunum í 16-liða úrslitum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júní 2021 11:30 Enska þjóðin leyfir sér að dreyma eftir 2-0 sigur á Þýskalandi. EPA-EFE/Andy Rain Nú þegar 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu er lokið er vert að skoða hvaða fimm leikmann hafa stolið fyrirsögnunum í síðustu leikjum mótsins. 5. Thorgan Hazard Thorgan Hazard, einn af þremur yngri bræðum Eden Hazard, tryggði Belgíu sæti í 8-liða úrslitum en hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri á Portúgal er liðin mættust í 16-liða úrslitum. Þrátt fyrir fínan feril er Thorgan töluvert minna þekktur en eldri bróðir sinn Eden. Það sem vekur ef til vill hvað mesta athygli er horft er í frammistöðu Thorgan gegn Portúgal er sú staðreynd að hann lék í stöðu vinstri vængbakvarðar þrátt fyrir að vera réttfættur og leiki iðulega á vængnum eða í ´holunni´ með liði sínu Borussia Dortmund. Alls hefur Thorgan spilað 38 A-landsleiki og skorað átta mörk. Klippa: Thorgan Hazard 4. Unai Simon Spánverjar unnu frækinn 5-3 sigur á Króatíu í leik sem hafði allt: Fjölda marka, framlengingu, drama og eitt ótrúlegasta sjálfsmark síðari ára. Fyrsta mark leiksins var sjálfsmark sem skráist á Pedri en Simon þarf að taka sökina. Það er í raun erfitt að koma í orð hversu slæm mistökin voru. Myndband af þeim má sjá hér að neðan. 3. Danska landsliðið Eftir erfiða byrjun á mótinu, bæði innan vallar sem utan, hefur danska dýnamítið svo sannarlega fundið taktinn. Liðið valtaði yfir Rússland í síðasta leik sínum í riðlakeppninni og hélt góðu gengi sínu áfram í 16-liða úrslitum. Fyrirfram var reiknað með hörkuleik milli Danmerkur og Wales en annað kom á daginn. Kasper Dolberg kom Danmörku yfir um miðbik fyrri hálfleiks og tvöfaldaði forystuna í upphafi síðari hálfleiks. Joakim Mæhle og Martin Braithwaite gulltryggðu svo sigurinn með mörkum undir lok leiks. Lokatölur 4-0 og Danir flugu inn í 8-liða úrslitin þar sem þeir mæta Tékkum. 2. Mario Gavranovic | Kylian Mbappé Það er í raun erfitt að ákvarða hvern átti að taka út fyrir sviga í annars ótrúlegum leik Frakklands og Sviss. Heimsmeistararnir eru úr leik eftir að leikur liðanna fór alla leið í vítaspyrnukeppni. Mario Gavranovic fær heiðurinn þar sem hann jafnaði metin fyrir Sviss í uppbótartíma og fullkomnaði endurkomu liðsins eftir að lenda 3-1 undir. Þá skoraði hann úr fyrsta víti vítaspyrnukeppninnar. Kylian Mbappé fær svo þann vafasama heiður að fljóta með þar sem hann var sá eini sem klúðraði vítinu sem sendi Frakka heim á leið. 1. ´It´s coming home´ Þarf að segja eitthvað meira? Enska þjóðin er á yfirsnúning þar sem Gareth Southgate hefur svæft andstæðinga sína leik eftir leik. Nú síðast lágu þreyttir Þjóðverjar í valnum og ljóst er að England gæti vart beðið um auðveldari leið inn í undanúrslitin en liðið mætir Úkraínu í 8-liða úrslitum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Segir þá ensku finna lykt af gulli Margrét Lára Viðarsdóttir, spekingur Stöðvar 2 Sports, hrífst ekki af leikstíl enska landsliðsins í fótbolta en segir hann árangursríkan. 29. júní 2021 19:00 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
5. Thorgan Hazard Thorgan Hazard, einn af þremur yngri bræðum Eden Hazard, tryggði Belgíu sæti í 8-liða úrslitum en hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri á Portúgal er liðin mættust í 16-liða úrslitum. Þrátt fyrir fínan feril er Thorgan töluvert minna þekktur en eldri bróðir sinn Eden. Það sem vekur ef til vill hvað mesta athygli er horft er í frammistöðu Thorgan gegn Portúgal er sú staðreynd að hann lék í stöðu vinstri vængbakvarðar þrátt fyrir að vera réttfættur og leiki iðulega á vængnum eða í ´holunni´ með liði sínu Borussia Dortmund. Alls hefur Thorgan spilað 38 A-landsleiki og skorað átta mörk. Klippa: Thorgan Hazard 4. Unai Simon Spánverjar unnu frækinn 5-3 sigur á Króatíu í leik sem hafði allt: Fjölda marka, framlengingu, drama og eitt ótrúlegasta sjálfsmark síðari ára. Fyrsta mark leiksins var sjálfsmark sem skráist á Pedri en Simon þarf að taka sökina. Það er í raun erfitt að koma í orð hversu slæm mistökin voru. Myndband af þeim má sjá hér að neðan. 3. Danska landsliðið Eftir erfiða byrjun á mótinu, bæði innan vallar sem utan, hefur danska dýnamítið svo sannarlega fundið taktinn. Liðið valtaði yfir Rússland í síðasta leik sínum í riðlakeppninni og hélt góðu gengi sínu áfram í 16-liða úrslitum. Fyrirfram var reiknað með hörkuleik milli Danmerkur og Wales en annað kom á daginn. Kasper Dolberg kom Danmörku yfir um miðbik fyrri hálfleiks og tvöfaldaði forystuna í upphafi síðari hálfleiks. Joakim Mæhle og Martin Braithwaite gulltryggðu svo sigurinn með mörkum undir lok leiks. Lokatölur 4-0 og Danir flugu inn í 8-liða úrslitin þar sem þeir mæta Tékkum. 2. Mario Gavranovic | Kylian Mbappé Það er í raun erfitt að ákvarða hvern átti að taka út fyrir sviga í annars ótrúlegum leik Frakklands og Sviss. Heimsmeistararnir eru úr leik eftir að leikur liðanna fór alla leið í vítaspyrnukeppni. Mario Gavranovic fær heiðurinn þar sem hann jafnaði metin fyrir Sviss í uppbótartíma og fullkomnaði endurkomu liðsins eftir að lenda 3-1 undir. Þá skoraði hann úr fyrsta víti vítaspyrnukeppninnar. Kylian Mbappé fær svo þann vafasama heiður að fljóta með þar sem hann var sá eini sem klúðraði vítinu sem sendi Frakka heim á leið. 1. ´It´s coming home´ Þarf að segja eitthvað meira? Enska þjóðin er á yfirsnúning þar sem Gareth Southgate hefur svæft andstæðinga sína leik eftir leik. Nú síðast lágu þreyttir Þjóðverjar í valnum og ljóst er að England gæti vart beðið um auðveldari leið inn í undanúrslitin en liðið mætir Úkraínu í 8-liða úrslitum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Segir þá ensku finna lykt af gulli Margrét Lára Viðarsdóttir, spekingur Stöðvar 2 Sports, hrífst ekki af leikstíl enska landsliðsins í fótbolta en segir hann árangursríkan. 29. júní 2021 19:00 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Segir þá ensku finna lykt af gulli Margrét Lára Viðarsdóttir, spekingur Stöðvar 2 Sports, hrífst ekki af leikstíl enska landsliðsins í fótbolta en segir hann árangursríkan. 29. júní 2021 19:00